Stefnan klárlega aftur í atvinnumennsku Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júní 2014 06:00 Kristján Gauti er að komast í sitt besta form. vísir/Vilhelm „Mér fannst við spila ágætlega. Við settum eitt mark snemma á þá og þau hefðu getað verið fleiri, en ég er bara ánægður með sigurinn,“ segir Kristján Gauti Emilsson, framherji FH, sem skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 4-0 sigri FH á Fram á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldið. Kristján Gauti var óstöðvandi í leiknum og hefði átt að skora fleiri mörk sjálfur. Þessi 21 árs gamli strákur er leikmaður 9. umferðar hjá Fréttablaðinu fyrir frammistöðu sína í Dalnum. „Ég er bara nokkuð sáttur. Ég náði að skora tvö mörk og leggja upp eitt í lokin þannig að ég er sáttur,“ segir Kristján Gauti.Kominn í gott stand Kristján Gauti virðist vera kominn í sitt besta form en hann hefur á ferli sínum glímt við löng og ströng meiðsli. „Ég hef verið óheppinn með meiðsli og það setur alltaf strik í reikninginn. Það er erfitt að þurfa alltaf að koma til baka og vera að missa af leikjum,“ segir Kristján Gauti en tekur það ekki á andlega að standa í svona meiðslum alltaf? „Jú, ég held ég tali nú fyrir alla fótboltamenn þegar ég segi að það sé leiðinlegt að meiðast en maður bítur bara á jaxlinn og reynir að koma sterkur til baka. Nú er ég búinn að ná mörgum leikjum líkt og í fyrra. Ég er kominn í gott stand,“ segir Kristján Gauti.Hrikalega góð reynsla Kristján Gauti fór 17 ára út til Liverpool þegar hann gekk í unglingalið félagsins. Hann segir tímann þar hafa verið lærdómsríkan þó að hann hafi einnig verið erfiður út af eilífum meiðslum. „Það var hrikalega góð reynsla að æfa eins og atvinnumaður þó að ég hafi verið mestallan tímann meiddur. Ég fékk mikið út úr þessu bæði líkamlega og andlega,“ segir Kristján Gauti. Hann viðurkennir að það sé erfitt að tækla það andlega að vera sífellt frá vegna meiðsla, en í dag er hann bara ánægður að vera að spila og það fyrir sitt félag. „Það tekur gríðarlega á að vera meiddur svona lengi eins og ég var. En það er bara gaman að koma heim í FH og ég er þakklátur fyrir að geta spilað fyrir mitt uppeldisfélag,“ segir Kristján Gauti en FH er á toppi deildarinnar. „Við eigum góðan mögulega á að vinna deildina og svo er Evrópukeppnin spennandi. Við verðum að gera eins og í fyrra þar. Vonandi náum við sama árangri.“Stefnir aftur út Frammistaða Kristjáns Gauta í upphafi tímabils hefur vakið athygli út fyrir landsteinana en atvinnumannalið fylgjast nú grannt með gangi mála. „Ég er alveg pollrólegur í þeim málum og einbeiti mér bara að því að spila vel fyrir FH,“ segir Kristján Gauti. „Ég sé svo bara til hvort ég fer út eftir þetta tímabil eða næsta. Það verður bara að koma í ljós, en það er ekkert í gangi sem ég veit af.“ Stefnan er þó klárlega sett á að fara aftur út. „Það er alveg klárt. Hvort sem það er Holland, Danmörk, Svíþjóð, England eða Noregur; bara eitthvað spennandi,“ segir Kristján Gauti sem langar líka að fá annað tækifæri með landsliðinu. Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa einmitt haft auga með honum. „Ég átti að spila á móti Eistlandi um daginn en var því miður meiddur. Það var gríðarlega leiðinlegt að missa af þeim leik en vonandi fær maður aftur tækifæri,“ segir Kristján Gauti Emilsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-mörkin | 9. þáttur Níundu umferðinni í Pepsi-deild karla er lokið og sem fyrr má nálgast styttri útgáfu af Pepsi-mörkunum á Vísi. 24. júní 2014 21:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram- FH 0-4 | FH aftur á toppinn Kristján Gauti Emilsson fór á kostum í sigri FH í Dalnum. 23. júní 2014 13:23 Uppbótartíminn: Jonathan Glenn með Rivaldo-takta Níundu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu lauk í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. 24. júní 2014 12:30 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
„Mér fannst við spila ágætlega. Við settum eitt mark snemma á þá og þau hefðu getað verið fleiri, en ég er bara ánægður með sigurinn,“ segir Kristján Gauti Emilsson, framherji FH, sem skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 4-0 sigri FH á Fram á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldið. Kristján Gauti var óstöðvandi í leiknum og hefði átt að skora fleiri mörk sjálfur. Þessi 21 árs gamli strákur er leikmaður 9. umferðar hjá Fréttablaðinu fyrir frammistöðu sína í Dalnum. „Ég er bara nokkuð sáttur. Ég náði að skora tvö mörk og leggja upp eitt í lokin þannig að ég er sáttur,“ segir Kristján Gauti.Kominn í gott stand Kristján Gauti virðist vera kominn í sitt besta form en hann hefur á ferli sínum glímt við löng og ströng meiðsli. „Ég hef verið óheppinn með meiðsli og það setur alltaf strik í reikninginn. Það er erfitt að þurfa alltaf að koma til baka og vera að missa af leikjum,“ segir Kristján Gauti en tekur það ekki á andlega að standa í svona meiðslum alltaf? „Jú, ég held ég tali nú fyrir alla fótboltamenn þegar ég segi að það sé leiðinlegt að meiðast en maður bítur bara á jaxlinn og reynir að koma sterkur til baka. Nú er ég búinn að ná mörgum leikjum líkt og í fyrra. Ég er kominn í gott stand,“ segir Kristján Gauti.Hrikalega góð reynsla Kristján Gauti fór 17 ára út til Liverpool þegar hann gekk í unglingalið félagsins. Hann segir tímann þar hafa verið lærdómsríkan þó að hann hafi einnig verið erfiður út af eilífum meiðslum. „Það var hrikalega góð reynsla að æfa eins og atvinnumaður þó að ég hafi verið mestallan tímann meiddur. Ég fékk mikið út úr þessu bæði líkamlega og andlega,“ segir Kristján Gauti. Hann viðurkennir að það sé erfitt að tækla það andlega að vera sífellt frá vegna meiðsla, en í dag er hann bara ánægður að vera að spila og það fyrir sitt félag. „Það tekur gríðarlega á að vera meiddur svona lengi eins og ég var. En það er bara gaman að koma heim í FH og ég er þakklátur fyrir að geta spilað fyrir mitt uppeldisfélag,“ segir Kristján Gauti en FH er á toppi deildarinnar. „Við eigum góðan mögulega á að vinna deildina og svo er Evrópukeppnin spennandi. Við verðum að gera eins og í fyrra þar. Vonandi náum við sama árangri.“Stefnir aftur út Frammistaða Kristjáns Gauta í upphafi tímabils hefur vakið athygli út fyrir landsteinana en atvinnumannalið fylgjast nú grannt með gangi mála. „Ég er alveg pollrólegur í þeim málum og einbeiti mér bara að því að spila vel fyrir FH,“ segir Kristján Gauti. „Ég sé svo bara til hvort ég fer út eftir þetta tímabil eða næsta. Það verður bara að koma í ljós, en það er ekkert í gangi sem ég veit af.“ Stefnan er þó klárlega sett á að fara aftur út. „Það er alveg klárt. Hvort sem það er Holland, Danmörk, Svíþjóð, England eða Noregur; bara eitthvað spennandi,“ segir Kristján Gauti sem langar líka að fá annað tækifæri með landsliðinu. Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa einmitt haft auga með honum. „Ég átti að spila á móti Eistlandi um daginn en var því miður meiddur. Það var gríðarlega leiðinlegt að missa af þeim leik en vonandi fær maður aftur tækifæri,“ segir Kristján Gauti Emilsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-mörkin | 9. þáttur Níundu umferðinni í Pepsi-deild karla er lokið og sem fyrr má nálgast styttri útgáfu af Pepsi-mörkunum á Vísi. 24. júní 2014 21:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram- FH 0-4 | FH aftur á toppinn Kristján Gauti Emilsson fór á kostum í sigri FH í Dalnum. 23. júní 2014 13:23 Uppbótartíminn: Jonathan Glenn með Rivaldo-takta Níundu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu lauk í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. 24. júní 2014 12:30 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Pepsi-mörkin | 9. þáttur Níundu umferðinni í Pepsi-deild karla er lokið og sem fyrr má nálgast styttri útgáfu af Pepsi-mörkunum á Vísi. 24. júní 2014 21:15
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram- FH 0-4 | FH aftur á toppinn Kristján Gauti Emilsson fór á kostum í sigri FH í Dalnum. 23. júní 2014 13:23
Uppbótartíminn: Jonathan Glenn með Rivaldo-takta Níundu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu lauk í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. 24. júní 2014 12:30