Talsmaður Talíbana sagði einnig að von væri á frekari árásum. Myndirnar sem um ræðir eru sagðar hafa verið teknar í Pakistan á svæði sem Talíbanar stjórna.
Fjölda útfarir voru haldnar í Pakistan í dag og er búið að lýsa yfir þriggja daga þjóðarsorg. Forsætisráðherra Pakistan felldi úr gildi í dag bann gegn dauðarefsingu í landinu.
Vígamennirnir sjö sem sjást á myndunum ruddust inn í skóla sem rekinn er af pakistanska hernum í gær og myrtu 148 einstaklinga í blóðugasta fjöldamorði Pakistan um árabil. 138 börn létu lífið og 121 særðust. Börnin voru öll átta til átján ára gömul.
