Ólympíumeistari féll á lyfjaprófi en fékk óvenju stutt bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2014 18:00 Sun Yang með gullverðlaun á Asíuleikunum, Vísir/Getty Kínverski Ólympíumeistarinn Sun Yang féll á lyfjaprófi í maí en náði samt að keppa á Asíuleikunum í september og enginn vissi af ólöglegri lyfjanotkun hans fyrr en nýverið. Kínverska fréttastofan Xinhua sagði frá þessu í dag. Sun Yang, sem er 22 ára gamall, vann bæði gullverðlaun í 400 metra og 1500 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í London árið 2012 en hann hefur einnig unnið fimm gull á heimsmeistaramótum og er ein helsta sundhetja Kínverja. Sun Yang mældist með trimetazidine í líkamanum á kínverska meistaramótinu 17. maí og var dæmdur í þriggja mánaða bann í júlí. Trimetazidine hjálpar líkamanum við upptöku glúkósa. Trimetazidine kom fyrst á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins, World Anti-Doping Agency, í byrjun þessa árs. Sun Yang mætti fyrir kínversku lyfjanefndina og sagðist hafa tekið efnið vegna veikinda og að hann hafi ekki verið meðvitaður um að efnið væri á bannlista. Hann var greinilega tekinn trúanlegur því hann fékk óvenju stutt bann. Sun Yang náði því að keppa á Asíuleikunum í september þar sem hann vann gull í 400 og 1500 metra skriðsundi auk þess að hjálpa kínversku boðssundsveitinni að vinna 4 x 100 metra skriðsundið. Vandamálin hafa reyndar alltaf fylgt Sun Yang sem hefur setið inn í fangelsi og margoft verið dæmdur í æfinga- og keppnisbann vegna slæmrar hegðunar. Það vakti heldur ekki mikla lukku í Japan þegar hann sagði þjóðsöng Japana vera ljótan í viðtali á fyrrnefndum Asíuleikum í september en Sun Yang baðst seinna afsökunar á þeim ummælum sínum. Sund Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Sjá meira
Kínverski Ólympíumeistarinn Sun Yang féll á lyfjaprófi í maí en náði samt að keppa á Asíuleikunum í september og enginn vissi af ólöglegri lyfjanotkun hans fyrr en nýverið. Kínverska fréttastofan Xinhua sagði frá þessu í dag. Sun Yang, sem er 22 ára gamall, vann bæði gullverðlaun í 400 metra og 1500 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í London árið 2012 en hann hefur einnig unnið fimm gull á heimsmeistaramótum og er ein helsta sundhetja Kínverja. Sun Yang mældist með trimetazidine í líkamanum á kínverska meistaramótinu 17. maí og var dæmdur í þriggja mánaða bann í júlí. Trimetazidine hjálpar líkamanum við upptöku glúkósa. Trimetazidine kom fyrst á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins, World Anti-Doping Agency, í byrjun þessa árs. Sun Yang mætti fyrir kínversku lyfjanefndina og sagðist hafa tekið efnið vegna veikinda og að hann hafi ekki verið meðvitaður um að efnið væri á bannlista. Hann var greinilega tekinn trúanlegur því hann fékk óvenju stutt bann. Sun Yang náði því að keppa á Asíuleikunum í september þar sem hann vann gull í 400 og 1500 metra skriðsundi auk þess að hjálpa kínversku boðssundsveitinni að vinna 4 x 100 metra skriðsundið. Vandamálin hafa reyndar alltaf fylgt Sun Yang sem hefur setið inn í fangelsi og margoft verið dæmdur í æfinga- og keppnisbann vegna slæmrar hegðunar. Það vakti heldur ekki mikla lukku í Japan þegar hann sagði þjóðsöng Japana vera ljótan í viðtali á fyrrnefndum Asíuleikum í september en Sun Yang baðst seinna afsökunar á þeim ummælum sínum.
Sund Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Sjá meira