Sautján ára stúlka heldur ráðstefnu um menntamál Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. nóvember 2014 08:00 Unnur segist hafa fengið jákvæð viðbrögð úr öllum áttum. "Öllum finnst þetta svo þarft í umræðunni. Þess vegna voru allir sem ég hef talað við mjög sáttir við þetta.“ Fréttablaðið/Valli „Vandamálið er að nemendur eru ekki nógu upplýstir um styttinguna og vita í raun ekkert hvað koma skal,“ segir Unnur Lárusdóttir, sautján ára nemi í Verzlunarskóla Íslands sem stendur fyrir ráðstefnu í Hörpu á miðvikudag sem ber yfirskriftina: Stytting framhaldsskólanna. Frábær eða fáránleg? Forsaga framtaksins er sú að Unnur fór til Bandaríkjanna í sumar á ráðstefnu þar sem krakkar frá bæði Evrópu og Ameríku hittust til að ræða hin ýmsu samfélagsmálefni og lærðu aðferðir við að leysa vandamál í þjóðfélaginu sínu. „Ég fór að velta því fyrir mér hvaða vandamál mér fannst mest áberandi meðal krakka á mínum aldri á Íslandi.“ Unnur segist strax hafa hugsað um breytingarnar og þróunina á menntakerfinu. „Mér datt í hug að reyna að nálgast opna umræðu og vera með ráðstefnu þar sem ég myndi fá fólk til að ræða málefnið, bæði kosti og galla. Þannig getur fólk tekið afstöðu vitandi meira um málið, ekki bara vera á einhverri skoðun án þess að geta fært rök fyrir máli sínu.“ Umræðan í þjóðfélaginu varðandi styttingu framhaldsskólanna er ákaflega skipt að mati Unnar. „Mér finnst fólk annaðhvort alfarið á móti þessu eða alfarið með styttingunni. Fólk er svo mikið að mynda sína afstöðu út frá mismunandi mýtum í samfélaginu. Það er bein orsök af því að fólk er ekki nógu upplýst.“ Unnur stendur ein fyrir skipulagningunni en undirbúningur hefur tekið um einn og hálfan mánuð. Hún segist hafa fengið góð viðbrögð úr öllum áttum og að hennar ungi aldur hafi aldrei verið fyrirstaða heldur miklu heldur drifkraftur fyrir hana. Ráðstefnan verður milli fimm og sjö og er frítt inn. Unnur segir kostnað fylgja ráðstefnu sem þessari en hún hefur fengið styrki fyrir öllu frá Verzlunarskólanum, Purdue háskóla í Bandaríkjunum, Hrenisitækni ehf. og fleirum. Ræðumenn eru ekki af verri endanum en fram koma menntamálaráðherra, skólastjóri Verzlunarskólans, prófessor við menntavísindasvið Háskóla Íslands, forseta N.F.V.Í og fyrrum formaður Sambands íslenskra framhaldsskóla. „Styttingin hefur áhrif á svo marga, ekki bara nemendur heldur kennara, foreldra, samfélagið í heild. Ég vona bara að mér takist að fylla salinn og að þetta hafi áhrif.“ Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
„Vandamálið er að nemendur eru ekki nógu upplýstir um styttinguna og vita í raun ekkert hvað koma skal,“ segir Unnur Lárusdóttir, sautján ára nemi í Verzlunarskóla Íslands sem stendur fyrir ráðstefnu í Hörpu á miðvikudag sem ber yfirskriftina: Stytting framhaldsskólanna. Frábær eða fáránleg? Forsaga framtaksins er sú að Unnur fór til Bandaríkjanna í sumar á ráðstefnu þar sem krakkar frá bæði Evrópu og Ameríku hittust til að ræða hin ýmsu samfélagsmálefni og lærðu aðferðir við að leysa vandamál í þjóðfélaginu sínu. „Ég fór að velta því fyrir mér hvaða vandamál mér fannst mest áberandi meðal krakka á mínum aldri á Íslandi.“ Unnur segist strax hafa hugsað um breytingarnar og þróunina á menntakerfinu. „Mér datt í hug að reyna að nálgast opna umræðu og vera með ráðstefnu þar sem ég myndi fá fólk til að ræða málefnið, bæði kosti og galla. Þannig getur fólk tekið afstöðu vitandi meira um málið, ekki bara vera á einhverri skoðun án þess að geta fært rök fyrir máli sínu.“ Umræðan í þjóðfélaginu varðandi styttingu framhaldsskólanna er ákaflega skipt að mati Unnar. „Mér finnst fólk annaðhvort alfarið á móti þessu eða alfarið með styttingunni. Fólk er svo mikið að mynda sína afstöðu út frá mismunandi mýtum í samfélaginu. Það er bein orsök af því að fólk er ekki nógu upplýst.“ Unnur stendur ein fyrir skipulagningunni en undirbúningur hefur tekið um einn og hálfan mánuð. Hún segist hafa fengið góð viðbrögð úr öllum áttum og að hennar ungi aldur hafi aldrei verið fyrirstaða heldur miklu heldur drifkraftur fyrir hana. Ráðstefnan verður milli fimm og sjö og er frítt inn. Unnur segir kostnað fylgja ráðstefnu sem þessari en hún hefur fengið styrki fyrir öllu frá Verzlunarskólanum, Purdue háskóla í Bandaríkjunum, Hrenisitækni ehf. og fleirum. Ræðumenn eru ekki af verri endanum en fram koma menntamálaráðherra, skólastjóri Verzlunarskólans, prófessor við menntavísindasvið Háskóla Íslands, forseta N.F.V.Í og fyrrum formaður Sambands íslenskra framhaldsskóla. „Styttingin hefur áhrif á svo marga, ekki bara nemendur heldur kennara, foreldra, samfélagið í heild. Ég vona bara að mér takist að fylla salinn og að þetta hafi áhrif.“
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði