Lögmenn í nauðungarvinnu við verjendastörf Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 20. febrúar 2014 16:02 Björn sagði fyrir dómi í gær þessa viðleitni löggjafans og ráðherra fela í sér brot og valdníðslu gegn stjórnarskrárvörðum grundvallarréttindum verjenda. VÍSIR/PJETUR „Ég veit ekki um neina aðra stétt manna sem er gert með lagaskyldu að taka að sér ákveðin störf fyrir ríkið sem svo ákveður þóknunina,“ segir Björn Ólafur Hallgrímsson lögmaður. Blaðamaður Vísis leitaði til Björns Ólafs vegna vegna þess sem fram í lok málflutnings hans í aðalmeðferð í máli Sigurðar Kárasonar í gær. Í lok málflutningsins fór Björn fram á það við dómara að hann rökstyddi ákvörðun sína um málsvarnarlaun. Hann vakti athygli á því að verjendum væri skylt að taka við skipun til verjendastarfa samkvæmt lögmannalögum. Verjandi starfaði því samkvæmt lagaskyldu og skipan dómara.Ákvæðið brjóti gegn stjórnarskrá Í dag er miðað við það að þóknun fyrir störf verjenda og réttargæslumanna sé 10 þúsund krónur á klukkustund. Sú upphæð hefur verið óbreytt frá árinu 2009. Ráðherra ákveður upphæðina samkvæmt heimild í lögum um sakamál. Björn sagði fyrir dómi í gær þessa viðleitni löggjafans og ráðherra fela í sér brot og valdníðslu gegn stjórnarskrárvörðum grundvallarréttindum verjenda. Ákvæði í sakamálalögum, þar sem fram kemur að ráðherra sé heimilt að mæla fyrir um tímagjald verjenda, brjóti gegn stjórnarskrá. Björn útskýrði orð sín á þann veg að hann teldi flestar almennar lögmannsstofur vera með tímagjald í venjulegum verkefnum á bilinu 18 til 25 þúsund krónur. Mismunur þess tímagjalds og þeirra 10 þúsund króna sem greitt er fyrir verjendastörf nú, falli því á lögmanninn. Lögmaðurinn sé því í vissum skilningi í nauðungarvinnu við verjandastörf. Hér verði jafnframt að hafa í huga að tímagjaldið sé ekki laun lögmannsins, eins og margir virðist halda, heldur sé það útseldur kostnaður viðkomandi lögmannsstofu. Af þeim útselda kostnaði megi telja að um 50 til 55 prósent fari í rekstrarkostnað lögmannsstofu. Verjandinn segir einnig við Vísi að hann telji að öðrum sérfræðingum, sem að dómsmálum koma eins og til dæmis sálfræðingum í forsjármálum og dómtúlkum, væri greiddur kostnaður samkvæmt reikningi. Mismununin kunni að vera sprottin af því að lögmenn einir séu skyldir að lögum til að veita sérfræðiaðstoð í dómsmálum. Því væri auðveldara gagnvart þeim að fara þær leiðir sem Alþingi og ráðherra hafa mælt fyrir um með ákvæðum sem brjóti gegn stjórnarskrá. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
„Ég veit ekki um neina aðra stétt manna sem er gert með lagaskyldu að taka að sér ákveðin störf fyrir ríkið sem svo ákveður þóknunina,“ segir Björn Ólafur Hallgrímsson lögmaður. Blaðamaður Vísis leitaði til Björns Ólafs vegna vegna þess sem fram í lok málflutnings hans í aðalmeðferð í máli Sigurðar Kárasonar í gær. Í lok málflutningsins fór Björn fram á það við dómara að hann rökstyddi ákvörðun sína um málsvarnarlaun. Hann vakti athygli á því að verjendum væri skylt að taka við skipun til verjendastarfa samkvæmt lögmannalögum. Verjandi starfaði því samkvæmt lagaskyldu og skipan dómara.Ákvæðið brjóti gegn stjórnarskrá Í dag er miðað við það að þóknun fyrir störf verjenda og réttargæslumanna sé 10 þúsund krónur á klukkustund. Sú upphæð hefur verið óbreytt frá árinu 2009. Ráðherra ákveður upphæðina samkvæmt heimild í lögum um sakamál. Björn sagði fyrir dómi í gær þessa viðleitni löggjafans og ráðherra fela í sér brot og valdníðslu gegn stjórnarskrárvörðum grundvallarréttindum verjenda. Ákvæði í sakamálalögum, þar sem fram kemur að ráðherra sé heimilt að mæla fyrir um tímagjald verjenda, brjóti gegn stjórnarskrá. Björn útskýrði orð sín á þann veg að hann teldi flestar almennar lögmannsstofur vera með tímagjald í venjulegum verkefnum á bilinu 18 til 25 þúsund krónur. Mismunur þess tímagjalds og þeirra 10 þúsund króna sem greitt er fyrir verjendastörf nú, falli því á lögmanninn. Lögmaðurinn sé því í vissum skilningi í nauðungarvinnu við verjandastörf. Hér verði jafnframt að hafa í huga að tímagjaldið sé ekki laun lögmannsins, eins og margir virðist halda, heldur sé það útseldur kostnaður viðkomandi lögmannsstofu. Af þeim útselda kostnaði megi telja að um 50 til 55 prósent fari í rekstrarkostnað lögmannsstofu. Verjandinn segir einnig við Vísi að hann telji að öðrum sérfræðingum, sem að dómsmálum koma eins og til dæmis sálfræðingum í forsjármálum og dómtúlkum, væri greiddur kostnaður samkvæmt reikningi. Mismununin kunni að vera sprottin af því að lögmenn einir séu skyldir að lögum til að veita sérfræðiaðstoð í dómsmálum. Því væri auðveldara gagnvart þeim að fara þær leiðir sem Alþingi og ráðherra hafa mælt fyrir um með ákvæðum sem brjóti gegn stjórnarskrá.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira