Skapar án leyfis Ugla Egilsdóttir skrifar 7. janúar 2014 12:00 Mynd Marteins Þórssonar fjallar um ástina og einmanaleikann. Fréttablaðið/Stefán Marteinn Þórsson kvikmyndaleikstjóri er við tökur á kvikmynd sem heitir Á morgun verðum við eitt. „Við höfum engan pening og ekkert handrit,“ segir Marteinn. „Myndin er tekin í frítíma mínum en ég vinn sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi hjá SÁÁ. Ætli það fari ekki eitt til þrjú ár í tökur. Það fóru fimm ár í tökur á myndinni Eraserhead eftir David Lynch svo þetta er ekkert nýtt eða óvenjulegt þannig séð. Fleiri myndir hafa verið handritslausar, til dæmis vinnur Béla Tarr mikið án handrits, sem og Terrence Malick, Wong Kar-Wai og sjálfur Lynch. Chris Marker var líka frægur fyrir þetta. Ég vil gera myndir án þess að þurfa að fá til þess eitthvert sérstakt leyfi frá pólitíkusum eða kvikmyndaráðgjöfum. Maður á að geta skapað án þess að fá eitthvert sérstakt leyfi til þess.“ Marteinn er með Facebook-síðu þar sem hann lætur fólk vita að hann vilji taka upp þennan og þennan dag, og þeir sem eru lausir skrá sig. „Annars vil ég taka það fram að auðvitað er þetta bara ein leið til að gera kvikmynd. Ég er með önnur verkefni sem kalla á aðra nálgun, með hefðbundnum handritum, hefðbundnu fjármögnunarferli, og svo framvegis. Við eigum að hafa augun opin fyrir þessari tegund kvikmyndagerðar. Mér finnst að Kvikmyndamiðstöð í samvinnu við Ríkisútvarpið eigi að búa til sérstakan flokk kvikmynda með kostnað upp á fjörutíu til sextíu milljónir, kannski þrjár til fjórar myndir á ári, sem kvikmyndaleikstjórar fá til að spreyta sig á nýjum hugmyndum. Það væri tiltölulega lítil fjárfesting sem myndi skapa mikla fjölbreytni.“ Tökulið myndarinnar samanstendur af einum manni. „Það er kannski svolítið óvenjulegt. Ég tek sjálfur hljóð og mynd og framleiði, klippi og bara allt annað nánast. Það koma samt líklega dagar þar sem ég fæ vini mína til aðstoðar.Bergsteinn Björgúlfsson ætlar að vera tökumaður einhverja daga þegar hann er laus. Einnig fæ ég aðstoð með hljóð, búninga og fleira ef fólk getur. Ég verð að fá aðstoð við lokahljóðvinnslu, það er á hreinu. Það er eiginlega það eina sem ég treysti mér ekki í. En þetta er erfiðast fyrir leikarana, því þeir eru mikið í lausu lofti til að byrja með og mér finnst þeir vera miklar hetjur að taka þátt í þessu launalaust. Fólk fær borgað ef við fáum eftirvinnslustyrk úr Kvikmyndasjóði, annars bara ef myndin selst eitthvað.“ Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Sjá meira
Marteinn Þórsson kvikmyndaleikstjóri er við tökur á kvikmynd sem heitir Á morgun verðum við eitt. „Við höfum engan pening og ekkert handrit,“ segir Marteinn. „Myndin er tekin í frítíma mínum en ég vinn sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi hjá SÁÁ. Ætli það fari ekki eitt til þrjú ár í tökur. Það fóru fimm ár í tökur á myndinni Eraserhead eftir David Lynch svo þetta er ekkert nýtt eða óvenjulegt þannig séð. Fleiri myndir hafa verið handritslausar, til dæmis vinnur Béla Tarr mikið án handrits, sem og Terrence Malick, Wong Kar-Wai og sjálfur Lynch. Chris Marker var líka frægur fyrir þetta. Ég vil gera myndir án þess að þurfa að fá til þess eitthvert sérstakt leyfi frá pólitíkusum eða kvikmyndaráðgjöfum. Maður á að geta skapað án þess að fá eitthvert sérstakt leyfi til þess.“ Marteinn er með Facebook-síðu þar sem hann lætur fólk vita að hann vilji taka upp þennan og þennan dag, og þeir sem eru lausir skrá sig. „Annars vil ég taka það fram að auðvitað er þetta bara ein leið til að gera kvikmynd. Ég er með önnur verkefni sem kalla á aðra nálgun, með hefðbundnum handritum, hefðbundnu fjármögnunarferli, og svo framvegis. Við eigum að hafa augun opin fyrir þessari tegund kvikmyndagerðar. Mér finnst að Kvikmyndamiðstöð í samvinnu við Ríkisútvarpið eigi að búa til sérstakan flokk kvikmynda með kostnað upp á fjörutíu til sextíu milljónir, kannski þrjár til fjórar myndir á ári, sem kvikmyndaleikstjórar fá til að spreyta sig á nýjum hugmyndum. Það væri tiltölulega lítil fjárfesting sem myndi skapa mikla fjölbreytni.“ Tökulið myndarinnar samanstendur af einum manni. „Það er kannski svolítið óvenjulegt. Ég tek sjálfur hljóð og mynd og framleiði, klippi og bara allt annað nánast. Það koma samt líklega dagar þar sem ég fæ vini mína til aðstoðar.Bergsteinn Björgúlfsson ætlar að vera tökumaður einhverja daga þegar hann er laus. Einnig fæ ég aðstoð með hljóð, búninga og fleira ef fólk getur. Ég verð að fá aðstoð við lokahljóðvinnslu, það er á hreinu. Það er eiginlega það eina sem ég treysti mér ekki í. En þetta er erfiðast fyrir leikarana, því þeir eru mikið í lausu lofti til að byrja með og mér finnst þeir vera miklar hetjur að taka þátt í þessu launalaust. Fólk fær borgað ef við fáum eftirvinnslustyrk úr Kvikmyndasjóði, annars bara ef myndin selst eitthvað.“
Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Sjá meira