Meðlimur Kiss spilar á Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 9. janúar 2014 12:00 Bruce Kulick með þeim Paul Stanley og Gene Simmons á tónleikum Kiss. nordicphotos/getty „Við báðum hann bara um að koma og hann sagði bara já,“ segir Eiður Arnarson, bassaleikari hljómsveitarinnar Meik, léttur í lundu.Bruce Kulick, fyrrverandi gítarleikari Kiss, kemur fram með Meik á tónleikum undir lok mánaðarins en Meik er einmitt hljómsveit sem leikur lög til heiðurs Kiss. „Við erum í skýjunum að fá Bruce en hann kom með Kiss hingað til lands þegar þeir komu fram í Reiðhöllinni árið 1988,“ segir Þráinn Árni Baldvinsson, gítarleikari sveitarinnar. Hann hefur verið í sambandi við Bruce síðan árið 2000 þar sem þeir hafa rætt gítarmál og almennt um tónlistarsöguna. Bruce lék í tólf ár með Kiss en auk þess hefur hann spilað með Michael Bolton, Meat Loaf og finnsku sveitinni Lordi svo dæmi séu tekin. Undanfarin ár hefur leikið með hljómsveitinni Grand Funk Railroad. Meðlimir hljómsveitarinnar Meiks eiga það allir sameiginlegt að vera eða hafa verið miklir Kiss-aðdáendur. „Ég var mikill aðdáandi fram undir fermingu en tók svo 25 ára pásu,“ bætir Eiður við. Í Meik eru fyrir þrír gítarleikarar, þeir Þráinn Árni, Einar Þór Jóhannsson og Jón Elvar Hafsteinsson og því ljóst að heyrast mun vel í gíturum á tónleikunum. Auk þeirra leikur Jóhann Hjörleifsson á trommur og Magni Ásgeirsson syngur.Tónleikarnir fara fram 31. janúar á Spot í Kópavogi en miðasala hefst á midi.is á morgun. Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Við báðum hann bara um að koma og hann sagði bara já,“ segir Eiður Arnarson, bassaleikari hljómsveitarinnar Meik, léttur í lundu.Bruce Kulick, fyrrverandi gítarleikari Kiss, kemur fram með Meik á tónleikum undir lok mánaðarins en Meik er einmitt hljómsveit sem leikur lög til heiðurs Kiss. „Við erum í skýjunum að fá Bruce en hann kom með Kiss hingað til lands þegar þeir komu fram í Reiðhöllinni árið 1988,“ segir Þráinn Árni Baldvinsson, gítarleikari sveitarinnar. Hann hefur verið í sambandi við Bruce síðan árið 2000 þar sem þeir hafa rætt gítarmál og almennt um tónlistarsöguna. Bruce lék í tólf ár með Kiss en auk þess hefur hann spilað með Michael Bolton, Meat Loaf og finnsku sveitinni Lordi svo dæmi séu tekin. Undanfarin ár hefur leikið með hljómsveitinni Grand Funk Railroad. Meðlimir hljómsveitarinnar Meiks eiga það allir sameiginlegt að vera eða hafa verið miklir Kiss-aðdáendur. „Ég var mikill aðdáandi fram undir fermingu en tók svo 25 ára pásu,“ bætir Eiður við. Í Meik eru fyrir þrír gítarleikarar, þeir Þráinn Árni, Einar Þór Jóhannsson og Jón Elvar Hafsteinsson og því ljóst að heyrast mun vel í gíturum á tónleikunum. Auk þeirra leikur Jóhann Hjörleifsson á trommur og Magni Ásgeirsson syngur.Tónleikarnir fara fram 31. janúar á Spot í Kópavogi en miðasala hefst á midi.is á morgun.
Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira