Enski boltinn

Van Persie líklega fyrirliði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Talið er líklegt að Robin van Persie taki við fyrirliðabandinu hjá Manchester United ef Louis van Gaal tekur við því.

Fastlega er reiknað með því að Van Gaal verði formlega ráðinn knattspyrnustjóri United á næstunni. David Moyes var rekinn fyrr í vetur og Ryan Giggs tók tímabundið við.

Núverandi fyrirliði United, Nemanja Vidic, er á leið frá félaginu til Inter á Ítalíu og því þarf United nýjan fyrirliða.

„Hann er fyrirliðinn minn og markahæsti leikmaðurinn á mínu einu og hálfu ári hér,“ sagði Van Gaal sem er landsliðsþjálfari Hollands. Van Persie er fyrirliði landsliðsins.

„Hann verður markahæsti leikmaður hollenska landsliðsins frá upphafi. Hann spilar frábæra knattspyrnu og skoraði glæsilegt mark þrátt fyrir að hann hafi verið að koma til baka eftir meiðsli. Ég var ánægður með frammistöðu hans,“ sagði Van Gaal eftir að Van Persie skoraði mark Hollands í 1-1 jafntefli í vináttulandsleik gegn Ekvador.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×