"Fýlupúkinn“ Jónas Björgvin: Fólk "dílar“ mismunandi við hlutina í lífinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2014 11:18 Þórsarinn Jónas Björgvin Sigurbergsson virtist fara í fýlu þegar hann var tekinn af velli í leik Stjörnunnar og Þórs í Pepsi-deildinni í gær en þetta vakti mikla athygli á samfélagsmiðlunum og var einnig tekið fyrir í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi. Páll Viðar Gíslason tók Jónas Björgvin af velli á 68. mínútu leiksins en staðan var þá 1-1. Stjörnumenn tryggðu sér sigurinn með marki úr umdeildri aukaspyrnu í uppbótartíma. En hvað var í gangi hjá Jónasi þegar hann var tekinn af velli?. „Það var ekkert í gangi þannig séð. Ég var bara ósáttur með að vera tekinn útaf og fólk „dílar" mismunandi við hlutina í lífinu. Ég ákvað að fara afsíðis og hugsa aðeins en ég sat þarna líka og var að teygja. Það er líka auðvelt að taka hlutina úr samhengi þegar það er tekin mynd í nokkrar sekúndur af fimm mínútum," sagði Jónas Björgvin Sigurbergsson þegar Vísir heyrði í honum í dag.Umræðan um Jónas Björgvin í Pepsi-mörkunum er aðgengileg hér fyrir ofan. Jónas Björgvin var þarna í byrjunarliðinu í fyrsta sinn síðan á móti Breiðabliki 2. júlí síðastliðinn. „Ég spilaði nánast ekkert í júlí. Ég spilaði mikið í byrjun móts en síðan datt ég út í síðustu leikjum. Þetta er bara ákvörðun þjálfarans. Hann velur liðið og ég var ekki einn af þeim ellefu sem hann taldi henta í þessa leiki. Ég kom inn í gær og ég vona að ég hafi gefið honum einhvern höfuðverk fyrir næsta leik," sagði Jónas Björgvin. En skammaði Páll Viðar þjálfari hann eitthvað eftir leikinn? „Palli skammaði mig ekki enda hefði það verið algjör óþarfi. Menn eiga ekki að vera að gera úlfalda úr mýflugu," segir Jónas Björgvin sem var fljótur til að gera grín af þessu sjálfur á samfélagsmiðlum.„Fólk nærist á einhverju svona, að taka einhverja manneskju fyrir og reyna að vera leiðinleg. Ég hef bara að gaman af þessu. Ég var alls ekki í fýlu. Maður sér oft fólk verða pirrað og þetta var bara ástríða fyrir leiknum," sagði Jónas. Hann segir að það sem var svekkjandi fyrir Þórsara var að missa frá sér stigið í lokin. „Það var grátlegt og fáránlega pirrandi en hefur svolítið verið okkar saga í sumar," sagði Jónas en er Þórsliðið að fá of mikla gagnrýni? „Nei, alls ekki. Að fá gagnrýni er bara partur af því að spila í Pepsi-deildinni. Oft er eins og það sé verið að sparka í liggjandi mann en ég tek ekkert eftir því að það sé verið að gagnrýna önnur lið of mikið. Þetta er bara partur af leiknum," segir Jónas. Þórsliðið er í neðsta sæti Pepsi-deildarinnar sex stigum frá öruggu sæti þegar sjö umferðir eru eftir af mótinu. „Nú verðum við að gera eins og þegar við höfum verið að ná í þessa þrjá punkta. Við þurfum að þjappa okkur saman og fara út í hvern einasta leik eins og hann sé sá síðasti. Það er nóg af punktum eftir þótt að fólk sé búið að afskrifa okkur. Við verðum þeir síðustu til afskrifa okkur," sagði Jónas en ætlar hann að haga sér öðruvísi þegar hann verður tekinn útaf næst? „Ég hugsa að ég labbi bara á bekkinn," svaraði Jónas Björgvin hlæjandi. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Chuck: Gamall blindur maður myndi standa sig betur Chukwudi Chijindu var gríðarlega óánægður með Vilhjálm Alvar Þórarinsson, dómara leiks Stjörnunnar og Þórs í kvöld en hann skellti sér á Twitter eftir leikinn. 11. ágúst 2014 22:45 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Þór 2-1 | Dramtískur sigur Stjörnunnar Stjarnan lyfti sér upp að hlið FH á toppi Pepsí deildar karla í fótbolta með því að leggja botnlið Þór 2-1 að velli. Sigurmarkið kom úr síðustu spyrnu leiksins beint úr aukaspyrnu. 11. ágúst 2014 15:39 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira
