Hlutu Hagnýtingarverðlaun HÍ fyrir upplýsingakerfi fyrir sæfarendur Atli Ísleifsson skrifar 20. nóvember 2014 18:48 Frá afhendingunni fyrr í dag. Mynd/Háskóli Íslands Upplýsingakerfi sem auðvelda á siglingar og fiskveiðar við Íslandsstrendur bar sigur úr býtum í samkeppni um Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands árið 2014. Verðlaunin voru afhent í Hátíðasal skólans fyrr í dag sen þetta var í sextánda sinn sem verðlaunin voru afhent. Tvö önnur verkefni, sem snúa að táknmálskennslu á vefnum annars vegar og notkun á útrunnum blóðflögum til stofnfrumuræktunar hins vegar, fengu einnig verðlaun. Markmiðið með veitingu Hagnýtingarverðlaunanna er að laða fram hagnýt verkefni sem starfsmenn og nemendur vinna að og stuðla að nýsköpun innan skólans. Þrettán tillögur bárust í keppnina og voru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Val á verðlaunaverkefnum var í höndum sérstakrar dómnefndar en hún horfði m.a. til þess hversu fljótt væri hægt að hagnýta tillöguna, hvort hún styddi við stefnu og starfsemi háskólans, hversu frumleg hún væri og hvaða ávinning hún hefði fyrir samfélagið. „Verkefnið „Marsýn – SeaState upplýsingakerfi fyrir sæfarendur“ hlaut fyrstu verðlaun sem nema einni milljón króna. Að verkefninu standa Guðrún Marteinsdóttir, prófessor í fiskifræði og fiskavistfræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, og Kai Logemann, sérfræðingur við Líf- og umhverfisvísindastofnun skólans. Verkefnið byggist á tæplega tíu ára vinnu þeirra og felst í hönnun þrívíddarstraumalíkans sem lýsir hafinu í kringum Ísland í hárri upplausn. Um er að ræða fullmótað upplýsingakerfi fyrir sæfarendur sem spáir fyrir um ástand sjávar, svo sem ölduhæð, hitastig, seltu og strauma. Þetta er fyrsta upplýsingakerfi sinnar tegundar og með því geta sæfarendur skipulagt siglingar, og mögulega fiskveiðar í framtíðinni, með mun öruggari hætti en hingað til hefur verið hægt. Ekki er síður mikilvægt að nota má upplýsingakerfið til að spá fyrir um útbreiðslu spilliefna í hafinu. Þegar hefur verið stofnað sprotafyrirtæki sem byggist á verkefninu og er þróun upplýsingakerfisins langt á veg komin.„Táknmálskennsla á vefnum“ Önnur verðlaun, sem nema 500 þúsund krónum, komu í hlut verkefnisins „Táknmálskennsla á vefnum“. Að baki verkefninu standa þau Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræðum, Jóhannes Gísli Jónsson, lektor í málfræði, bæði við Íslensku- og menningardeild, Elísa G. Brynjólfsdóttir málfræðingur, Árný Guðmundsdóttir, táknmálstúlkur og ritstjóri vefsins SignWiki, Davíð Bjarnason, doktor í mannfræði og verkefnisstjóri hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands, Elsa G. Björnsdóttir þýðandi, Kristín Lena Þorvaldsdóttir málfræðingur, Tómas Ásgeir Evertsson tæknimaður og Valgerður Stefánsdóttir, forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra. Verkefnið felst í því að skrifa fræðilegar greinar um málfræði íslenska táknmálsins og tengja þær SignWiki sem er þekkingarbrunnur um táknmál og rafræn táknmálsorðabók. Myndbandsdæmi, sem var þegar að finna á SignWiki, eru notuð til skýringar en að auki er bætt við eftir þörfum. Lesandi fræðigreinanna getur því séð upptökur með öllum dæmum sem vísað er í og þannig séð hvernig tákn eða setningar eru myndaðar í íslensku táknmáli á mun skýrari hátt en hægt væri að koma á framfæri með ritmáli eða myndum. Verkefnið gerir fræðigreinar um íslenskt táknmál aðgengilegri öllum þeim sem þurfa eða vilja fræðast um táknmál. Greinarnar eru að auki þýddar á íslenskt táknmál, sem veitir málnotendunum sjálfum í fyrsta sinn aðgang að fræðilegri umfjöllun um sitt eigið móðurmál á móðurmáli sínu, táknmálinu sjálfu. Slíkt er fátítt í heiminum því oftast er umfjöllun um táknmál á ritmáli.