Enski boltinn

Sheffield United í undanúrslit

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vísir/Getty
Sheffield United, sem situr í 11. sæti ensku C-deildarinnar, varð núna rétt í þessu annað liðið til að tryggja sér þátttökurétt í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar eftir 2-0 sigur á Charlton, botnliði B-deildarinnar á heimavelli sínum, Bramall Lane.

Ryan Flynn skoraði fyrra mark Sheffield United á 65. mínútu af stuttu færi eftir fyrirgjöf Jose Baxter og aðeins tveimur mínútum síðar bætti John Brayford við marki þegar skot fór af varnarmanni og í netið.

Fleiri urðu mörkin ekki og Nigel Clough og lærisveinar hans verða því í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit bikarsins seinna í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×