Íslensk stuttmynd á virta bandaríska kvikmyndahátíð Gunnar Leó Pálsson skrifar 9. janúar 2014 08:00 Ugla Hauksdóttir. „Þetta kom virkilega á óvart, og að komast inn á svona stóra hátíð svona snemma hefur mikla merkingu fyrir okkur þar sem það gefur manni von um að maður sé á réttri braut,“ segir kvikmyndagerðarkonan Ugla Hauksdóttir. Stuttmynd hennar Milk and Blood komst fyrir skömmu inn á eina stærstu kvikmyndahátíð Bandaríkjanna, Slamdance. Markus Englmair leikstýrði myndinni og skrifuðu þau Ugla handritið saman. „Við Markus skrifuðum handritið saman en ég framleiddi líka og var tökumaður, en hann leikstýrði.“ Bæði eru þau á öðru ári í MFA-námi við Columbia University og læra þar leikstjórn og handritsskrif. Milk and Blood fjallar um tvo mjólkurbændur, föður og son, sem líkar ekki vel hvorum við annan. Þegar mjólkurframleiðslan fer einn daginn forgörðum fer allt í háaloft og víkingaeðli feðganna tekur völdin. Myndin er tekin upp á Íslandi. „Markus Englmair sem er frá Austurríki var virkilega spenntur að skjóta myndina á Íslandi jafnvel þótt hann tali ekki tungumálið. Hann sá bæði tækifæri í að nota íslenska náttúru og eins hefur hann áhuga á íslenskri menningu. Það kom honum á óvart hvað ungt kvikmyndagerðarfólk hér heima vinnur faglega. Hann vonast til að myndin hjálpi til við að sýna hæfileika íslenskra leikara en Hannes Óli Ágústsson, Guðmundur Ólafsson og Kjartan Bjargmundsson voru í aðalhlutverkum,“ útskýrir Ugla.Að komast á slíka hátíð hlýtur að hafa í för með sér aukin tækifæri? „Við vonumst til að kynnast fleira fólki í bransanum sem kannski hefur áhuga á samstarfi í framtíðinni. Við erum náttúrulega að vinna okkur upp í að gera kvikmyndir í fullri lengd og þetta er góð byrjun.“ Nokkur þúsund myndir eru sendar inn á Slamdance en myndin Milk and Blood var ein af þrjátíu í flokki svonefndra örsögumynda (e. narrative shorts) sem voru valdar. „Síðan þá hafa nokkrar aðrar hátíðir haft samband við okkur þannig að við vonum bara að myndinni gangi vel áfram. En auðvitað stefnum við líka á að koma myndinni í sýningu hér heima.“ Ugla hefur verið búsett í New York í níu ár og er draumur hennar að vinna bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. „Bæði lönd hafa margt spennandi en ólíkt upp á að bjóða,“ bætir hún við. Sem stendur er hún að vinna að tveimur handritum í fullri lengd sem hún vonast til að leikstýra á næstu árum. „Þangað til held ég áfram að skrifa og leikstýra stuttmyndum og reyna fyrir mér á kvikmyndahátíðum úti í heimi.“ Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Sjá meira
„Þetta kom virkilega á óvart, og að komast inn á svona stóra hátíð svona snemma hefur mikla merkingu fyrir okkur þar sem það gefur manni von um að maður sé á réttri braut,“ segir kvikmyndagerðarkonan Ugla Hauksdóttir. Stuttmynd hennar Milk and Blood komst fyrir skömmu inn á eina stærstu kvikmyndahátíð Bandaríkjanna, Slamdance. Markus Englmair leikstýrði myndinni og skrifuðu þau Ugla handritið saman. „Við Markus skrifuðum handritið saman en ég framleiddi líka og var tökumaður, en hann leikstýrði.“ Bæði eru þau á öðru ári í MFA-námi við Columbia University og læra þar leikstjórn og handritsskrif. Milk and Blood fjallar um tvo mjólkurbændur, föður og son, sem líkar ekki vel hvorum við annan. Þegar mjólkurframleiðslan fer einn daginn forgörðum fer allt í háaloft og víkingaeðli feðganna tekur völdin. Myndin er tekin upp á Íslandi. „Markus Englmair sem er frá Austurríki var virkilega spenntur að skjóta myndina á Íslandi jafnvel þótt hann tali ekki tungumálið. Hann sá bæði tækifæri í að nota íslenska náttúru og eins hefur hann áhuga á íslenskri menningu. Það kom honum á óvart hvað ungt kvikmyndagerðarfólk hér heima vinnur faglega. Hann vonast til að myndin hjálpi til við að sýna hæfileika íslenskra leikara en Hannes Óli Ágústsson, Guðmundur Ólafsson og Kjartan Bjargmundsson voru í aðalhlutverkum,“ útskýrir Ugla.Að komast á slíka hátíð hlýtur að hafa í för með sér aukin tækifæri? „Við vonumst til að kynnast fleira fólki í bransanum sem kannski hefur áhuga á samstarfi í framtíðinni. Við erum náttúrulega að vinna okkur upp í að gera kvikmyndir í fullri lengd og þetta er góð byrjun.“ Nokkur þúsund myndir eru sendar inn á Slamdance en myndin Milk and Blood var ein af þrjátíu í flokki svonefndra örsögumynda (e. narrative shorts) sem voru valdar. „Síðan þá hafa nokkrar aðrar hátíðir haft samband við okkur þannig að við vonum bara að myndinni gangi vel áfram. En auðvitað stefnum við líka á að koma myndinni í sýningu hér heima.“ Ugla hefur verið búsett í New York í níu ár og er draumur hennar að vinna bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. „Bæði lönd hafa margt spennandi en ólíkt upp á að bjóða,“ bætir hún við. Sem stendur er hún að vinna að tveimur handritum í fullri lengd sem hún vonast til að leikstýra á næstu árum. „Þangað til held ég áfram að skrifa og leikstýra stuttmyndum og reyna fyrir mér á kvikmyndahátíðum úti í heimi.“
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Sjá meira