Þórsarinn Jónas Björgvin Sigurbergsson virtist fara í fýlu þegar hann var tekinn af velli í leik Stjörnunnar og Þórs í Pepsi-deildinni í gær en þetta vakti mikla athygli á samfélagsmiðlunum og var einnig tekið fyrir í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi. Páll Viðar Gíslason tók Jónas Björgvin af velli á 68. mínútu leiksins en staðan var þá 1-1. Stjörnumenn tryggðu sér sigurinn með marki úr umdeildri aukaspyrnu í uppbótartíma. En hvað var í gangi hjá Jónasi þegar hann var tekinn af velli?. „Það var ekkert í gangi þannig séð. Ég var bara ósáttur með að vera tekinn útaf og fólk „dílar" mismunandi við hlutina í lífinu. Ég ákvað að fara afsíðis og hugsa aðeins en ég sat þarna líka og var að teygja. Það er líka auðvelt að taka hlutina úr samhengi þegar það er tekin mynd í nokkrar sekúndur af fimm mínútum," sagði Jónas Björgvin Sigurbergsson þegar Vísir heyrði í honum í dag.Umræðan um Jónas Björgvin í Pepsi-mörkunum er aðgengileg hér fyrir ofan. Jónas Björgvin var þarna í byrjunarliðinu í fyrsta sinn síðan á móti Breiðabliki 2. júlí síðastliðinn. „Ég spilaði nánast ekkert í júlí. Ég spilaði mikið í byrjun móts en síðan datt ég út í síðustu leikjum. Þetta er bara ákvörðun þjálfarans. Hann velur liðið og ég var ekki einn af þeim ellefu sem hann taldi henta í þessa leiki. Ég kom inn í gær og ég vona að ég hafi gefið honum einhvern höfuðverk fyrir næsta leik," sagði Jónas Björgvin. En skammaði Páll Viðar þjálfari hann eitthvað eftir leikinn? „Palli skammaði mig ekki enda hefði það verið algjör óþarfi. Menn eiga ekki að vera að gera úlfalda úr mýflugu," segir Jónas Björgvin sem var fljótur til að gera grín af þessu sjálfur á samfélagsmiðlum.„Fólk nærist á einhverju svona, að taka einhverja manneskju fyrir og reyna að vera leiðinleg. Ég hef bara að gaman af þessu. Ég var alls ekki í fýlu. Maður sér oft fólk verða pirrað og þetta var bara ástríða fyrir leiknum," sagði Jónas. Hann segir að það sem var svekkjandi fyrir Þórsara var að missa frá sér stigið í lokin. „Það var grátlegt og fáránlega pirrandi en hefur svolítið verið okkar saga í sumar," sagði Jónas en er Þórsliðið að fá of mikla gagnrýni? „Nei, alls ekki. Að fá gagnrýni er bara partur af því að spila í Pepsi-deildinni. Oft er eins og það sé verið að sparka í liggjandi mann en ég tek ekkert eftir því að það sé verið að gagnrýna önnur lið of mikið. Þetta er bara partur af leiknum," segir Jónas. Þórsliðið er í neðsta sæti Pepsi-deildarinnar sex stigum frá öruggu sæti þegar sjö umferðir eru eftir af mótinu. „Nú verðum við að gera eins og þegar við höfum verið að ná í þessa þrjá punkta. Við þurfum að þjappa okkur saman og fara út í hvern einasta leik eins og hann sé sá síðasti. Það er nóg af punktum eftir þótt að fólk sé búið að afskrifa okkur. Við verðum þeir síðustu til afskrifa okkur," sagði Jónas en ætlar hann að haga sér öðruvísi þegar hann verður tekinn útaf næst? „Ég hugsa að ég labbi bara á bekkinn," svaraði Jónas Björgvin hlæjandi.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Chuck: Gamall blindur maður myndi standa sig betur Chukwudi Chijindu var gríðarlega óánægður með Vilhjálm Alvar Þórarinsson, dómara leiks Stjörnunnar og Þórs í kvöld en hann skellti sér á Twitter eftir leikinn. 11. ágúst 2014 22:45 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Þór 2-1 | Dramtískur sigur Stjörnunnar Stjarnan lyfti sér upp að hlið FH á toppi Pepsí deildar karla í fótbolta með því að leggja botnlið Þór 2-1 að velli. Sigurmarkið kom úr síðustu spyrnu leiksins beint úr aukaspyrnu. 11. ágúst 2014 15:39 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira
Chuck: Gamall blindur maður myndi standa sig betur Chukwudi Chijindu var gríðarlega óánægður með Vilhjálm Alvar Þórarinsson, dómara leiks Stjörnunnar og Þórs í kvöld en hann skellti sér á Twitter eftir leikinn. 11. ágúst 2014 22:45
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Þór 2-1 | Dramtískur sigur Stjörnunnar Stjarnan lyfti sér upp að hlið FH á toppi Pepsí deildar karla í fótbolta með því að leggja botnlið Þór 2-1 að velli. Sigurmarkið kom úr síðustu spyrnu leiksins beint úr aukaspyrnu. 11. ágúst 2014 15:39