Hollendingurinn Wesley Sneijder skoraði eina mark leiksins og tryggði Galatasaray bikarmeistaratitilinn í fimmtánda sinn frá upphafi en ekkert félag hefur unnið hann oftar.
Galatasaray var ekki búið að vinna bikarinn í níu ár eða síðan tímabilið 2004-2005 en vann hann nú á fyrsta tímabili Roberto Mancini með liðið.
Roberto Mancini er hreinlega sérfræðingur í að vinna bikarkeppnir því hann var nú að gera lið að bikarmeisturum í sjötta sinn og hefur nú unnið bikarkeppni með fimm mismundandi félögum í þremur löndum.
Fiorentina, Lazio og Internazionale (2) unnu öll ítalska bikarinn undir hans stjórn og þegar Mancini gerði Manchester City að enskum bikarmeisturum 2011 þá vann félagið sinn fyrsta titil í 35 ár.
