Enski boltinn

Cole á leið frá Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Ashley Cole hefur staðfest að hann sé að öllum líkindum á leið frá Chelsea í sumar.

Cole hefur verið á mála hjá liðinu undanfarin átta ár en samningur hans við félagið rennur út í sumar.

„Ég er að skoða mína möguleika fyrir næsta tímabil með umboðsmanni mínum og það er ekki útlit fyrir að Chelsea sé einn af þeim,“ skrifaði Cole á Twitter-síðuna sína.

Cole þakkaði öllum hjá Chelsea fyrir samstarfið og stuðningsmönnunum fyrir stuðninginn.

Hann var ekki valinn í enska landsliðið fyrir HM í sumar og tilkynnti fyrr í mánuðinum að hann væri því hættur að spila með landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×