Pepsi-mörkin verða á dagskrá á Stöð 2 Sport í kvöld í beinu framhaldi af beinni útsendingu frá leik Fram og FH á Laugardalsvellinum en með honum lýkur níundu umferð deildarinnar.
Leikurinn sjálfur er á dagskrá klukkustund fyrr en sjónvarpsleikir eru vanalega eða klukkan 19.00. Pepsi-mörkin hefjast að sama skapi klukkustund fyrr, en þau eru á dagskrá klukkan 21.00.
Þar fer HörðurMagnússon ásamt sérfræðingum kvöldsins, Tómasi Inga Tómassyni og ReyniLeóssyni, yfir allt sem gerðist í níundu umferð Pepsi-deildarinnar.
Nóg verður að skoða en mikið var um umdeild atriði í Vestmannaeyjum og þá var mikið fjör í Víkinni þar sem tveir Víkingar fengu rautt í baráttusigri á Breiðabliki.
Pepsi-deildin í kvöld á Stöð 2 Sport:
19.00 Fram - FH
21.00 Pepsi-mörkin
