Halldór og Eiríkur taka þátt á AK Extreme

Þar á meðal eru þeir Halldór Helgason, Eiríkur Helgason, Guðlaugur Hólm Guðmundsson og Einar Stefánsson og frá Austurríki koma þeir David Pils og Max Glatzl.
Hátíðin er haldin Hlíðarfjalli og í miðbæ Akureyrar nánar tiltekið í göngugötunni, Gilinu og Sjallanum. Hápunktur AK Extreme verður Big Jump/Gámastökks keppni Eimskips í gilinu á laugardagskvöldinu klukkan 21.00 en þar koma saman 20 færustu snjóbrettamenn Íslands og keppa um AK Extreme titilinn og hringinn.
Einnig verður boðið uppá tónleikadagskrá í Sjallanum fimmtudag, föstudag og laugardag en þar koma fram:
Brain Police, Sólstafir, Highlands,Vök, Úlfur Úlfur, Gísli Pálmi, Kött Grá Pje, Emmsjé Gauti ,Últra Mega Techno Bandið Stefán, Endless Dark, Logi Pedro, DJ Thor, Larry Brd, Mafama,
Miðasala á tónlistarviðburði AK Extreme fer fram á midi.is, Brim Laugavegi og Kringlunni og í Eymundsson Akureyri.
Tengdar fréttir

Halldór fljótur að jafna sig
Halldór Helgason birti í gær nýtt myndband á síðu sinni þar sem hann bregður á leik í brekkunni í Stoneham í Kanada.

Ólympíudraumurinn dáinn - Halldór Helga situr eftir
Halldór Helgason verður ekki meðal keppenda á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi en það var ljóst í kvöld þegar snjóbrettamaðurinn vinsæli komst ekki upp úr sínum riðli á móti í Stoneham í Kanada.

Snjóbretta- og tónlistarhátíð á Akureyri
Hátíðin AK Extreme verður haldin um næstkomandi helgi. Sýnt verður frá keppninni beint á Vísi.

Síðasta tækifæri Halldórs til að komast á ólympíuleikana
Halldór Helgason hefur tækifæri á að tryggja sér þátttöku á ólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi á Snowboard Jamoree í Kanada á morgun.

Traktor notaður til að undirbúa sílóstökkið | Myndband
Snjóbrettakappinn Eiríkur Helgason er kominn í úrslit með myndband sitt á X-Games leikunum í Aspen í Bandaríkjunum sem fram fara um helgina.

Halldór úr leik í Slopestyle en keppir í Big Air í kvöld | Myndband
Snjóbrettakappinn Halldór Helgason hafnaði í 14. sæti í undankeppni slopestyle-keppninnar á X-games í Aspen í gær og er úr leik.