Þróun og notkun á blóðflögulýsötum og frostþurrkuðum blóðflögulýsötum Þriðju verðlaun, sem nema 250 þúsund krónum, hlaut verkefnið „Þróun og notkun á blóðflögulýsötum og frostþurrkuðum blóðflögulýsötum úr útrunnum örveruóvirkjuðum blóðflögum til ræktunar á miðlagsstofnfrumum“. Að verkefninu standa Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch, aðjunkt við Læknadeild Háskóla Íslands og doktorsnemi í líf- og læknavísindum, Ólafur Eysteinn Sigurjónsson, klínískur lektor við Læknadeild Háskóla Íslands og dósent við Háskólann í Reykjavík, Ramona Lieder nýdoktor, Hildur Sigurgrímsdóttir, lífeindafræðingur og doktorsnemi í líf- og læknavísindum, Kristbjörg Gunnarsdóttir lífeindafræðingur og Kristján Torfi Örnólfsson læknanemi. Verkefnið snýst um að bæta þær aðferðir sem notaðar eru til að rækta beinmyndandi stofnfrumur á rannsóknastofum í dag. Hingað til hefur gengið illa að leysa af hólmi dýraafurðir við stofnfrumuræktun en rannsóknarhópurinn hefur nú fundið leið til að nýta útrunnar blóðflögur, sem annars væri fargað, til að framleiða bætiefni fyrir frumurnar. Verkefnið er langt á veg komið og nú þegar er unnt að nýta afurðir þess við ræktun stofnfrumna. Þá er hafinn undirbúningur að stofnun sprotafyrirtækis. Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands eru samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Tæknigarðs, Árnason|Faktor og Einkaleyfastofunnar sem leggja til verðlaunafé auk þátttöku í dómnefnd,“ segir í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira
Upplýsingakerfi sem auðvelda á siglingar og fiskveiðar við Íslandsstrendur bar sigur úr býtum í samkeppni um Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands árið 2014. Verðlaunin voru afhent í Hátíðasal skólans fyrr í dag sen þetta var í sextánda sinn sem verðlaunin voru afhent. Tvö önnur verkefni, sem snúa að táknmálskennslu á vefnum annars vegar og notkun á útrunnum blóðflögum til stofnfrumuræktunar hins vegar, fengu einnig verðlaun. Markmiðið með veitingu Hagnýtingarverðlaunanna er að laða fram hagnýt verkefni sem starfsmenn og nemendur vinna að og stuðla að nýsköpun innan skólans. Þrettán tillögur bárust í keppnina og voru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Val á verðlaunaverkefnum var í höndum sérstakrar dómnefndar en hún horfði m.a. til þess hversu fljótt væri hægt að hagnýta tillöguna, hvort hún styddi við stefnu og starfsemi háskólans, hversu frumleg hún væri og hvaða ávinning hún hefði fyrir samfélagið. „Verkefnið „Marsýn – SeaState upplýsingakerfi fyrir sæfarendur“ hlaut fyrstu verðlaun sem nema einni milljón króna. Að verkefninu standa Guðrún Marteinsdóttir, prófessor í fiskifræði og fiskavistfræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, og Kai Logemann, sérfræðingur við Líf- og umhverfisvísindastofnun skólans. Verkefnið byggist á tæplega tíu ára vinnu þeirra og felst í hönnun þrívíddarstraumalíkans sem lýsir hafinu í kringum Ísland í hárri upplausn. Um er að ræða fullmótað upplýsingakerfi fyrir sæfarendur sem spáir fyrir um ástand sjávar, svo sem ölduhæð, hitastig, seltu og strauma. Þetta er fyrsta upplýsingakerfi sinnar tegundar og með því geta sæfarendur skipulagt siglingar, og mögulega fiskveiðar í framtíðinni, með mun öruggari hætti en hingað til hefur verið hægt. Ekki er síður mikilvægt að nota má upplýsingakerfið til að spá fyrir um útbreiðslu spilliefna í hafinu. Þegar hefur verið stofnað sprotafyrirtæki sem byggist á verkefninu og er þróun upplýsingakerfisins langt á veg komin.