Íslensk stuttmynd á virta bandaríska kvikmyndahátíð Gunnar Leó Pálsson skrifar 9. janúar 2014 08:00 Ugla Hauksdóttir. „Þetta kom virkilega á óvart, og að komast inn á svona stóra hátíð svona snemma hefur mikla merkingu fyrir okkur þar sem það gefur manni von um að maður sé á réttri braut,“ segir kvikmyndagerðarkonan Ugla Hauksdóttir. Stuttmynd hennar Milk and Blood komst fyrir skömmu inn á eina stærstu kvikmyndahátíð Bandaríkjanna, Slamdance. Markus Englmair leikstýrði myndinni og skrifuðu þau Ugla handritið saman. „Við Markus skrifuðum handritið saman en ég framleiddi líka og var tökumaður, en hann leikstýrði.“ Bæði eru þau á öðru ári í MFA-námi við Columbia University og læra þar leikstjórn og handritsskrif. Milk and Blood fjallar um tvo mjólkurbændur, föður og son, sem líkar ekki vel hvorum við annan. Þegar mjólkurframleiðslan fer einn daginn forgörðum fer allt í háaloft og víkingaeðli feðganna tekur völdin. Myndin er tekin upp á Íslandi. „Markus Englmair sem er frá Austurríki var virkilega spenntur að skjóta myndina á Íslandi jafnvel þótt hann tali ekki tungumálið. Hann sá bæði tækifæri í að nota íslenska náttúru og eins hefur hann áhuga á íslenskri menningu. Það kom honum á óvart hvað ungt kvikmyndagerðarfólk hér heima vinnur faglega. Hann vonast til að myndin hjálpi til við að sýna hæfileika íslenskra leikara en Hannes Óli Ágústsson, Guðmundur Ólafsson og Kjartan Bjargmundsson voru í aðalhlutverkum,“ útskýrir Ugla.Að komast á slíka hátíð hlýtur að hafa í för með sér aukin tækifæri? „Við vonumst til að kynnast fleira fólki í bransanum sem kannski hefur áhuga á samstarfi í framtíðinni. Við erum náttúrulega að vinna okkur upp í að gera kvikmyndir í fullri lengd og þetta er góð byrjun.“ Nokkur þúsund myndir eru sendar inn á Slamdance en myndin Milk and Blood var ein af þrjátíu í flokki svonefndra örsögumynda (e. narrative shorts) sem voru valdar. „Síðan þá hafa nokkrar aðrar hátíðir haft samband við okkur þannig að við vonum bara að myndinni gangi vel áfram. En auðvitað stefnum við líka á að koma myndinni í sýningu hér heima.“ Ugla hefur verið búsett í New York í níu ár og er draumur hennar að vinna bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. „Bæði lönd hafa margt spennandi en ólíkt upp á að bjóða,“ bætir hún við. Sem stendur er hún að vinna að tveimur handritum í fullri lengd sem hún vonast til að leikstýra á næstu árum. „Þangað til held ég áfram að skrifa og leikstýra stuttmyndum og reyna fyrir mér á kvikmyndahátíðum úti í heimi.“ Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira
„Þetta kom virkilega á óvart, og að komast inn á svona stóra hátíð svona snemma hefur mikla merkingu fyrir okkur þar sem það gefur manni von um að maður sé á réttri braut,“ segir kvikmyndagerðarkonan Ugla Hauksdóttir. Stuttmynd hennar Milk and Blood komst fyrir skömmu inn á eina stærstu kvikmyndahátíð Bandaríkjanna, Slamdance. Markus Englmair leikstýrði myndinni og skrifuðu þau Ugla handritið saman. „Við Markus skrifuðum handritið saman en ég framleiddi líka og var tökumaður, en hann leikstýrði.“ Bæði eru þau á öðru ári í MFA-námi við Columbia University og læra þar leikstjórn og handritsskrif. Milk and Blood fjallar um tvo mjólkurbændur, föður og son, sem líkar ekki vel hvorum við annan. Þegar mjólkurframleiðslan fer einn daginn forgörðum fer allt í háaloft og víkingaeðli feðganna tekur völdin. Myndin er tekin upp á Íslandi. „Markus Englmair sem er frá Austurríki var virkilega spenntur að skjóta myndina á Íslandi jafnvel þótt hann tali ekki tungumálið. Hann sá bæði tækifæri í að nota íslenska náttúru og eins hefur hann áhuga á íslenskri menningu. Það kom honum á óvart hvað ungt kvikmyndagerðarfólk hér heima vinnur faglega. Hann vonast til að myndin hjálpi til við að sýna hæfileika íslenskra leikara en Hannes Óli Ágústsson, Guðmundur Ólafsson og Kjartan Bjargmundsson voru í aðalhlutverkum,“ útskýrir Ugla.Að komast á slíka hátíð hlýtur að hafa í för með sér aukin tækifæri? „Við vonumst til að kynnast fleira fólki í bransanum sem kannski hefur áhuga á samstarfi í framtíðinni. Við erum náttúrulega að vinna okkur upp í að gera kvikmyndir í fullri lengd og þetta er góð byrjun.“ Nokkur þúsund myndir eru sendar inn á Slamdance en myndin Milk and Blood var ein af þrjátíu í flokki svonefndra örsögumynda (e. narrative shorts) sem voru valdar. „Síðan þá hafa nokkrar aðrar hátíðir haft samband við okkur þannig að við vonum bara að myndinni gangi vel áfram. En auðvitað stefnum við líka á að koma myndinni í sýningu hér heima.“ Ugla hefur verið búsett í New York í níu ár og er draumur hennar að vinna bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. „Bæði lönd hafa margt spennandi en ólíkt upp á að bjóða,“ bætir hún við. Sem stendur er hún að vinna að tveimur handritum í fullri lengd sem hún vonast til að leikstýra á næstu árum. „Þangað til held ég áfram að skrifa og leikstýra stuttmyndum og reyna fyrir mér á kvikmyndahátíðum úti í heimi.“
Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira