Stefnan klárlega aftur í atvinnumennsku Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júní 2014 06:00 Kristján Gauti er að komast í sitt besta form. vísir/Vilhelm „Mér fannst við spila ágætlega. Við settum eitt mark snemma á þá og þau hefðu getað verið fleiri, en ég er bara ánægður með sigurinn,“ segir Kristján Gauti Emilsson, framherji FH, sem skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 4-0 sigri FH á Fram á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldið. Kristján Gauti var óstöðvandi í leiknum og hefði átt að skora fleiri mörk sjálfur. Þessi 21 árs gamli strákur er leikmaður 9. umferðar hjá Fréttablaðinu fyrir frammistöðu sína í Dalnum. „Ég er bara nokkuð sáttur. Ég náði að skora tvö mörk og leggja upp eitt í lokin þannig að ég er sáttur,“ segir Kristján Gauti.Kominn í gott stand Kristján Gauti virðist vera kominn í sitt besta form en hann hefur á ferli sínum glímt við löng og ströng meiðsli. „Ég hef verið óheppinn með meiðsli og það setur alltaf strik í reikninginn. Það er erfitt að þurfa alltaf að koma til baka og vera að missa af leikjum,“ segir Kristján Gauti en tekur það ekki á andlega að standa í svona meiðslum alltaf? „Jú, ég held ég tali nú fyrir alla fótboltamenn þegar ég segi að það sé leiðinlegt að meiðast en maður bítur bara á jaxlinn og reynir að koma sterkur til baka. Nú er ég búinn að ná mörgum leikjum líkt og í fyrra. Ég er kominn í gott stand,“ segir Kristján Gauti.Hrikalega góð reynsla Kristján Gauti fór 17 ára út til Liverpool þegar hann gekk í unglingalið félagsins. Hann segir tímann þar hafa verið lærdómsríkan þó að hann hafi einnig verið erfiður út af eilífum meiðslum. „Það var hrikalega góð reynsla að æfa eins og atvinnumaður þó að ég hafi verið mestallan tímann meiddur. Ég fékk mikið út úr þessu bæði líkamlega og andlega,“ segir Kristján Gauti. Hann viðurkennir að það sé erfitt að tækla það andlega að vera sífellt frá vegna meiðsla, en í dag er hann bara ánægður að vera að spila og það fyrir sitt félag. „Það tekur gríðarlega á að vera meiddur svona lengi eins og ég var. En það er bara gaman að koma heim í FH og ég er þakklátur fyrir að geta spilað fyrir mitt uppeldisfélag,“ segir Kristján Gauti en FH er á toppi deildarinnar. „Við eigum góðan mögulega á að vinna deildina og svo er Evrópukeppnin spennandi. Við verðum að gera eins og í fyrra þar. Vonandi náum við sama árangri.“Stefnir aftur út Frammistaða Kristjáns Gauta í upphafi tímabils hefur vakið athygli út fyrir landsteinana en atvinnumannalið fylgjast nú grannt með gangi mála. „Ég er alveg pollrólegur í þeim málum og einbeiti mér bara að því að spila vel fyrir FH,“ segir Kristján Gauti. „Ég sé svo bara til hvort ég fer út eftir þetta tímabil eða næsta. Það verður bara að koma í ljós, en það er ekkert í gangi sem ég veit af.“ Stefnan er þó klárlega sett á að fara aftur út. „Það er alveg klárt. Hvort sem það er Holland, Danmörk, Svíþjóð, England eða Noregur; bara eitthvað spennandi,“ segir Kristján Gauti sem langar líka að fá annað tækifæri með landsliðinu. Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa einmitt haft auga með honum. „Ég átti að spila á móti Eistlandi um daginn en var því miður meiddur. Það var gríðarlega leiðinlegt að missa af þeim leik en vonandi fær maður aftur tækifæri,“ segir Kristján Gauti Emilsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-mörkin | 9. þáttur Níundu umferðinni í Pepsi-deild karla er lokið og sem fyrr má nálgast styttri útgáfu af Pepsi-mörkunum á Vísi. 24. júní 2014 21:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram- FH 0-4 | FH aftur á toppinn Kristján Gauti Emilsson fór á kostum í sigri FH í Dalnum. 23. júní 2014 13:23 Uppbótartíminn: Jonathan Glenn með Rivaldo-takta Níundu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu lauk í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. 24. júní 2014 12:30 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Sjá meira
