Verða af fimmtán milljónum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. september 2014 06:00 Þórsarar hafa fengið flottan stuðning úr stúkunni en það skilar sér ekki á vellinum. vísir/daníel „Þetta eru mikil vonbrigði enda ekki það sem stefnt var að,“ segir Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, en Þórsarar eru fallnir úr efstu deild þó svo enn séu þrjár umferðir eftir af Íslandsmótinu. Margir spáðu Þór góðu gengi fyrir mótið en liðið stóð aldrei undir þeim væntingum. Þór varð í áttunda sæti á síðasta ári og stefnan var tekin enn hærra í ár. Viðdvölin í efstu deild var því ekki nema tvö ár hjá Þór að þessu sinni. „Við vorum kannski með ódýrasta liðið í deildinni en erum með fullt af flottum einstaklingum sem lofuðu góðu fyrir mót. Ótrúlega mörg af þessum fáu stigum okkar í sumar hafa komið gegn KR og FH. Ég held því að þetta lið geti gert ýmislegt þegar allt gengur upp en það getur líka greinilega tapað fyrir hvaða liði sem er,“ segir formaðurinn, en fjögur af níu stigum Þórs komu gegn FH og KR. Sigurleikurinn var gegn KR.Kallar á naflaskoðun Að falla niður um deild kallar á endurskoðun á rekstri félagsins sem og naflaskoðun. „Þetta kallar á fjárhagslega endurskoðun sem og á öllum hópnum. Þjálfurum og öðru slíku. Við þurfum að fara í naflaskoðun og líta í eigin barm og sjá hvað við eigum að gera í stöðunni enda er þetta ekki sú staða sem félagið ætlaði sér að vera í. Stefnan var að festa félagið í sessi í efstu deild. Við höfum verið í Pepsi í þrjú af síðustu fimm árum,“ segir hann. „Hin árin tvö unnum við 1. deildina. Árangurinn miðað við fjármagn og aðstæður er kannski alveg viðunandi þó svo maður hefði viljað festa eitt lið af landsbyggðinni uppi í efstu deild. Það er að sýna sig enn og aftur að það er erfitt og þá sérstaklega fjárhagslega.“Fjölnir - Þór. Pepsi-deild karla. Fótbolti, knattspyrna, sumar 2014.Aðalsteinn telur að lið Þórs sé líklega ódýrasta lið Pepsi-deildarinnar og segir að það sé erfiðara fyrir Þór en mörg önnur félög að ná í fjármagn. „Við stöndum verr að því leyti að öll stórfyrirtæki og fjársterkir aðilar eru á suðvesturhorninu. Auðvitað eru samt góðir aðilar hér sem standa vel við bakið á okkur og fyrir það ber að þakka.“ Það hefur mikil áhrif á reksturinn að falla niður um deild og því þarf að stokka spilin upp á nýtt. „Þetta er klárt tekjutap upp á að minnsta kosti 15 milljónir. Það er örugglega varlega áætlað en maður veit aldrei hver snjóboltaáhrifin verða. Fyrir lítinn klúbb með lítinn fjárhag þá munar gríðarlega um þessar tekjur.“ Það má nú ekki búast við því að framherjinn Chukwudi Chijindu verði áfram hjá Þór en samningur hans er að renna út. Hann hefur ekki skorað mark í átta leikjum með liðinu í sumar. „Öll leikmannamál verða skoðuð og þar með hans mál. Það eru gríðarleg vonbrigði að hann er meiddur hálft tímabilið. Hann átti að vera maðurinn sem skoraði mörkin fyrir okkur. Hann skilaði því síðustu ár en ekki núna, því miður,“ segir Aðalsteinn og hann segir ekkert vera ákveðið hvort Páll Viðar Gíslason verði áfram þjálfari liðsins. Það séu skiptar skoðanir á því innan stjórnarinnar.Breiðablik - Þór. Borgunarbikarkeppni karla, fótbolti, knattspyrna, 16-liða úrslit, sumar 2014.Útilokar ekki sameiningu Næsta sumar verða bæði Akureyrarliðin í 1. deild og sú umræða að best sé að sameina félögin er komin upp enn og aftur. „Ég er einn af þeim sem láta tilfinningarnar ráða för í þessum málum og kannski er skynsemin ekki alltaf efst á blaði. Ég er Þórsari og verð það alla tíð. Ég er samt að reka lið, ásamt öðrum, sem heitir Þór/KA í kvennaboltanum og það er að fullu rekið af Þór.“ „Það er mjög góð reynsla af því og auðvitað ættu menn að skoða alla hluti af skynsemi. Ég útiloka ekkert í þessum efnum en það er mín skoðun að það eigi að vera hægt að halda úti tveimur liðum hérna. Það er kannski ekki hægt að halda úti tveimur úrvalsdeildarfélögum og kannski ekki einu sem er stöðugt lið í efstu deild,“ segir Aðalsteinn Ingi og bætir við það sé ekkert búið að ræða þessi mál og enginn hafi hafið máls á því að funda um sameiningu meistaraflokka Þórs og KA. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sjá meira
