Innlent

Nóg að gera hjá lögreglunni í austurbænum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Öll brotin áttu sér stað í austurbænum.
Öll brotin áttu sér stað í austurbænum. vísir/gva
Töluverður erill hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag en tilkynnt var um tvö innbrot í bifreiðar í austurbænum frá ellefu í morgun til hálf tvö í dag.

Önnur bifreiðin var ólæst. Um klukkan hálf þrjú barst lögreglunni tilkynningu um innbrot í íbúð.

Þá var tilkynnt um innbrot og eignaspjöll í auðri íbúð um klukkan korter yfir þrjú. Öll brotin áttu sér stað í austurbænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×