„Mér fannst við spila ágætlega. Við settum eitt mark snemma á þá og þau hefðu getað verið fleiri, en ég er bara ánægður með sigurinn,“ segir Kristján Gauti Emilsson, framherji FH, sem skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 4-0 sigri FH á Fram á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldið. Kristján Gauti var óstöðvandi í leiknum og hefði átt að skora fleiri mörk sjálfur. Þessi 21 árs gamli strákur er leikmaður 9. umferðar hjá Fréttablaðinu fyrir frammistöðu sína í Dalnum. „Ég er bara nokkuð sáttur. Ég náði að skora tvö mörk og leggja upp eitt í lokin þannig að ég er sáttur,“ segir Kristján Gauti.Kominn í gott stand Kristján Gauti virðist vera kominn í sitt besta form en hann hefur á ferli sínum glímt við löng og ströng meiðsli. „Ég hef verið óheppinn með meiðsli og það setur alltaf strik í reikninginn. Það er erfitt að þurfa alltaf að koma til baka og vera að missa af leikjum,“ segir Kristján Gauti en tekur það ekki á andlega að standa í svona meiðslum alltaf? „Jú, ég held ég tali nú fyrir alla fótboltamenn þegar ég segi að það sé leiðinlegt að meiðast en maður bítur bara á jaxlinn og reynir að koma sterkur til baka. Nú er ég búinn að ná mörgum leikjum líkt og í fyrra. Ég er kominn í gott stand,“ segir Kristján Gauti.Hrikalega góð reynsla Kristján Gauti fór 17 ára út til Liverpool þegar hann gekk í unglingalið félagsins. Hann segir tímann þar hafa verið lærdómsríkan þó að hann hafi einnig verið erfiður út af eilífum meiðslum. „Það var hrikalega góð reynsla að æfa eins og atvinnumaður þó að ég hafi verið mestallan tímann meiddur. Ég fékk mikið út úr þessu bæði líkamlega og andlega,“ segir Kristján Gauti. Hann viðurkennir að það sé erfitt að tækla það andlega að vera sífellt frá vegna meiðsla, en í dag er hann bara ánægður að vera að spila og það fyrir sitt félag. „Það tekur gríðarlega á að vera meiddur svona lengi eins og ég var. En það er bara gaman að koma heim í FH og ég er þakklátur fyrir að geta spilað fyrir mitt uppeldisfélag,“ segir Kristján Gauti en FH er á toppi deildarinnar. „Við eigum góðan mögulega á að vinna deildina og svo er Evrópukeppnin spennandi. Við verðum að gera eins og í fyrra þar. Vonandi náum við sama árangri.“Stefnir aftur út Frammistaða Kristjáns Gauta í upphafi tímabils hefur vakið athygli út fyrir landsteinana en atvinnumannalið fylgjast nú grannt með gangi mála. „Ég er alveg pollrólegur í þeim málum og einbeiti mér bara að því að spila vel fyrir FH,“ segir Kristján Gauti. „Ég sé svo bara til hvort ég fer út eftir þetta tímabil eða næsta. Það verður bara að koma í ljós, en það er ekkert í gangi sem ég veit af.“ Stefnan er þó klárlega sett á að fara aftur út. „Það er alveg klárt. Hvort sem það er Holland, Danmörk, Svíþjóð, England eða Noregur; bara eitthvað spennandi,“ segir Kristján Gauti sem langar líka að fá annað tækifæri með landsliðinu. Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa einmitt haft auga með honum. „Ég átti að spila á móti Eistlandi um daginn en var því miður meiddur. Það var gríðarlega leiðinlegt að missa af þeim leik en vonandi fær maður aftur tækifæri,“ segir Kristján Gauti Emilsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-mörkin | 9. þáttur Níundu umferðinni í Pepsi-deild karla er lokið og sem fyrr má nálgast styttri útgáfu af Pepsi-mörkunum á Vísi. 24. júní 2014 21:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram- FH 0-4 | FH aftur á toppinn Kristján Gauti Emilsson fór á kostum í sigri FH í Dalnum. 23. júní 2014 13:23 Uppbótartíminn: Jonathan Glenn með Rivaldo-takta Níundu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu lauk í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. 24. júní 2014 12:30 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Sjá meira
Pepsi-mörkin | 9. þáttur Níundu umferðinni í Pepsi-deild karla er lokið og sem fyrr má nálgast styttri útgáfu af Pepsi-mörkunum á Vísi. 24. júní 2014 21:15
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram- FH 0-4 | FH aftur á toppinn Kristján Gauti Emilsson fór á kostum í sigri FH í Dalnum. 23. júní 2014 13:23
Uppbótartíminn: Jonathan Glenn með Rivaldo-takta Níundu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu lauk í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. 24. júní 2014 12:30