Botnar ekkert í miklum fjölda upplýsingafulltrúa undirstofnana ríkisins Atli Ísleifsson skrifar 30. desember 2014 13:00 Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar og formaður fjárlaganefndar. Vísir/Pjetur „Mér finnst ótrúlega skrítið að það séu svona margir upplýsingafulltrúar hjá opinberum stofnunum. Það virðist vera eins og það sé komið eitthvað kapphlaup í gang milli ríkisstofnana og fyrirtækja á almennum markaði um einhverja upplýsingagjöf. Og upplýsa um hvað eiginlega?“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar og formaður fjárlaganefndar, í samtali við Vísi. Vigdís segist hafa látið taka saman fjölda upplýsingafulltrúa hjá undirstofnunum ríkisins og komist að því að þeir séu rúmlega tuttugu talsins. „Ég er svo ótrúlega hissa á þessu, út af hverju það eru sérstakir upplýsingafulltrúar hjá opinberum stofnunum sem eiga raunverulega að hafa það hlutverk að starfa í kyrrþey og þjónusta okkur almenning. Það er líka hlutverk forstöðumanna að vera talsmenn sinna stofnana komi einhverjar brýnar spurningar upp.“Rúmlega tuttugu upplýsingafulltrúarVigdís segist ekki vera að tala um upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar sjálfrar. „Ég tel að pólitík í hverju landi þurfi að vera með upplýsingafulltrúa til að koma skilaboðum út í samfélagið. Ég er að tala um undirstofnanir ríkisins, og upplýsingafulltrúarnir voru yfir tuttugu talsins, í mismunandi stofnunum.“ Þingmaðurinn tekur skýrt fram að athugunin hafi verið óformleg og að starfshlutfall viðkomandi upplýsingafulltrúa eða kynningarfulltrúa ekki verið kannað sérstaklega. Þær stofnanirnar sem hafi verið með upplýsingafulltrúa eru Biskupsstofa, Fiskistofa, Flugmálastjórn, FME, Harpa, Háskóli Íslands (þrír), Landhelgisgæslan, Landspítali, Matvælastofnun, Nýsköpunarmiðstöð, Ríkisendurskoðun, Samgöngustofa, Seðlabanki Íslands, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Skógrækt ríkisins, Tryggingastofnun ríkisins, Umhverfisstofnun, Vegagerðin og Póst og fjarskiptastofnun.Margir að vinna sömu vinnunaVigdís gerir jafnframt athugasemdir við að margir hjá ríki, sveitarfélögum og þriðja geiranum séu að vinna sömu vinnuna og þar mætti ná fram miklum sparnaði. „Eins og þetta er í dag þá skarast verkefni gríðarlega og ég tel að mögulegt sé að ná fram svakalega mikilli hagræðingu fram ef þessir aðilar myndu taka höndum saman og hafa þetta á einum stað í stað þess að dreifa hlutum svona um allt samfélagið.“En innan hvaða geira væri það?„Ég er að tala um ýmsa þjónustu sem verið er að bjóða upp á. Til að mynda starfsendurhæfingu. Það er á mörgum stöðum, sem dæmi. Það eru margir að gera sömu hlutina í heilbrigðisgeiranum og þá verður kerfið eðlilega dýrara í stað þess að vera með samfellu í starfinu og þar með betri yfirsýn. Ef þetta væri þannig myndi það heldur varla gerast að einstaklingar væru að detta á milli kerfa og allir færu að benda hver á annan.“Bjartsýn á næsta árVigdís segist óskaplega bjartsýn á næsta ár og er ánægð með fjárlögin sem nýlega voru samþykkt á þinginu. „Brátt hefst svo vinna við gerð næsta fjárlagafrumvarps. Ég hef boðað það að fjárlaganefnd undir minni forystu muni vera mjög virk í eftirliti fram að fjárlagagerðinni, líkt og við vorum í fyrra. Við komum til með að fylgjast mjög vel með hvernig stofnanirnar ráðstafa fjármagninu sem þeim er ætlað í fjárlögum. Ef einhverjar blikur eru á lofti munum við efla enn frekar eftirlitshlutverkið og kalla viðkomandi ráðuneyti eða stofnanir á okkar fund líkt og við gerðum í fyrra. Það virkaði mjög vel.“ Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
