Uppgjör á Sónar Reykjavík 18. febrúar 2014 18:02 Kristín Larsdóttir Dahl og Hafrún Alda Karlsdóttir hjá Bast magazine komu alla leið frá Kaupmannahöfn til að fara á Sónar, sem haldið var um helgina. „Við þjófstörtuðum festivalinu og héldum Bast magazine x Grotta Zine upphitunarpartý á Paloma á miðvikudagskvöldinu. Það komu um 300 eða 400 manns og það var tryllt stuð allan tímann,“ segir Hafrún, en þetta er í fyrsta skipti sem Bast fer á Sónar Reykjavík. „Við erum ótrúlega ánægðar, hátíðin stóðst allar okkar væntingar og meira en það. Við komum pottþétt aftur að ári liðnu,“ bætir hún við.Kristín Larsdóttir Dahl og Hafrún Alda KarlsdóttirAð sögn Hafrúnar og Kristínar voru mörg atriði sem stóðu uppúr. „HE, James Holden, Gusgus, Starwalker, Kölsh, When Saints go Machine, Cell7, John Hopkins og Bonobo voru öll tryllt,“ segir Kristín og bætir við að bílakjallarinn hafi komið sér reglulega á óvart. „Bílakjallarinn var algjör snilld en þar sáum við til dæmis Evian Christ, Kenton slash Demon og DJ Yamaho. Svo má ekki gleyma Hermigervli sem er algjör partí-stuðpinni.“Á tónleikum GusGus En er Sónar skemmtilegri en Hróaskelda? „Það er erfitt að bera þessar hátíðir saman. Sónar Reykjavík fókuserar náttúrlega meira á raftónlist og eru með fleiri íslenska og óþekkta tónlistarmenn á uppleið sem okkur hjá Bast magazine finnst alltaf spennandi að fá að fylgjast með. Hróaskelda er stór útihátið með allt mögulegt í boði fyrir alla sem er líka alltaf ótrúlega gaman að kíkja á. Við mælum með að fólk kíkji á sem flest tónlistar festivöl því það er ekkert skemmtilegra en að dansa við góða tónlist með skemmtilegu fólki og uppgötva nýja tónlist í leiðinni,“ segir Kristín.Fleiri myndir og nánari umfjöllun um Sónar má sjá hér.Ágústa SveinsdóttirRósa Birgitta ÍsfeldÓðinn Bjarni Hammer og Róbert Róbertsson Sónar Tónlist Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Kristín Larsdóttir Dahl og Hafrún Alda Karlsdóttir hjá Bast magazine komu alla leið frá Kaupmannahöfn til að fara á Sónar, sem haldið var um helgina. „Við þjófstörtuðum festivalinu og héldum Bast magazine x Grotta Zine upphitunarpartý á Paloma á miðvikudagskvöldinu. Það komu um 300 eða 400 manns og það var tryllt stuð allan tímann,“ segir Hafrún, en þetta er í fyrsta skipti sem Bast fer á Sónar Reykjavík. „Við erum ótrúlega ánægðar, hátíðin stóðst allar okkar væntingar og meira en það. Við komum pottþétt aftur að ári liðnu,“ bætir hún við.Kristín Larsdóttir Dahl og Hafrún Alda KarlsdóttirAð sögn Hafrúnar og Kristínar voru mörg atriði sem stóðu uppúr. „HE, James Holden, Gusgus, Starwalker, Kölsh, When Saints go Machine, Cell7, John Hopkins og Bonobo voru öll tryllt,“ segir Kristín og bætir við að bílakjallarinn hafi komið sér reglulega á óvart. „Bílakjallarinn var algjör snilld en þar sáum við til dæmis Evian Christ, Kenton slash Demon og DJ Yamaho. Svo má ekki gleyma Hermigervli sem er algjör partí-stuðpinni.“Á tónleikum GusGus En er Sónar skemmtilegri en Hróaskelda? „Það er erfitt að bera þessar hátíðir saman. Sónar Reykjavík fókuserar náttúrlega meira á raftónlist og eru með fleiri íslenska og óþekkta tónlistarmenn á uppleið sem okkur hjá Bast magazine finnst alltaf spennandi að fá að fylgjast með. Hróaskelda er stór útihátið með allt mögulegt í boði fyrir alla sem er líka alltaf ótrúlega gaman að kíkja á. Við mælum með að fólk kíkji á sem flest tónlistar festivöl því það er ekkert skemmtilegra en að dansa við góða tónlist með skemmtilegu fólki og uppgötva nýja tónlist í leiðinni,“ segir Kristín.Fleiri myndir og nánari umfjöllun um Sónar má sjá hér.Ágústa SveinsdóttirRósa Birgitta ÍsfeldÓðinn Bjarni Hammer og Róbert Róbertsson
Sónar Tónlist Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira