Enski boltinn

Tryggðu þér enska boltann í tíma

Enski boltinn rúllar af stað á laugardaginn og af gefnu tilefni vill söluver 365 hvetja boltaunnendur til að hafa samband í tíma svo enginn missi af dýrmætum mínútum í mikilvægum leik.

„Reynslan sýnir að mikið álag er á sölu- og þjónustuver daginn sem Enski boltinn byrjar og því hvetjum við fólk til að hafa samband við söluver 365 í tíma. Síminn er 512-5100. Þá verður örugglega allt klárt þegar flautað verður til leiks á laugardaginn,“ segir Sigrún L. Sigurjónsdóttir, yfirmaður áskriftasviðs 365.

Stöð 2 Sport 2 mun sýna 380 beinar útsendingar á komandi tímabili.  Það er enginn sjónvarpsstöð í heiminum sem sýnir fleiri leiki.

Gummi Ben, Hjörvar Hafliða og Rikki Daða færa þér svo Enska boltann beint í æð í allan vetur í Messunni og nú verður hún í fyrsta sinn þrisvar sinnum í viku eða á mánudögum, fimmtudögum og föstudögum klukkan 21.00. Fyrsti þáttur verður mánudaginn, 18. ágúst.  

Aðgöngumiði á hvern leik í ár er aðeins 145 kr. með Enska pakkanum ef að net og heimasími hjá 365 er tekin með.

Sjá má upplýsingar um sjónvarpspakkana á www.365.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×