Banks vill hitta Björk Baldvin Þormóðsson skrifar 19. júní 2014 11:00 Banks byrjaði að semja tónlist til þess að komast í gegnum skilnað foreldra sinna. vísir/getty Bandaríska tónlistarkonan Jillian Banks kemur fram á Secret Solstice-hátíðinni um helgina en hún byrjaði að semja tónlist þegar hún fékk hljómborð gefins frá vinkonu sinni til þess að hjálpa henni í gegnum skilnað foreldra sinna. Hún lýsir tónlistinni fyrir blaðamanni Fréttablaðsins sem friðarathvarfi þar sem hún getur sagt hvað sem hún vill. „Síðan ég byrjaði að spila þá hef ég litið á tónlist sem öruggan stað fyrir mig til þess að vera á.“ Þrátt fyrir ungan aldur þá virðist söngkonan vera mjög þroskuð, hún notast ekki við samfélagsmiðla á borð við Instagram og Twitter heldur lætur umboðsmann sinn sjá um það. Hins vegar er hún með sitt persónulega símanúmer skráð á Facebook-síðu sinni og segir aðdáendum bara að hringja, vilji þeir tala við hana. Blaðamaður hringdi og staðfesti að þetta væri hennar númer.„Ég reyni að svara eins mörgum og ég get,“ segir Banks. „Það fer að verða erfiðara en hver veit hvað gerist í framtíðinni, ég elska að tengja við fólk.“ Hin efnilega söngkona hefur aldrei áður komið til Íslands en segist ekki geta beðið eftir að koma. „Ég hef heyrt að Ísland sé einn fallegasti staður á jörðinni,“ segir Banks og bætir því við að henni þætti frábært að fá að hitta Björk og heyra Sigur Rós spila. Þegar minnst er á hið alræmda næturlíf Reykjavíkur hlær söngkonan og segist vanalega djamma of mikið. „En eins og næturlífinu hefur verið lýst fyrir mér þá hljómar það alveg mjög freistandi.“ Banks mun spila á Secret Solstice-hátíðinni um helgina og segist vera mjög spennt fyrir því að koma fram. „Ég er samt spenntust fyrir því að sjá öll hin tónlistaratriðin.“ Mest lesið Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið „Hálfur áratugur með þér my love“ Lífið Fleiri fréttir Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Sjá meira
Bandaríska tónlistarkonan Jillian Banks kemur fram á Secret Solstice-hátíðinni um helgina en hún byrjaði að semja tónlist þegar hún fékk hljómborð gefins frá vinkonu sinni til þess að hjálpa henni í gegnum skilnað foreldra sinna. Hún lýsir tónlistinni fyrir blaðamanni Fréttablaðsins sem friðarathvarfi þar sem hún getur sagt hvað sem hún vill. „Síðan ég byrjaði að spila þá hef ég litið á tónlist sem öruggan stað fyrir mig til þess að vera á.“ Þrátt fyrir ungan aldur þá virðist söngkonan vera mjög þroskuð, hún notast ekki við samfélagsmiðla á borð við Instagram og Twitter heldur lætur umboðsmann sinn sjá um það. Hins vegar er hún með sitt persónulega símanúmer skráð á Facebook-síðu sinni og segir aðdáendum bara að hringja, vilji þeir tala við hana. Blaðamaður hringdi og staðfesti að þetta væri hennar númer.„Ég reyni að svara eins mörgum og ég get,“ segir Banks. „Það fer að verða erfiðara en hver veit hvað gerist í framtíðinni, ég elska að tengja við fólk.“ Hin efnilega söngkona hefur aldrei áður komið til Íslands en segist ekki geta beðið eftir að koma. „Ég hef heyrt að Ísland sé einn fallegasti staður á jörðinni,“ segir Banks og bætir því við að henni þætti frábært að fá að hitta Björk og heyra Sigur Rós spila. Þegar minnst er á hið alræmda næturlíf Reykjavíkur hlær söngkonan og segist vanalega djamma of mikið. „En eins og næturlífinu hefur verið lýst fyrir mér þá hljómar það alveg mjög freistandi.“ Banks mun spila á Secret Solstice-hátíðinni um helgina og segist vera mjög spennt fyrir því að koma fram. „Ég er samt spenntust fyrir því að sjá öll hin tónlistaratriðin.“
Mest lesið Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið „Hálfur áratugur með þér my love“ Lífið Fleiri fréttir Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Sjá meira