Gæsluvél sem leigð er til Ítalíu hefði lokið Faxaflóaleitinni á þremur tímum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. febrúar 2014 07:00 TF-SIF kom til landsins árið 2009. Landhelgisgæslan hefur ekki efni á að reka vélina og leigir hana því út. Fréttablaðið/Vilhelm Leit á borð við þá sem stóð yfir frá sunnudegi til mánudags að meintum bátsverjum í sjávarháska á Faxaflóa hefði jafnvel ekki þurft að taka nema örfáar klukkustundir - ef fullkomin leitarflugvél Landhelgisgæslunnar væri ekki í útleigu á Sikiley. „Búnaður flugvélarinnar TF-SIF hefði gert okkur kleift að leita þetta svæði með nokkurri vissu á tveimur til þremur klukkustundum,“ segir Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.Ekki á heimleið á næstunni Sá búnaður sem Hrafnhildur vísar til er meðal annars langdræg ratsjá, með mikla greiningarhæfni og öflug hitamyndavél. „Ratsjáin er sérstaklega hönnuð með eftirlit á sjó í huga og getur fundið lítil endurvörp í slæmum veðrum,“ segir Hrafnhildur sem kveður TF-SIF verða erlendis í verkefnum að minnsta kosti fjóra til fimm mánuði með áhöfn.Hrafnhildur Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.„Hún verður meira og minna erlendis fram á haust. Leigutekjurnar skipta umtalsverðu máli fyrir rekstur LHG og styður við rekstur annarra björgunartækja, eins og þyrla hér á landi,“ segir Hrafnhildur sem aðspurð kveður ekki gert ráð fyrir mikilli notkun þessa fullkomna björgunartækis á Íslandi á þessu ári.Fann 100 manns í Miðjarðarhafinu Hrafnhildur segir TF-SIF vera afar fjölþætt eftirlits- og björgunartæki sem margoft hafi sannað gildi sitt. Um borð sé lykilbúnaður við leit, björgun, löggæslu sem og eftirlit. Ratsjáin hafi meðal annars nýst vel við eftirlit á Miðjarðarhafi fyrir Landamærastofnun Evrópusambandsins (EU), Frontex. „Landhelgisgæslan kom síðast að björgunaraðgerð í desember, um 300 sjómílur suður af Sikiley, þar sem 100 sýrlenskum flóttamönnum, 80 fullorðnum og 25 börnum, var bjargað um borð í skip ítölsku strandgæslunnar eftir að áhöfn TF-SIF hafði fundið bát þeirra,“ segir Hranhildur. Fjórir til fimm eru í áhöfn flugvélarinnar og segir Hrafnhildur þá hafa öðlast mikla hæfni við notkun búnaðarins og séu upplýsingar frá flugvélinni sendar til stjórnstöðvar Frontex í Róm þar sem fulltrúi Landhelgisgæslunnar taki þátt í samhæfingu aðgerða með öðrum viðbragðsaðilum á svæðinu.Tækjabúnaðurinn um borð í TF-SIF er afar háþróaður. Þar er meðal annars meðal annars langdræg ratsjá með mikla greiningarhæfni og öflug hitamyndavél. Þessi mynd var tekin við rannsóknarflug yfir Eyjafjallajökul í apríl 2010. Fréttablaðið/StefánMarkaði tímamótTF-SIF kom til Íslands á árinu 2009 og samkvæmt því sem segir á vef Landhelgisgæslunnar markaði til koma hennar tímamót í allri starfsemi Landhelgisgæslunnar „og er einfaldlega um að ræða byltingu í eftirlits-, öryggis- og björgunarmálum Íslendinga á því víðfeðma hafsvæði sem Ísland ber ábyrgð á jafn innan sem utan efnahagslögsögunnar.“ Þar segir einnig að notkunarmöguleikar flugvélarinnar til öryggis- og löggæslu, eftirlits, leitar og björgunar sem og sjúkraflugs séu „nánast ótakmarkaðir". Vélin skapi Íslendingum kost á að fylgjast með hafinu umhverfis Ísland með allt öðrum og nákvæmari hætti en verið hefur. Meðal annars býr vélin yfir öflugri infrarauðri myndavél sem bæði getur tekið myndir frá hlið og beint fram, jafnt að nóttu sem degi. Með þessari tækni er hægt að hafa yfirsýn yfir umferð og aðgerðir á hafinu sem og greina athafnir skipa með ótrúlegri nákvæmni. Einnig er vélin búin mjög öflugum 360 gráðu radar sem getur greint skip í allt að 200 sjómílna fjarlægð og tegund þeirra í 40 sjómílna fjarlægð. Þá býr vélin yfir búnaði sem greinir mengun með nýjum og nákvæmari hætti en áður sem þýðir gjörbreytingu í auðlindagæslu og umhverfisvernd. Tengdar fréttir Ákvörðun um frekari leit tekin í birtingu Ítarleg leit björgunarsveita á höfðuborgarsvæðinu í gærkvöldi, að manni sem talið er að hafi fallið í sjóinn af vestari hafnargarði Reykjavíkurhafnar, bar ekki árangur og var henni frestað upp úr miðnætti. 4. febrúar 2014 07:02 Neyðarkallið líklega gabb Allt bendir til þess að neyðarkallið sem Landhelgisgæslunni barst í gær, um leka í bát á Faxaflóa, hafi verið gabb. 3. febrúar 2014 19:29 Leit hafin að lekum bát Leki kom að bát sem var á siglingu á Faxaflóa í dag. Ekki hefur náðst í skipsverja frá því neyðarkall barst. 2. febrúar 2014 15:28 „Búin að leita af okkur allan grun“ Ekkert bendir til þess að um raunverulega neyð hafi verið að ræða þegar neyðarkall barst frá sökkvandi báti á Faxaflóa í gær. 3. febrúar 2014 16:45 Tvær finnskar herþyrlur taka þátt í leitinni Fréttastofa hefur fengið það staðfest að tvær finnskar herþyrlur taka þátt í leitinni að skipverjum. Landhelgisgæslunni barst tilkynningu leka í bát sem var á siglingu á Faxaflóa á þriðja tímanum í dag. 2. febrúar 2014 16:52 Staðan verður endurmetin í fyrramálið Víðtæk leit sem staðið hefur yfir frá því í dag á Faxaflóa hefur ekki borið árangur. Ákveðið hefur verið að fresta frekari leit að sinni og verður staðan endurmetin í fyrramálið. 2. febrúar 2014 21:53 Viðurlögin allt að þriggja mánaða fangelsi og fjársekt Nú leikur grunur á því að um gabb hafi verið að ræða en eftir mikla leit hefur ekki tekist að finna bát né skipverja. 4. febrúar 2014 10:16 Mjög umfangsmikil leit Landhelgisgæslunni barst tilkynning um leka í bát sem var á siglingu á Faxaflóa á þriðja tímanum í dag. Mennirnir á bátnum tilkynntu um lekann á neyðarrás og að þeir væru allir komnir í flotgalla. 2. febrúar 2014 16:29 Vísbendingar um að neyðarkallið hafi verið gabb Ýmislegt bendir til þess að um gabb hafi verið að ræða þegar neyðarkall barst frá sökkvandi báti á Faxaflóa í gær. Þrátt fyrir ítarlega leit úr lofti og af sjó í gær, sáust engin ummerki og engan bát vantaði inn í sjálfvirkt kerfi Tilkynningaskyldunnar. 3. febrúar 2014 07:03 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Leit á borð við þá sem stóð yfir frá sunnudegi til mánudags að meintum bátsverjum í sjávarháska á Faxaflóa hefði jafnvel ekki þurft að taka nema örfáar klukkustundir - ef fullkomin leitarflugvél Landhelgisgæslunnar væri ekki í útleigu á Sikiley. „Búnaður flugvélarinnar TF-SIF hefði gert okkur kleift að leita þetta svæði með nokkurri vissu á tveimur til þremur klukkustundum,“ segir Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.Ekki á heimleið á næstunni Sá búnaður sem Hrafnhildur vísar til er meðal annars langdræg ratsjá, með mikla greiningarhæfni og öflug hitamyndavél. „Ratsjáin er sérstaklega hönnuð með eftirlit á sjó í huga og getur fundið lítil endurvörp í slæmum veðrum,“ segir Hrafnhildur sem kveður TF-SIF verða erlendis í verkefnum að minnsta kosti fjóra til fimm mánuði með áhöfn.Hrafnhildur Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.„Hún verður meira og minna erlendis fram á haust. Leigutekjurnar skipta umtalsverðu máli fyrir rekstur LHG og styður við rekstur annarra björgunartækja, eins og þyrla hér á landi,“ segir Hrafnhildur sem aðspurð kveður ekki gert ráð fyrir mikilli notkun þessa fullkomna björgunartækis á Íslandi á þessu ári.Fann 100 manns í Miðjarðarhafinu Hrafnhildur segir TF-SIF vera afar fjölþætt eftirlits- og björgunartæki sem margoft hafi sannað gildi sitt. Um borð sé lykilbúnaður við leit, björgun, löggæslu sem og eftirlit. Ratsjáin hafi meðal annars nýst vel við eftirlit á Miðjarðarhafi fyrir Landamærastofnun Evrópusambandsins (EU), Frontex. „Landhelgisgæslan kom síðast að björgunaraðgerð í desember, um 300 sjómílur suður af Sikiley, þar sem 100 sýrlenskum flóttamönnum, 80 fullorðnum og 25 börnum, var bjargað um borð í skip ítölsku strandgæslunnar eftir að áhöfn TF-SIF hafði fundið bát þeirra,“ segir Hranhildur. Fjórir til fimm eru í áhöfn flugvélarinnar og segir Hrafnhildur þá hafa öðlast mikla hæfni við notkun búnaðarins og séu upplýsingar frá flugvélinni sendar til stjórnstöðvar Frontex í Róm þar sem fulltrúi Landhelgisgæslunnar taki þátt í samhæfingu aðgerða með öðrum viðbragðsaðilum á svæðinu.Tækjabúnaðurinn um borð í TF-SIF er afar háþróaður. Þar er meðal annars meðal annars langdræg ratsjá með mikla greiningarhæfni og öflug hitamyndavél. Þessi mynd var tekin við rannsóknarflug yfir Eyjafjallajökul í apríl 2010. Fréttablaðið/StefánMarkaði tímamótTF-SIF kom til Íslands á árinu 2009 og samkvæmt því sem segir á vef Landhelgisgæslunnar markaði til koma hennar tímamót í allri starfsemi Landhelgisgæslunnar „og er einfaldlega um að ræða byltingu í eftirlits-, öryggis- og björgunarmálum Íslendinga á því víðfeðma hafsvæði sem Ísland ber ábyrgð á jafn innan sem utan efnahagslögsögunnar.“ Þar segir einnig að notkunarmöguleikar flugvélarinnar til öryggis- og löggæslu, eftirlits, leitar og björgunar sem og sjúkraflugs séu „nánast ótakmarkaðir". Vélin skapi Íslendingum kost á að fylgjast með hafinu umhverfis Ísland með allt öðrum og nákvæmari hætti en verið hefur. Meðal annars býr vélin yfir öflugri infrarauðri myndavél sem bæði getur tekið myndir frá hlið og beint fram, jafnt að nóttu sem degi. Með þessari tækni er hægt að hafa yfirsýn yfir umferð og aðgerðir á hafinu sem og greina athafnir skipa með ótrúlegri nákvæmni. Einnig er vélin búin mjög öflugum 360 gráðu radar sem getur greint skip í allt að 200 sjómílna fjarlægð og tegund þeirra í 40 sjómílna fjarlægð. Þá býr vélin yfir búnaði sem greinir mengun með nýjum og nákvæmari hætti en áður sem þýðir gjörbreytingu í auðlindagæslu og umhverfisvernd.
Tengdar fréttir Ákvörðun um frekari leit tekin í birtingu Ítarleg leit björgunarsveita á höfðuborgarsvæðinu í gærkvöldi, að manni sem talið er að hafi fallið í sjóinn af vestari hafnargarði Reykjavíkurhafnar, bar ekki árangur og var henni frestað upp úr miðnætti. 4. febrúar 2014 07:02 Neyðarkallið líklega gabb Allt bendir til þess að neyðarkallið sem Landhelgisgæslunni barst í gær, um leka í bát á Faxaflóa, hafi verið gabb. 3. febrúar 2014 19:29 Leit hafin að lekum bát Leki kom að bát sem var á siglingu á Faxaflóa í dag. Ekki hefur náðst í skipsverja frá því neyðarkall barst. 2. febrúar 2014 15:28 „Búin að leita af okkur allan grun“ Ekkert bendir til þess að um raunverulega neyð hafi verið að ræða þegar neyðarkall barst frá sökkvandi báti á Faxaflóa í gær. 3. febrúar 2014 16:45 Tvær finnskar herþyrlur taka þátt í leitinni Fréttastofa hefur fengið það staðfest að tvær finnskar herþyrlur taka þátt í leitinni að skipverjum. Landhelgisgæslunni barst tilkynningu leka í bát sem var á siglingu á Faxaflóa á þriðja tímanum í dag. 2. febrúar 2014 16:52 Staðan verður endurmetin í fyrramálið Víðtæk leit sem staðið hefur yfir frá því í dag á Faxaflóa hefur ekki borið árangur. Ákveðið hefur verið að fresta frekari leit að sinni og verður staðan endurmetin í fyrramálið. 2. febrúar 2014 21:53 Viðurlögin allt að þriggja mánaða fangelsi og fjársekt Nú leikur grunur á því að um gabb hafi verið að ræða en eftir mikla leit hefur ekki tekist að finna bát né skipverja. 4. febrúar 2014 10:16 Mjög umfangsmikil leit Landhelgisgæslunni barst tilkynning um leka í bát sem var á siglingu á Faxaflóa á þriðja tímanum í dag. Mennirnir á bátnum tilkynntu um lekann á neyðarrás og að þeir væru allir komnir í flotgalla. 2. febrúar 2014 16:29 Vísbendingar um að neyðarkallið hafi verið gabb Ýmislegt bendir til þess að um gabb hafi verið að ræða þegar neyðarkall barst frá sökkvandi báti á Faxaflóa í gær. Þrátt fyrir ítarlega leit úr lofti og af sjó í gær, sáust engin ummerki og engan bát vantaði inn í sjálfvirkt kerfi Tilkynningaskyldunnar. 3. febrúar 2014 07:03 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Ákvörðun um frekari leit tekin í birtingu Ítarleg leit björgunarsveita á höfðuborgarsvæðinu í gærkvöldi, að manni sem talið er að hafi fallið í sjóinn af vestari hafnargarði Reykjavíkurhafnar, bar ekki árangur og var henni frestað upp úr miðnætti. 4. febrúar 2014 07:02
Neyðarkallið líklega gabb Allt bendir til þess að neyðarkallið sem Landhelgisgæslunni barst í gær, um leka í bát á Faxaflóa, hafi verið gabb. 3. febrúar 2014 19:29
Leit hafin að lekum bát Leki kom að bát sem var á siglingu á Faxaflóa í dag. Ekki hefur náðst í skipsverja frá því neyðarkall barst. 2. febrúar 2014 15:28
„Búin að leita af okkur allan grun“ Ekkert bendir til þess að um raunverulega neyð hafi verið að ræða þegar neyðarkall barst frá sökkvandi báti á Faxaflóa í gær. 3. febrúar 2014 16:45
Tvær finnskar herþyrlur taka þátt í leitinni Fréttastofa hefur fengið það staðfest að tvær finnskar herþyrlur taka þátt í leitinni að skipverjum. Landhelgisgæslunni barst tilkynningu leka í bát sem var á siglingu á Faxaflóa á þriðja tímanum í dag. 2. febrúar 2014 16:52
Staðan verður endurmetin í fyrramálið Víðtæk leit sem staðið hefur yfir frá því í dag á Faxaflóa hefur ekki borið árangur. Ákveðið hefur verið að fresta frekari leit að sinni og verður staðan endurmetin í fyrramálið. 2. febrúar 2014 21:53
Viðurlögin allt að þriggja mánaða fangelsi og fjársekt Nú leikur grunur á því að um gabb hafi verið að ræða en eftir mikla leit hefur ekki tekist að finna bát né skipverja. 4. febrúar 2014 10:16
Mjög umfangsmikil leit Landhelgisgæslunni barst tilkynning um leka í bát sem var á siglingu á Faxaflóa á þriðja tímanum í dag. Mennirnir á bátnum tilkynntu um lekann á neyðarrás og að þeir væru allir komnir í flotgalla. 2. febrúar 2014 16:29
Vísbendingar um að neyðarkallið hafi verið gabb Ýmislegt bendir til þess að um gabb hafi verið að ræða þegar neyðarkall barst frá sökkvandi báti á Faxaflóa í gær. Þrátt fyrir ítarlega leit úr lofti og af sjó í gær, sáust engin ummerki og engan bát vantaði inn í sjálfvirkt kerfi Tilkynningaskyldunnar. 3. febrúar 2014 07:03