„Mér finnst ótrúlega skrítið að það séu svona margir upplýsingafulltrúar hjá opinberum stofnunum. Það virðist vera eins og það sé komið eitthvað kapphlaup í gang milli ríkisstofnana og fyrirtækja á almennum markaði um einhverja upplýsingagjöf. Og upplýsa um hvað eiginlega?“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar og formaður fjárlaganefndar, í samtali við Vísi. Vigdís segist hafa látið taka saman fjölda upplýsingafulltrúa hjá undirstofnunum ríkisins og komist að því að þeir séu rúmlega tuttugu talsins. „Ég er svo ótrúlega hissa á þessu, út af hverju það eru sérstakir upplýsingafulltrúar hjá opinberum stofnunum sem eiga raunverulega að hafa það hlutverk að starfa í kyrrþey og þjónusta okkur almenning. Það er líka hlutverk forstöðumanna að vera talsmenn sinna stofnana komi einhverjar brýnar spurningar upp.“Rúmlega tuttugu upplýsingafulltrúarVigdís segist ekki vera að tala um upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar sjálfrar. „Ég tel að pólitík í hverju landi þurfi að vera með upplýsingafulltrúa til að koma skilaboðum út í samfélagið. Ég er að tala um undirstofnanir ríkisins, og upplýsingafulltrúarnir voru yfir tuttugu talsins, í mismunandi stofnunum.“ Þingmaðurinn tekur skýrt fram að athugunin hafi verið óformleg og að starfshlutfall viðkomandi upplýsingafulltrúa eða kynningarfulltrúa ekki verið kannað sérstaklega. Þær stofnanirnar sem hafi verið með upplýsingafulltrúa eru Biskupsstofa, Fiskistofa, Flugmálastjórn, FME, Harpa, Háskóli Íslands (þrír), Landhelgisgæslan, Landspítali, Matvælastofnun, Nýsköpunarmiðstöð, Ríkisendurskoðun, Samgöngustofa, Seðlabanki Íslands, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Skógrækt ríkisins, Tryggingastofnun ríkisins, Umhverfisstofnun, Vegagerðin og Póst og fjarskiptastofnun.Margir að vinna sömu vinnunaVigdís gerir jafnframt athugasemdir við að margir hjá ríki, sveitarfélögum og þriðja geiranum séu að vinna sömu vinnuna og þar mætti ná fram miklum sparnaði. „Eins og þetta er í dag þá skarast verkefni gríðarlega og ég tel að mögulegt sé að ná fram svakalega mikilli hagræðingu fram ef þessir aðilar myndu taka höndum saman og hafa þetta á einum stað í stað þess að dreifa hlutum svona um allt samfélagið.“En innan hvaða geira væri það?„Ég er að tala um ýmsa þjónustu sem verið er að bjóða upp á. Til að mynda starfsendurhæfingu. Það er á mörgum stöðum, sem dæmi. Það eru margir að gera sömu hlutina í heilbrigðisgeiranum og þá verður kerfið eðlilega dýrara í stað þess að vera með samfellu í starfinu og þar með betri yfirsýn. Ef þetta væri þannig myndi það heldur varla gerast að einstaklingar væru að detta á milli kerfa og allir færu að benda hver á annan.“Bjartsýn á næsta árVigdís segist óskaplega bjartsýn á næsta ár og er ánægð með fjárlögin sem nýlega voru samþykkt á þinginu. „Brátt hefst svo vinna við gerð næsta fjárlagafrumvarps. Ég hef boðað það að fjárlaganefnd undir minni forystu muni vera mjög virk í eftirliti fram að fjárlagagerðinni, líkt og við vorum í fyrra. Við komum til með að fylgjast mjög vel með hvernig stofnanirnar ráðstafa fjármagninu sem þeim er ætlað í fjárlögum. Ef einhverjar blikur eru á lofti munum við efla enn frekar eftirlitshlutverkið og kalla viðkomandi ráðuneyti eða stofnanir á okkar fund líkt og við gerðum í fyrra. Það virkaði mjög vel.“
Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira