Kristinn: Ég horfi svolítið mikið til Íslandsmetsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2014 06:30 Á flugi Kristinn varð Íslandsmeistari á Akureyri síðastliðið sumar. Mynd/Gunnlaugur Júlíusson „Ég er orðinn mjög spenntur. Maður ætlar aldrei að tapa á heimavelli,“ segir langstökkvarinn Kristinn Torfason. FH-ingurinn fær verðuga keppni á Reykjavik International Games í Laugardalshöll á sunnudaginn því von er á tveimur öflugum erlendum keppendum. Annars vegar Dananum Morten Jensen og hins vegar Bretanum Danier Gariner. „Það verður gaman að reyna að vinna Morten aftur,“ segir Kristinn um hinn 31 árs mótherja sinn sem hann þekkir vel til. Sá á best 8,25 metra frá árinu 2005 og fékk bronsverðlaun á EM innanhúss árið 2011 með stökki upp á 7,64 metra. „Það er svolítið langt síðan hann stökk sitt besta. Ég held að þetta gæti orðið mjög jöfn keppni,“ segir Kristinn sem hlakkar til sunnudagsins. „Stuðningurinn á heimavelli er alltaf meiri og fullt af fólki sem mætir.“ Kristinn þekkir aftur á móti minna til breska kappans sem verður 24 ára á árinu. Gariner á best 7,58 metra frá því í fyrra en hann er öflugur hlaupari líkt og Hafnfirðingurinn. Okkar maður á best 7,77 metra innanhúss frá árinu 2011 en Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í greininni er 7,82 metrar. „Ég horfi svolítið mikið til Íslandsmetsins,“ segir Kristinn sem langar líka að fljúga yfir átta metra múrinn í sumar. Það sé því sem næst heilög tala líkt og 80 metrarnir í spjótkasti. „Það er eitthvað sem maður er alltaf með í kollinum.“ Íslandsmet Jóns Arnars utanhúss er einmitt átta metrar sléttir. „Ég held að það gæti gerst í ár. Ég er í mjög góðu formi og gæti hitt á það.“ Langstökkskeppnin á sunnudag hefst klukkan 13.15. Frjálsar íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Sjá meira
„Ég er orðinn mjög spenntur. Maður ætlar aldrei að tapa á heimavelli,“ segir langstökkvarinn Kristinn Torfason. FH-ingurinn fær verðuga keppni á Reykjavik International Games í Laugardalshöll á sunnudaginn því von er á tveimur öflugum erlendum keppendum. Annars vegar Dananum Morten Jensen og hins vegar Bretanum Danier Gariner. „Það verður gaman að reyna að vinna Morten aftur,“ segir Kristinn um hinn 31 árs mótherja sinn sem hann þekkir vel til. Sá á best 8,25 metra frá árinu 2005 og fékk bronsverðlaun á EM innanhúss árið 2011 með stökki upp á 7,64 metra. „Það er svolítið langt síðan hann stökk sitt besta. Ég held að þetta gæti orðið mjög jöfn keppni,“ segir Kristinn sem hlakkar til sunnudagsins. „Stuðningurinn á heimavelli er alltaf meiri og fullt af fólki sem mætir.“ Kristinn þekkir aftur á móti minna til breska kappans sem verður 24 ára á árinu. Gariner á best 7,58 metra frá því í fyrra en hann er öflugur hlaupari líkt og Hafnfirðingurinn. Okkar maður á best 7,77 metra innanhúss frá árinu 2011 en Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í greininni er 7,82 metrar. „Ég horfi svolítið mikið til Íslandsmetsins,“ segir Kristinn sem langar líka að fljúga yfir átta metra múrinn í sumar. Það sé því sem næst heilög tala líkt og 80 metrarnir í spjótkasti. „Það er eitthvað sem maður er alltaf með í kollinum.“ Íslandsmet Jóns Arnars utanhúss er einmitt átta metrar sléttir. „Ég held að það gæti gerst í ár. Ég er í mjög góðu formi og gæti hitt á það.“ Langstökkskeppnin á sunnudag hefst klukkan 13.15.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Sjá meira