Símstöð bilaði þegar ljósleiðari Mílu milli Borgarness og Ólafsvíkur slitnaði í gær. Viðgerð var lokið við sjálfan strenginn í gærkvöldi en hún tók lengri tíma en áætlað var þar sem slitið var úti í Kaldá.
Þegar búið var að koma strengnum saman var hluti sambands enn úti og var unnið að því í alla nótt að finna út hvað olli því. Í ljós kom að búnaður í símstöð hafði einnig bilað og eru varahlutir á leiðinni á staðinn. Búist er við að viðgerð ljúki eftir 2 tíma, að því er segir í tilkynningu frá Mílu.
Uppfært klukkan 10.40: Viðgerð er nú lokið í símstöðinni og ætti netsamband nú að vera komið í lag.
