Líkur á að sumarís norðurskautsins hverfi á næstu áratugum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 27. desember 2014 19:36 Áhrif bráðnunar hafíss á Norðurslóðum á loftslags jarðar er enn hulin ráðgáta. Bráðnun þetta árið er í takt við fyrri mælingar samkvæmt nýrri skýrslu. Líkur er á að sumarís á norðurskautinu hverfi að mestu fyrir fullt og allt á næstu árum segir loftslagsvísindamaður. Í þrjátíu og fimm ár hafa gervitungl fylgst með ísþekju norðurskautsins. Þessi gögn hafa svipt hulunni af mikilli og oft gífurlegri bráðnun hafíss á norðurslóðum. Tveir mánuðir gefa góða vísbendingu um þróun mála. Í september þegar sumarið tekur enda nær umfang hafíss lágmarki og síðan öfugt í Mars, þegar vetrarkonungur kveður, og umfang hafíss nær hámarki. Bandaríska haf- og loftslagsstofnun hefur síðustu ár gefið út skýrslu um stöðu norðurskautsins, sú nýjasta var birt fyrr í þessum mánuði. Sem fyrr eru niðurstöðurnar sláandi. Ísþekja eftir sumarið er að minnka. Þetta hefur margskonar áhrif. Norðurskautið opnast nú að sumarlagi og í kjölfarið myndast möguleiki á skipaflutningum og olíuleit. Í september á þessu ári mældist hafíss rúmlega fimm milljón ferkílómetrar sem er nokkuð minna á síðast ári en þó meira en árið tvö þúsund og tólf. Árið sem er að líða var sjötta versta ár frá upphafi mælinga. Í mars, þegar hafís náði hámarki, mældist hann rúmlega fjórtán milljón ferkílómetrar sem er vel undir meðaltali síðustu áratuga. Þannig er tvennt sem vekur sérstaka athygli í einkunnabók Norðurskautsins þetta árið. Í fyrsta varpar hún ljósi á áframhaldandi bráðnun en um leið er tölurnar betri en menn áttu von á. „Vegna þess að ísinn hefur þykknað þá er vel mögulegt að á næstu árum þá muni hann ekki dragast jafnt hratt saman,“ segir Halldór Björnsson, fagstjóri loftlagsrannsókna á Veðurstofunni. „Að lokum, um miðja öldina, mun hann fara niður í milljón ferkílómetra, flestir gera ráð fyrir því og þá verður hægt að sigla þarna um að sumarlagi án mikilla vandræða.“ Halldór bendir á að það muni alltaf verða hafíss á svæðinu að vetrarlagi. En þegar sumarísinn hverfur drekkur dökkt hafið í sig geisla sólarinnar sem annars hefðu kastast út í geiminn af hvítum hafísnum. Vísindamenn reyna nú að varpa ljósi á hvað breytingar á hitastigi á norðurslóðum – sem þegar hefur hækkað tvöfalt meira en annars staðar – þýðir fyrir loftslags jarðarinnar. „Stóru áhrifin verða þar, þetta hefur áhrif á lífríkið á þessu svæði og vistkerfin öll. Síðan er hinsvegar óleyst gáta hvort að þetta hafi síðan áhrif á veður út fyrir þetta svæði,“ segir Halldór. Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Áhrif bráðnunar hafíss á Norðurslóðum á loftslags jarðar er enn hulin ráðgáta. Bráðnun þetta árið er í takt við fyrri mælingar samkvæmt nýrri skýrslu. Líkur er á að sumarís á norðurskautinu hverfi að mestu fyrir fullt og allt á næstu árum segir loftslagsvísindamaður. Í þrjátíu og fimm ár hafa gervitungl fylgst með ísþekju norðurskautsins. Þessi gögn hafa svipt hulunni af mikilli og oft gífurlegri bráðnun hafíss á norðurslóðum. Tveir mánuðir gefa góða vísbendingu um þróun mála. Í september þegar sumarið tekur enda nær umfang hafíss lágmarki og síðan öfugt í Mars, þegar vetrarkonungur kveður, og umfang hafíss nær hámarki. Bandaríska haf- og loftslagsstofnun hefur síðustu ár gefið út skýrslu um stöðu norðurskautsins, sú nýjasta var birt fyrr í þessum mánuði. Sem fyrr eru niðurstöðurnar sláandi. Ísþekja eftir sumarið er að minnka. Þetta hefur margskonar áhrif. Norðurskautið opnast nú að sumarlagi og í kjölfarið myndast möguleiki á skipaflutningum og olíuleit. Í september á þessu ári mældist hafíss rúmlega fimm milljón ferkílómetrar sem er nokkuð minna á síðast ári en þó meira en árið tvö þúsund og tólf. Árið sem er að líða var sjötta versta ár frá upphafi mælinga. Í mars, þegar hafís náði hámarki, mældist hann rúmlega fjórtán milljón ferkílómetrar sem er vel undir meðaltali síðustu áratuga. Þannig er tvennt sem vekur sérstaka athygli í einkunnabók Norðurskautsins þetta árið. Í fyrsta varpar hún ljósi á áframhaldandi bráðnun en um leið er tölurnar betri en menn áttu von á. „Vegna þess að ísinn hefur þykknað þá er vel mögulegt að á næstu árum þá muni hann ekki dragast jafnt hratt saman,“ segir Halldór Björnsson, fagstjóri loftlagsrannsókna á Veðurstofunni. „Að lokum, um miðja öldina, mun hann fara niður í milljón ferkílómetra, flestir gera ráð fyrir því og þá verður hægt að sigla þarna um að sumarlagi án mikilla vandræða.“ Halldór bendir á að það muni alltaf verða hafíss á svæðinu að vetrarlagi. En þegar sumarísinn hverfur drekkur dökkt hafið í sig geisla sólarinnar sem annars hefðu kastast út í geiminn af hvítum hafísnum. Vísindamenn reyna nú að varpa ljósi á hvað breytingar á hitastigi á norðurslóðum – sem þegar hefur hækkað tvöfalt meira en annars staðar – þýðir fyrir loftslags jarðarinnar. „Stóru áhrifin verða þar, þetta hefur áhrif á lífríkið á þessu svæði og vistkerfin öll. Síðan er hinsvegar óleyst gáta hvort að þetta hafi síðan áhrif á veður út fyrir þetta svæði,“ segir Halldór.
Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira