Sport

Síðasta tækifæri Halldórs til að komast á ólympíuleikana

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Einar Már Einarsson
Halldór Helgason hefur tækifæri á að tryggja sér þátttöku á ólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi á Snowboard Jamboree í Kanada á morgun. Hann mun etja kappi við aðra sjóbrettakappa víðsvegar að úr heiminum í greininni Slopestyle og er þetta síðasta tækifæri Halldórs til að komast á vetrarólympíuleikanna í Sochi í Rússlandi sem byrja 6. febrúar.

Slopestyle gengur út að renna niður brekku þar sem búið er að setja stökkpalla, handrið og fleira og framkvæma sem flottastar brellur á leiðinni niður. Dómarar gefa keppendum svo stig eftir ferðirnar niður. „Það verður spennandi að sjá, en ég vona að hann nái þessu. Það verður þó ekki auðvelt,“ segir Eiríkur Helgason, bróðir Halldórs.

Halldór mun einnig keppa á X-Games seinna í mánuðinum og þá í Slopestyle og Big Air, en hann vann Big Air keppnina árið 2010, eins og hægt er að sjá á myndbandinu hér að neðan. Stökk Halldórs eru undir lok myndbandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×