Enski boltinn

Mín stærsta stund á þjálfaraferlinum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Uwe Rösler stýrir sínum mönnum í dag. Manuel Pellegrini, stjóri City, fylgist með.
Uwe Rösler stýrir sínum mönnum í dag. Manuel Pellegrini, stjóri City, fylgist með. Vísir/Getty
Uwe Rösler, þjálfari Wigan, var að vonum ánægður eftir óvæntan sigur sinna manna á Manchester City í dag.

„Er þetta mín stærsta stund á þjálfaraferlinum? Sennilega,“ sagði Rösler eftir leikinn í viðtali við BT Sport.

„Þegar þú spilar við City þarftu að vera agaður því þeir eru svo mikið með boltann, en við settum pressu á þá“, sagði Rösler ennfremur. „En ég talaði mikið um hugrekki, og við vorum líka heppnir. Ég er svo glaður. Ég er svo ánægður fyrir hönd stjórnarformannsins og leikmannanna.“

Stjórnarformaðurinn Dave Whelan var einnig í skýjunum eftir sigurinn. „Það jafnast ekkert á við að vinna bikarinn, en það er draumur að vinna á þessum velli,“, sagði Whelan sem notaði tækifærið og hrósaði Rösler fyrir vel unnin störf.

„Uwe lætur leikmennina til að leggja hart að sér. Frá því hann kom hefur hann fengið leikmennina til að trúa á verkefnið. Þegar þú trúir, sýnist allt miklu auðveldara. Við höfðum það á tilfinningunni að við myndum vinna í dag.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×