„Þetta eru mikil vonbrigði enda ekki það sem stefnt var að,“ segir Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, en Þórsarar eru fallnir úr efstu deild þó svo enn séu þrjár umferðir eftir af Íslandsmótinu. Margir spáðu Þór góðu gengi fyrir mótið en liðið stóð aldrei undir þeim væntingum. Þór varð í áttunda sæti á síðasta ári og stefnan var tekin enn hærra í ár. Viðdvölin í efstu deild var því ekki nema tvö ár hjá Þór að þessu sinni. „Við vorum kannski með ódýrasta liðið í deildinni en erum með fullt af flottum einstaklingum sem lofuðu góðu fyrir mót. Ótrúlega mörg af þessum fáu stigum okkar í sumar hafa komið gegn KR og FH. Ég held því að þetta lið geti gert ýmislegt þegar allt gengur upp en það getur líka greinilega tapað fyrir hvaða liði sem er,“ segir formaðurinn, en fjögur af níu stigum Þórs komu gegn FH og KR. Sigurleikurinn var gegn KR.Kallar á naflaskoðun Að falla niður um deild kallar á endurskoðun á rekstri félagsins sem og naflaskoðun. „Þetta kallar á fjárhagslega endurskoðun sem og á öllum hópnum. Þjálfurum og öðru slíku. Við þurfum að fara í naflaskoðun og líta í eigin barm og sjá hvað við eigum að gera í stöðunni enda er þetta ekki sú staða sem félagið ætlaði sér að vera í. Stefnan var að festa félagið í sessi í efstu deild. Við höfum verið í Pepsi í þrjú af síðustu fimm árum,“ segir hann. „Hin árin tvö unnum við 1. deildina. Árangurinn miðað við fjármagn og aðstæður er kannski alveg viðunandi þó svo maður hefði viljað festa eitt lið af landsbyggðinni uppi í efstu deild. Það er að sýna sig enn og aftur að það er erfitt og þá sérstaklega fjárhagslega.“Fjölnir - Þór. Pepsi-deild karla. Fótbolti, knattspyrna, sumar 2014.Aðalsteinn telur að lið Þórs sé líklega ódýrasta lið Pepsi-deildarinnar og segir að það sé erfiðara fyrir Þór en mörg önnur félög að ná í fjármagn. „Við stöndum verr að því leyti að öll stórfyrirtæki og fjársterkir aðilar eru á suðvesturhorninu. Auðvitað eru samt góðir aðilar hér sem standa vel við bakið á okkur og fyrir það ber að þakka.“ Það hefur mikil áhrif á reksturinn að falla niður um deild og því þarf að stokka spilin upp á nýtt. „Þetta er klárt tekjutap upp á að minnsta kosti 15 milljónir. Það er örugglega varlega áætlað en maður veit aldrei hver snjóboltaáhrifin verða. Fyrir lítinn klúbb með lítinn fjárhag þá munar gríðarlega um þessar tekjur.“ Það má nú ekki búast við því að framherjinn Chukwudi Chijindu verði áfram hjá Þór en samningur hans er að renna út. Hann hefur ekki skorað mark í átta leikjum með liðinu í sumar. „Öll leikmannamál verða skoðuð og þar með hans mál. Það eru gríðarleg vonbrigði að hann er meiddur hálft tímabilið. Hann átti að vera maðurinn sem skoraði mörkin fyrir okkur. Hann skilaði því síðustu ár en ekki núna, því miður,“ segir Aðalsteinn og hann segir ekkert vera ákveðið hvort Páll Viðar Gíslason verði áfram þjálfari liðsins. Það séu skiptar skoðanir á því innan stjórnarinnar.Breiðablik - Þór. Borgunarbikarkeppni karla, fótbolti, knattspyrna, 16-liða úrslit, sumar 2014.Útilokar ekki sameiningu Næsta sumar verða bæði Akureyrarliðin í 1. deild og sú umræða að best sé að sameina félögin er komin upp enn og aftur. „Ég er einn af þeim sem láta tilfinningarnar ráða för í þessum málum og kannski er skynsemin ekki alltaf efst á blaði. Ég er Þórsari og verð það alla tíð. Ég er samt að reka lið, ásamt öðrum, sem heitir Þór/KA í kvennaboltanum og það er að fullu rekið af Þór.“ „Það er mjög góð reynsla af því og auðvitað ættu menn að skoða alla hluti af skynsemi. Ég útiloka ekkert í þessum efnum en það er mín skoðun að það eigi að vera hægt að halda úti tveimur liðum hérna. Það er kannski ekki hægt að halda úti tveimur úrvalsdeildarfélögum og kannski ekki einu sem er stöðugt lið í efstu deild,“ segir Aðalsteinn Ingi og bætir við það sé ekkert búið að ræða þessi mál og enginn hafi hafið máls á því að funda um sameiningu meistaraflokka Þórs og KA.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sjá meira