Vilja Latabæ til Kína Ólöf Skaftadóttir skrifar 24. janúar 2014 12:00 Hér stillir hluti af þeim 30 börnum, sem stigu á svið með Latabæ, sér upp með Íþróttaálfinum og Sollu stirðu. Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og kynningarmála hjá Latabæ, staðfestir að áhugi sé fyrir því á annarri stærstu sjónvarpstöð í Kína, Beijing TV, að taka Latabæ til sýninga þar í landi. Ljóst er að áhorfendahópurinn myndi stækka verulega ef af því yrði, en stöðin nær til yfir 300 milljón manna. „Þetta kom allt þannig til að það var starfsmaður frá Beijing TV á Íslandi að kynna sér land og þjóð. Hann kom í heimsókn í Latabæ og leist vel á. Þannig bauð hann okkur að taka þátt í nýárshátíð sem þeir sýna árlega og þaðan fór boltinn að rúlla,“ útskýrir Hallgrímur. „Þeir hafa áhuga á efninu, en það er ekkert í hendi, það þarf oft að laga efnið að kínverskum áhorfendum,“ segir hann og bætir við:Íþróttaálfurinn og Solla á sviðinu í Peking.„Það er hægara sagt en gert að fá svona nokkuð í gegn í Kína, enda þarf allt erlent efni að fá samþykki hjá miðstýrðri ríkisstjórn. Utanríkisráðuneytið hefur verið okkur gífurlega hjálpsamt í þessum efnum.“ Sex manna teymi frá Latabæ fór til Kína fyrr í þessum mánuði í þeim tilgangi að taka upp atriði í nýársþætti kínverska sjónvarpsins. „Þetta er svona nýárshátíð Beijing TV sem er önnur stærsta stöð Kína,“ segir Hallgrímur, sem var með í för. „Það var mikil umfjöllun um Ísland í þessum þætti en hundruð milljóna Kínverja munu ná þessari útsendingu,“ segir Hallgrímur jafnframt. Kínversku áramótin eru haldin hátíðleg í lok janúar. „Í okkar atriði léku Solla stirða og Íþróttaálfurinn, og um það bil þrjátíu börn af svæðinu,“ segir Hallgrímur, og bætir við að það hafi verið mikið af flottum atriðum í þættinum. „Frá Bretlandi kom James Blunt og tók lagið, svo dæmi sé tekið,“ útskýrir hann og segir teymið frá Latabæ ekki hafa fengið sæti í áhorfendasalnum, svo mikið hafi verið af fólki. „Þetta var ótrúlega flott. Allir í salnum tóku þátt í atriðinu og svo kom Ragnar Baldursson diplómat og talaði um Ísland – þetta var gríðarleg landkynning,“ segir Hallgrímur.Tina Lang, Hallgrímur Kristinsson, Chloe Lang, James Royce Edwards, Guðmundur Magnason og Hrefna Björk Sverrisdóttir.Íþróttaálfurinn og Solla stirða með kínverskum túlkum sem fylgdu þeim hvert fótmál. Mest lesið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Tónlist Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Lífið Fleiri fréttir Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Sjá meira
Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og kynningarmála hjá Latabæ, staðfestir að áhugi sé fyrir því á annarri stærstu sjónvarpstöð í Kína, Beijing TV, að taka Latabæ til sýninga þar í landi. Ljóst er að áhorfendahópurinn myndi stækka verulega ef af því yrði, en stöðin nær til yfir 300 milljón manna. „Þetta kom allt þannig til að það var starfsmaður frá Beijing TV á Íslandi að kynna sér land og þjóð. Hann kom í heimsókn í Latabæ og leist vel á. Þannig bauð hann okkur að taka þátt í nýárshátíð sem þeir sýna árlega og þaðan fór boltinn að rúlla,“ útskýrir Hallgrímur. „Þeir hafa áhuga á efninu, en það er ekkert í hendi, það þarf oft að laga efnið að kínverskum áhorfendum,“ segir hann og bætir við:Íþróttaálfurinn og Solla á sviðinu í Peking.„Það er hægara sagt en gert að fá svona nokkuð í gegn í Kína, enda þarf allt erlent efni að fá samþykki hjá miðstýrðri ríkisstjórn. Utanríkisráðuneytið hefur verið okkur gífurlega hjálpsamt í þessum efnum.“ Sex manna teymi frá Latabæ fór til Kína fyrr í þessum mánuði í þeim tilgangi að taka upp atriði í nýársþætti kínverska sjónvarpsins. „Þetta er svona nýárshátíð Beijing TV sem er önnur stærsta stöð Kína,“ segir Hallgrímur, sem var með í för. „Það var mikil umfjöllun um Ísland í þessum þætti en hundruð milljóna Kínverja munu ná þessari útsendingu,“ segir Hallgrímur jafnframt. Kínversku áramótin eru haldin hátíðleg í lok janúar. „Í okkar atriði léku Solla stirða og Íþróttaálfurinn, og um það bil þrjátíu börn af svæðinu,“ segir Hallgrímur, og bætir við að það hafi verið mikið af flottum atriðum í þættinum. „Frá Bretlandi kom James Blunt og tók lagið, svo dæmi sé tekið,“ útskýrir hann og segir teymið frá Latabæ ekki hafa fengið sæti í áhorfendasalnum, svo mikið hafi verið af fólki. „Þetta var ótrúlega flott. Allir í salnum tóku þátt í atriðinu og svo kom Ragnar Baldursson diplómat og talaði um Ísland – þetta var gríðarleg landkynning,“ segir Hallgrímur.Tina Lang, Hallgrímur Kristinsson, Chloe Lang, James Royce Edwards, Guðmundur Magnason og Hrefna Björk Sverrisdóttir.Íþróttaálfurinn og Solla stirða með kínverskum túlkum sem fylgdu þeim hvert fótmál.
Mest lesið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Tónlist Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Lífið Fleiri fréttir Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Sjá meira