„Táknmálskennsla á vefnum“ Önnur verðlaun, sem nema 500 þúsund krónum, komu í hlut verkefnisins „Táknmálskennsla á vefnum“. Að baki verkefninu standa þau Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræðum, Jóhannes Gísli Jónsson, lektor í málfræði, bæði við Íslensku- og menningardeild, Elísa G. Brynjólfsdóttir málfræðingur, Árný Guðmundsdóttir, táknmálstúlkur og ritstjóri vefsins SignWiki, Davíð Bjarnason, doktor í mannfræði og verkefnisstjóri hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands, Elsa G. Björnsdóttir þýðandi, Kristín Lena Þorvaldsdóttir málfræðingur, Tómas Ásgeir Evertsson tæknimaður og Valgerður Stefánsdóttir, forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra. Verkefnið felst í því að skrifa fræðilegar greinar um málfræði íslenska táknmálsins og tengja þær SignWiki sem er þekkingarbrunnur um táknmál og rafræn táknmálsorðabók. Myndbandsdæmi, sem var þegar að finna á SignWiki, eru notuð til skýringar en að auki er bætt við eftir þörfum. Lesandi fræðigreinanna getur því séð upptökur með öllum dæmum sem vísað er í og þannig séð hvernig tákn eða setningar eru myndaðar í íslensku táknmáli á mun skýrari hátt en hægt væri að koma á framfæri með ritmáli eða myndum. Verkefnið gerir fræðigreinar um íslenskt táknmál aðgengilegri öllum þeim sem þurfa eða vilja fræðast um táknmál. Greinarnar eru að auki þýddar á íslenskt táknmál, sem veitir málnotendunum sjálfum í fyrsta sinn aðgang að fræðilegri umfjöllun um sitt eigið móðurmál á móðurmáli sínu, táknmálinu sjálfu. Slíkt er fátítt í heiminum því oftast er umfjöllun um táknmál á ritmáli.Þróun og notkun á blóðflögulýsötum og frostþurrkuðum blóðflögulýsötum Þriðju verðlaun, sem nema 250 þúsund krónum, hlaut verkefnið „Þróun og notkun á blóðflögulýsötum og frostþurrkuðum blóðflögulýsötum úr útrunnum örveruóvirkjuðum blóðflögum til ræktunar á miðlagsstofnfrumum“. Að verkefninu standa Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch, aðjunkt við Læknadeild Háskóla Íslands og doktorsnemi í líf- og læknavísindum, Ólafur Eysteinn Sigurjónsson, klínískur lektor við Læknadeild Háskóla Íslands og dósent við Háskólann í Reykjavík, Ramona Lieder nýdoktor, Hildur Sigurgrímsdóttir, lífeindafræðingur og doktorsnemi í líf- og læknavísindum, Kristbjörg Gunnarsdóttir lífeindafræðingur og Kristján Torfi Örnólfsson læknanemi. Verkefnið snýst um að bæta þær aðferðir sem notaðar eru til að rækta beinmyndandi stofnfrumur á rannsóknastofum í dag. Hingað til hefur gengið illa að leysa af hólmi dýraafurðir við stofnfrumuræktun en rannsóknarhópurinn hefur nú fundið leið til að nýta útrunnar blóðflögur, sem annars væri fargað, til að framleiða bætiefni fyrir frumurnar. Verkefnið er langt á veg komið og nú þegar er unnt að nýta afurðir þess við ræktun stofnfrumna. Þá er hafinn undirbúningur að stofnun sprotafyrirtækis. Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands eru samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Tæknigarðs, Árnason|Faktor og Einkaleyfastofunnar sem leggja til verðlaunafé auk þátttöku í dómnefnd,“ segir í tilkynningu frá Háskóla Íslands.
Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira