„Mikil mildi að ekki fór verr“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. nóvember 2014 18:08 Þrír bílar eru ójónaðir eftir að trukkurinn rann á þá. Vísir Mikil mildi þykir að enginn slasaðist þegar að trukkur með veghefil aftan í vagni rann stjórnlaust frá Holtagörðum og að verkstæði Bernhards Vatnagörðum síðdegis í dag. „Mér skilst að ökumaðurinn hafi stoppað trukkinn fyrir utan Holtagarða. Hann yfirgefur svo bílinn og þá rennur bíllinn af stað,“ segir Karl Arthursson á skrifstofu Bernhard í samtali við Vísi, en mbl.is greindi fyrst frá málinu fyrr í dag. Talið er að ökumaður bílsins hafi gleymt að setja trukkinn í handbremsu. „Bíllinn rennur sem sagt frá Holtagörðum, brýtur niður brunahana og fer yfir gatnamót hérna. Þar er bíll stopp á stöðvunarskyldu, trukkurinn fer aftan á hann og ýtir honum talsvert langt. Síðan sveigir trukkurinn hér inn á bílastæðið hjá okkur,“ segir Karl. Dyrnar á verkstæði Bernhards voru opnar. Trukkurinn ýtti bíl sem var kyrrstæður á bílastæðinu þversum í dyrnar á verkstæðinu. „Síðan rennur hann áfram, fer hér utan í splunkunýja Hondu Civic sem átti að afhenda í dag og endar svo á að keyra utan í húsið þar sem verkstæðið er. Hann skemmir klæðninguna hérna á húsinu,“ segir Karl. Óljóst er hversu mikið tjónið er en trukkurinn tjónaði tvo af bílum Bernhards, auk bílsins sem var stopp á stöðvunarskyldu á gatnamótunum. Karl segir mestu mildi að ekki fór verr: „Það er náttúrulega mikill skriðþungi á þessu; stór trukkur með veghefil aftan í. Hann hefur líka runnið geysilega vegalengd, hann byrjar þarna fyrir utan Holtagarða og endar hér hjá okkur við Vatnagarð 24-26.“Hér sést hvernig trukkurinn klessti á verkstæði Bernhards.Bíllinn sem stopp var á gatnamótum og trukkurinn fór aftan á og ýtti talsverða vegalengd.Bíllinn sem trukkurinn ýtti þversum í dyr verkstæðisins. Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Mikil mildi þykir að enginn slasaðist þegar að trukkur með veghefil aftan í vagni rann stjórnlaust frá Holtagörðum og að verkstæði Bernhards Vatnagörðum síðdegis í dag. „Mér skilst að ökumaðurinn hafi stoppað trukkinn fyrir utan Holtagarða. Hann yfirgefur svo bílinn og þá rennur bíllinn af stað,“ segir Karl Arthursson á skrifstofu Bernhard í samtali við Vísi, en mbl.is greindi fyrst frá málinu fyrr í dag. Talið er að ökumaður bílsins hafi gleymt að setja trukkinn í handbremsu. „Bíllinn rennur sem sagt frá Holtagörðum, brýtur niður brunahana og fer yfir gatnamót hérna. Þar er bíll stopp á stöðvunarskyldu, trukkurinn fer aftan á hann og ýtir honum talsvert langt. Síðan sveigir trukkurinn hér inn á bílastæðið hjá okkur,“ segir Karl. Dyrnar á verkstæði Bernhards voru opnar. Trukkurinn ýtti bíl sem var kyrrstæður á bílastæðinu þversum í dyrnar á verkstæðinu. „Síðan rennur hann áfram, fer hér utan í splunkunýja Hondu Civic sem átti að afhenda í dag og endar svo á að keyra utan í húsið þar sem verkstæðið er. Hann skemmir klæðninguna hérna á húsinu,“ segir Karl. Óljóst er hversu mikið tjónið er en trukkurinn tjónaði tvo af bílum Bernhards, auk bílsins sem var stopp á stöðvunarskyldu á gatnamótunum. Karl segir mestu mildi að ekki fór verr: „Það er náttúrulega mikill skriðþungi á þessu; stór trukkur með veghefil aftan í. Hann hefur líka runnið geysilega vegalengd, hann byrjar þarna fyrir utan Holtagarða og endar hér hjá okkur við Vatnagarð 24-26.“Hér sést hvernig trukkurinn klessti á verkstæði Bernhards.Bíllinn sem stopp var á gatnamótum og trukkurinn fór aftan á og ýtti talsverða vegalengd.Bíllinn sem trukkurinn ýtti þversum í dyr verkstæðisins.
Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira