Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Hrund Þórsdóttir skrifar 30. janúar 2014 20:00 Í gær hittum við fjölskyldu hins 18 ára gamla Skarphéðins Andra Kristjánssonar sem lést í fyrradag í kjölfar bílslyss. Hann var staðráðinn í að gefa líffæri sín og sex manns lifa vegna gjafar hans. Þetta er því miður undantekning og á Íslandi er skortur á líffærum. Níu Íslendingar þiggja að meðaltali líffæri úr látnum einstaklingum á hverju ári en látnir líffæragjafar hér á landi eru aðeins þrír á ári, sem jafngildir 11 á hverja milljón íbúa. Í meðfylgjandi myndskeiði sést hversu mikið betur aðrar Evrópuþjóðir standa sig. Gengið er út frá ætlaðri neitun hér á landi, það er, gert er ráð fyrir að fólk vilji ekki gefa líffæri sín og þurfa ættingjar að taka ákvörðun við andlát. Þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram frumvarp um ætlað samþykki, sem felur í sér að fólk þarf að taka fram, vilji það ekki gefa líffæri sín. Búist er við að frumvarpið verði afgreitt úr velferðarnefnd um miðjan febrúar og gæti það svo farið í aðra umræðu fljótlega. Silja Dögg Gunnarsdóttir er fyrsti flutningsmaður þess. „Það er skortur á líffærum og við getum ekki ætlast til þess að fá meira af líffærum en við gefum,“ segir hún. Silja tekur skýrt fram að þótt frumvarpið fari í gegn liggi endanlegt samþykki áfram hjá aðstandendum. Fæstir gangi þó gegn vilja hinna látnu. Hún telur flesta vilja gefa líffæri sín. „Það er í okkur, innra með okkur sem manneskjum, að vilja hjálpa öðru fólki en mjög margir láta þessa skoðun sína ekki í ljós eða skrá þetta ekki sérstaklega,“ segir Silja. Þeim sem vilja gerast líffæragjafar er bent á bækling sem á að vera til taks, til dæmis á heilbrigðisstofnunum og í apótekum. Eins og sjá má í myndskeiðinu fyllir maður einfaldlega út lítið kort, lætur aðstandendur vita um afstöðu sína og geymir svo kortið hjá öðrum persónuskilríkjum. Runólfur Pálsson er í forsvari fyrir líffæraígræðsluteymi Landspítalans. Eins og staðan er í dag, getum við vænst þess að fá öll þau líffæri sem við þurfum, þrátt fyrir að gefa svona fá frá okkur? „Í rauninni ekki,“ segir Runólfur. Þörfin fyrir líffæri hefur aukist vegna tækniframfara og þar sem einstaklingar, sem áður hefði verið synjað um ígræðslur því þeir þættu ekki heppilegir, fá þær í auknum mæli. „Svo er hitt líka að ígrædd líffæri endast í takmarkaðan tíma svo nú eru í auknum mæli að koma einstaklingar á biðlista eftir líffærum sem hafa áður fengið ígræðslur.“ Bið eftir nýra getur verið að allt að þremur árum en góðu fréttirnar eru að Íslendingar standa sig afar vel sem lifandi gjafar. „Íslendingar hafa verið mjög fúsir til að gefa úr sér nýra og það hefur gert að verkum að þessi skortur sem er á líffærum og sérstaklega nýrum, frá látnum, hefur ekki verið eins mikið vandamál og annars hefði verið.“ Runólfur hvetur alla til að gerast líffæragjafar. „Þetta er stórkostlegasta gjöf sem hægt er að gefa og það skiptir miklu máli að fólk ræði þetta við sína nánustu þannig að þeim sé kunnugt um þeirra afstöðu ef um ótímabært andlát er að ræða.“ Tengdar fréttir Líffæraskortur á Íslandi Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi og þingmenn úr öllum flokkum standa að, er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 16:12 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Sjá meira
Í gær hittum við fjölskyldu hins 18 ára gamla Skarphéðins Andra Kristjánssonar sem lést í fyrradag í kjölfar bílslyss. Hann var staðráðinn í að gefa líffæri sín og sex manns lifa vegna gjafar hans. Þetta er því miður undantekning og á Íslandi er skortur á líffærum. Níu Íslendingar þiggja að meðaltali líffæri úr látnum einstaklingum á hverju ári en látnir líffæragjafar hér á landi eru aðeins þrír á ári, sem jafngildir 11 á hverja milljón íbúa. Í meðfylgjandi myndskeiði sést hversu mikið betur aðrar Evrópuþjóðir standa sig. Gengið er út frá ætlaðri neitun hér á landi, það er, gert er ráð fyrir að fólk vilji ekki gefa líffæri sín og þurfa ættingjar að taka ákvörðun við andlát. Þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram frumvarp um ætlað samþykki, sem felur í sér að fólk þarf að taka fram, vilji það ekki gefa líffæri sín. Búist er við að frumvarpið verði afgreitt úr velferðarnefnd um miðjan febrúar og gæti það svo farið í aðra umræðu fljótlega. Silja Dögg Gunnarsdóttir er fyrsti flutningsmaður þess. „Það er skortur á líffærum og við getum ekki ætlast til þess að fá meira af líffærum en við gefum,“ segir hún. Silja tekur skýrt fram að þótt frumvarpið fari í gegn liggi endanlegt samþykki áfram hjá aðstandendum. Fæstir gangi þó gegn vilja hinna látnu. Hún telur flesta vilja gefa líffæri sín. „Það er í okkur, innra með okkur sem manneskjum, að vilja hjálpa öðru fólki en mjög margir láta þessa skoðun sína ekki í ljós eða skrá þetta ekki sérstaklega,“ segir Silja. Þeim sem vilja gerast líffæragjafar er bent á bækling sem á að vera til taks, til dæmis á heilbrigðisstofnunum og í apótekum. Eins og sjá má í myndskeiðinu fyllir maður einfaldlega út lítið kort, lætur aðstandendur vita um afstöðu sína og geymir svo kortið hjá öðrum persónuskilríkjum. Runólfur Pálsson er í forsvari fyrir líffæraígræðsluteymi Landspítalans. Eins og staðan er í dag, getum við vænst þess að fá öll þau líffæri sem við þurfum, þrátt fyrir að gefa svona fá frá okkur? „Í rauninni ekki,“ segir Runólfur. Þörfin fyrir líffæri hefur aukist vegna tækniframfara og þar sem einstaklingar, sem áður hefði verið synjað um ígræðslur því þeir þættu ekki heppilegir, fá þær í auknum mæli. „Svo er hitt líka að ígrædd líffæri endast í takmarkaðan tíma svo nú eru í auknum mæli að koma einstaklingar á biðlista eftir líffærum sem hafa áður fengið ígræðslur.“ Bið eftir nýra getur verið að allt að þremur árum en góðu fréttirnar eru að Íslendingar standa sig afar vel sem lifandi gjafar. „Íslendingar hafa verið mjög fúsir til að gefa úr sér nýra og það hefur gert að verkum að þessi skortur sem er á líffærum og sérstaklega nýrum, frá látnum, hefur ekki verið eins mikið vandamál og annars hefði verið.“ Runólfur hvetur alla til að gerast líffæragjafar. „Þetta er stórkostlegasta gjöf sem hægt er að gefa og það skiptir miklu máli að fólk ræði þetta við sína nánustu þannig að þeim sé kunnugt um þeirra afstöðu ef um ótímabært andlát er að ræða.“
Tengdar fréttir Líffæraskortur á Íslandi Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi og þingmenn úr öllum flokkum standa að, er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 16:12 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Sjá meira
Líffæraskortur á Íslandi Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi og þingmenn úr öllum flokkum standa að, er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 16:12