Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér í morgun sæti í úrslitum í 200 m bringusundi á sterku sundmóti í Rómarborg.
Hrafnhildur varð þriðja í undanrásum í morgun á 2:29,73 mínútum sem er rúmum tveimur sekúndum frá Íslandsmeti hennar í greininni. Úrslitasundið fer fram síðdegis.
Hún varð fjórða í 100 m bringusundi á föstudaginn en þá bætti hún Íslandsmet sitt í greininni. Í gær keppti hún í 50 m bringusundi og varð níunda í undanrásum og hársbreidd frá sæti í úrslitunum. Hún keppti þó í B-úrslitum og varð fyrst á 32,07 sekúndum.
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir keppir á sama móti og komst í B-úrslit í 50 m baksundi. Hún synti þá á 29,62 sekúndum og varð í fimmta sæti.
Ingibjörg Kristín keppti í alls fimm greinum á mótinu en náði ekki að vera meðal 20 efstu í neinni annarri grein.
Hrafnhildur í úrslit

Tengdar fréttir

Hrafnhildur bætti eigið Íslandsmet
Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti í dag Íslandsmet sitt í 100 m bringusundi á móti í Rómarborg.