Sport

Traktor notaður til að undirbúa sílóstökkið | Myndband

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eiríkur Helgason hress og í bakgrunni má sjá stökkið glæsilega norðan heiða.
Eiríkur Helgason hress og í bakgrunni má sjá stökkið glæsilega norðan heiða. Mynd/Skjáskot/Daníel Magnússon
Snjóbrettakappinn Eiríkur Helgason er kominn í úrslit með myndband sitt á X-Games leikunum í Aspen í Bandaríkjunum sem fram fara um helgina.

Eiríkur og Norðmaðurinn Petter Foshaug unnu að gerð myndbandsins hér á Íslandi en lokastökkið í myndbandinu hefur vakið verðskuldaða athygli. Það er tekið á bóndabæ foreldra bræðranna Eiríks og Halldórs Helgasona á Sílastöðum við Akureyri.

„Aðdragandinn var frekar stuttur. Við skutumst til Ísland í þeirri von að finna smá snjó,“ segir Foshaug í viðtali á NRK.

„Síðasta stökkið í myndbandinu, þar sem Eiríkur stekkur á sílói, er tekið heima í garðinum hjá fjölskyldu hans. Það tók nokkra daga á traktor að búa til stökkpallinn.“

Átta myndbönd komust í úrslitakeppnina og voru sjö þeirra úr smiðju Bandaríkjamanna. Myndband Eiríks er nú komið í úrslitin og er mótherjinn Frank April.

Netkosning ræður því hvor þeirra verður kjörinn uppáhald fólksins en dómnefnd mun svo skera úr um hvort myndbandið er betra.

Hér má sjá myndböndin tvö og greiða Eiríki atkvæði sitt. Sem stendur leiðir April í atkvæðagreiðslunni með 70 prósent atkvæða. Hægt er að kjósa á hverjum degi þar til kosningunni lýkur þann 26. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×