„Þessi gata verður farin til enda“ Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2014 14:22 Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður og Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri DV. „Það liggur alveg fyrir að þessi gata verður farin til enda. Það er ekki hægt að una þessu,“ segir Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri DV. Lögmaður hans hefur sent Sigurði G. Guðjónssyni, hæstaréttarlögmanni sem er í eigendahópi DV, bréf eftir að Sigurður birti kafla á Facebook-síðu sinni úr mánaðargömlum drögum að handriti sjálfsævisögu Reynis. Reynir segir Sigurð hafa komist yfir handritið með óeðlilegum hætti. Reynir segist hafa leitað til Persónuverndar vegna málsins. „Sigurður G. hefur fengið bréf frá mínum lögmanni sem ég reikna nú með að hann svari. Þetta er algerlega óviðunandi. Þetta er bók sem er í smíðum. Þetta eru drög sem ég sendi á samstarfsmenn til að „fact-checka“ og fleira. [...] Það er alveg ljóst að Sigurður G. er ekki í hópi minna ráðgjafa í þessu efni.“ Í einni færslu Sigurðar G. á Facebook segir hann að hann hafi verið að ljúka við lestur á handriti af sjálfsævisögu Reynis Traustasonar „þ.e.a.s. þeim eitthvað um tvö hundruð síðum sem mér bárust óvænt og óumbeðið.“ Reynir segist hafa fyrir um mánuði síðan sent handritið á samstarfsmenn sína, þau Jón Trausta Reynisson, fyrrverandi framkvæmdastjóra DV, og Heiðu B. Heiðarsdóttur, fyrrverandi markaðsstjóra DV. „Þetta er fólk sem er að fara yfir bókina fyrir mig. Þau eru hins vegar hætt á DV og því eiga þetta að vera lokuð póstföng.“ Hann segist hafa fengið viðvörun um að það væru póstar á sveimi frá Sigurði G. með handritinu og það mætti rekja til núverandi framkvæmdastjóra DV sem hafi sent þetta upphaflega. „Það er enginn vafi hvaðan þetta sé komið,“ segir Reynir. Reynir segir ljóst að einhver netföng starfsmanna DV sem nú séu hættir séu enn opin. „Ég hef það staðfest. Sigurður tekur svo þetta hugverk, sem er mín eign, og það er ekki einu sinni fullklárað þegar hann fer að birta úr þessu einhverja kafla og gortar sig af því að hafa þetta undir höndum.“ Að sögn Reynis er málið grafalvarlegt, bara þar sem Sigurður hafi haft þetta undir höndum, dreift þessu og birt á Facebook-síðu sinni. „Menn geta velt því fyrir sér hvort ég fái góða auglýsingu út á bókina vegna þessa - eflaust fæ ég það - en ég get ekki sætt mig við að svona sé farið með mín hugverk. Ég vil fá að stjórna því á hvaða stigi máls bókin fer fyrir augu lesenda.“ Hvorki náðist í Stein Kára Ragnarsson, framkvæmdastjóra DV, eða Sigurð G. Guðjónsson við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Sjá meira
„Það liggur alveg fyrir að þessi gata verður farin til enda. Það er ekki hægt að una þessu,“ segir Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri DV. Lögmaður hans hefur sent Sigurði G. Guðjónssyni, hæstaréttarlögmanni sem er í eigendahópi DV, bréf eftir að Sigurður birti kafla á Facebook-síðu sinni úr mánaðargömlum drögum að handriti sjálfsævisögu Reynis. Reynir segir Sigurð hafa komist yfir handritið með óeðlilegum hætti. Reynir segist hafa leitað til Persónuverndar vegna málsins. „Sigurður G. hefur fengið bréf frá mínum lögmanni sem ég reikna nú með að hann svari. Þetta er algerlega óviðunandi. Þetta er bók sem er í smíðum. Þetta eru drög sem ég sendi á samstarfsmenn til að „fact-checka“ og fleira. [...] Það er alveg ljóst að Sigurður G. er ekki í hópi minna ráðgjafa í þessu efni.“ Í einni færslu Sigurðar G. á Facebook segir hann að hann hafi verið að ljúka við lestur á handriti af sjálfsævisögu Reynis Traustasonar „þ.e.a.s. þeim eitthvað um tvö hundruð síðum sem mér bárust óvænt og óumbeðið.“ Reynir segist hafa fyrir um mánuði síðan sent handritið á samstarfsmenn sína, þau Jón Trausta Reynisson, fyrrverandi framkvæmdastjóra DV, og Heiðu B. Heiðarsdóttur, fyrrverandi markaðsstjóra DV. „Þetta er fólk sem er að fara yfir bókina fyrir mig. Þau eru hins vegar hætt á DV og því eiga þetta að vera lokuð póstföng.“ Hann segist hafa fengið viðvörun um að það væru póstar á sveimi frá Sigurði G. með handritinu og það mætti rekja til núverandi framkvæmdastjóra DV sem hafi sent þetta upphaflega. „Það er enginn vafi hvaðan þetta sé komið,“ segir Reynir. Reynir segir ljóst að einhver netföng starfsmanna DV sem nú séu hættir séu enn opin. „Ég hef það staðfest. Sigurður tekur svo þetta hugverk, sem er mín eign, og það er ekki einu sinni fullklárað þegar hann fer að birta úr þessu einhverja kafla og gortar sig af því að hafa þetta undir höndum.“ Að sögn Reynis er málið grafalvarlegt, bara þar sem Sigurður hafi haft þetta undir höndum, dreift þessu og birt á Facebook-síðu sinni. „Menn geta velt því fyrir sér hvort ég fái góða auglýsingu út á bókina vegna þessa - eflaust fæ ég það - en ég get ekki sætt mig við að svona sé farið með mín hugverk. Ég vil fá að stjórna því á hvaða stigi máls bókin fer fyrir augu lesenda.“ Hvorki náðist í Stein Kára Ragnarsson, framkvæmdastjóra DV, eða Sigurð G. Guðjónsson við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Sjá meira