Innlent

Björgunarsveitirnar leystu á fimmta þúsund verkefna á árinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
2468 björgunarmenn mættu alls 12.194 sinnum í útköll á tímabilinu.
2468 björgunarmenn mættu alls 12.194 sinnum í útköll á tímabilinu. vísir/vilhelm
Verkefni Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru alls 1240 aðgerðir frá aðfangadegi 2013 til og með Þorláksmessu 2014 en þetta kemur fram í aðgerðagrunni félagins.

92 björgunarsveitir tóku þátt í aðgerðum um allt land og mættu 2468 björgunarmenn alls 12.194 sinnum í útköll á tímabilinu.

Björgunarsveitir leystu á fimmta þúsund skráðra verkefna allt frá því að hjálpa samborgurum sínum í ófærð og óveðri upp í flóknar fjallabjarganir og leitir og allt þar á milli.

Guðbrandur Örn Arnarson, hjá slysavarnarfélaginu Landsbjörg, deilir fróðlegri tölfræði um störf slysavarnafélagsins á síðastliðnu ári á Facebook-síðu sinni.

mynd/guðbrandur örn arnarson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×