Lögmenn í nauðungarvinnu við verjendastörf Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 20. febrúar 2014 16:02 Björn sagði fyrir dómi í gær þessa viðleitni löggjafans og ráðherra fela í sér brot og valdníðslu gegn stjórnarskrárvörðum grundvallarréttindum verjenda. VÍSIR/PJETUR „Ég veit ekki um neina aðra stétt manna sem er gert með lagaskyldu að taka að sér ákveðin störf fyrir ríkið sem svo ákveður þóknunina,“ segir Björn Ólafur Hallgrímsson lögmaður. Blaðamaður Vísis leitaði til Björns Ólafs vegna vegna þess sem fram í lok málflutnings hans í aðalmeðferð í máli Sigurðar Kárasonar í gær. Í lok málflutningsins fór Björn fram á það við dómara að hann rökstyddi ákvörðun sína um málsvarnarlaun. Hann vakti athygli á því að verjendum væri skylt að taka við skipun til verjendastarfa samkvæmt lögmannalögum. Verjandi starfaði því samkvæmt lagaskyldu og skipan dómara.Ákvæðið brjóti gegn stjórnarskrá Í dag er miðað við það að þóknun fyrir störf verjenda og réttargæslumanna sé 10 þúsund krónur á klukkustund. Sú upphæð hefur verið óbreytt frá árinu 2009. Ráðherra ákveður upphæðina samkvæmt heimild í lögum um sakamál. Björn sagði fyrir dómi í gær þessa viðleitni löggjafans og ráðherra fela í sér brot og valdníðslu gegn stjórnarskrárvörðum grundvallarréttindum verjenda. Ákvæði í sakamálalögum, þar sem fram kemur að ráðherra sé heimilt að mæla fyrir um tímagjald verjenda, brjóti gegn stjórnarskrá. Björn útskýrði orð sín á þann veg að hann teldi flestar almennar lögmannsstofur vera með tímagjald í venjulegum verkefnum á bilinu 18 til 25 þúsund krónur. Mismunur þess tímagjalds og þeirra 10 þúsund króna sem greitt er fyrir verjendastörf nú, falli því á lögmanninn. Lögmaðurinn sé því í vissum skilningi í nauðungarvinnu við verjandastörf. Hér verði jafnframt að hafa í huga að tímagjaldið sé ekki laun lögmannsins, eins og margir virðist halda, heldur sé það útseldur kostnaður viðkomandi lögmannsstofu. Af þeim útselda kostnaði megi telja að um 50 til 55 prósent fari í rekstrarkostnað lögmannsstofu. Verjandinn segir einnig við Vísi að hann telji að öðrum sérfræðingum, sem að dómsmálum koma eins og til dæmis sálfræðingum í forsjármálum og dómtúlkum, væri greiddur kostnaður samkvæmt reikningi. Mismununin kunni að vera sprottin af því að lögmenn einir séu skyldir að lögum til að veita sérfræðiaðstoð í dómsmálum. Því væri auðveldara gagnvart þeim að fara þær leiðir sem Alþingi og ráðherra hafa mælt fyrir um með ákvæðum sem brjóti gegn stjórnarskrá. Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
„Ég veit ekki um neina aðra stétt manna sem er gert með lagaskyldu að taka að sér ákveðin störf fyrir ríkið sem svo ákveður þóknunina,“ segir Björn Ólafur Hallgrímsson lögmaður. Blaðamaður Vísis leitaði til Björns Ólafs vegna vegna þess sem fram í lok málflutnings hans í aðalmeðferð í máli Sigurðar Kárasonar í gær. Í lok málflutningsins fór Björn fram á það við dómara að hann rökstyddi ákvörðun sína um málsvarnarlaun. Hann vakti athygli á því að verjendum væri skylt að taka við skipun til verjendastarfa samkvæmt lögmannalögum. Verjandi starfaði því samkvæmt lagaskyldu og skipan dómara.Ákvæðið brjóti gegn stjórnarskrá Í dag er miðað við það að þóknun fyrir störf verjenda og réttargæslumanna sé 10 þúsund krónur á klukkustund. Sú upphæð hefur verið óbreytt frá árinu 2009. Ráðherra ákveður upphæðina samkvæmt heimild í lögum um sakamál. Björn sagði fyrir dómi í gær þessa viðleitni löggjafans og ráðherra fela í sér brot og valdníðslu gegn stjórnarskrárvörðum grundvallarréttindum verjenda. Ákvæði í sakamálalögum, þar sem fram kemur að ráðherra sé heimilt að mæla fyrir um tímagjald verjenda, brjóti gegn stjórnarskrá. Björn útskýrði orð sín á þann veg að hann teldi flestar almennar lögmannsstofur vera með tímagjald í venjulegum verkefnum á bilinu 18 til 25 þúsund krónur. Mismunur þess tímagjalds og þeirra 10 þúsund króna sem greitt er fyrir verjendastörf nú, falli því á lögmanninn. Lögmaðurinn sé því í vissum skilningi í nauðungarvinnu við verjandastörf. Hér verði jafnframt að hafa í huga að tímagjaldið sé ekki laun lögmannsins, eins og margir virðist halda, heldur sé það útseldur kostnaður viðkomandi lögmannsstofu. Af þeim útselda kostnaði megi telja að um 50 til 55 prósent fari í rekstrarkostnað lögmannsstofu. Verjandinn segir einnig við Vísi að hann telji að öðrum sérfræðingum, sem að dómsmálum koma eins og til dæmis sálfræðingum í forsjármálum og dómtúlkum, væri greiddur kostnaður samkvæmt reikningi. Mismununin kunni að vera sprottin af því að lögmenn einir séu skyldir að lögum til að veita sérfræðiaðstoð í dómsmálum. Því væri auðveldara gagnvart þeim að fara þær leiðir sem Alþingi og ráðherra hafa mælt fyrir um með ákvæðum sem brjóti gegn stjórnarskrá.
Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent