Fótbolti

Jóhann Berg spilaði allan leikinn þegar AZ sló Heerenveen út

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Jóhann Berg vill kveðja AZ með stæl
Jóhann Berg vill kveðja AZ með stæl vísir/getty
AZ á enn möguleika á að komast í forkeppni Evrópudeildarinnar eftir að liðið sló Heerenveen út úr umspili um laust sæti í forkeppninni í sumar þrátt fyrir 1-0 tap í kvöld.

AZ vann fyrri leikinn á heimavelli 3-0 en í honum meiddist Alfreð Finnbogason sem var því ekki með Heerenveen í kvöld.

Aron Jóhannsson var ekki með AZ vegna meiðsla en Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn fyrir AZ.

Luciano Slagveer skoraði skoraði eina markið í kvöld á 47. mínútu. AZ vann einvígið samanlagt 3-1.

AZ mætir Groningen í úrslitum um læst sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar en Groningen gerði sér lítið fyrir og sló Vitesse út, 5-1 samtals.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×