Vildi ólmur taka fyrsta vítið Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. maí 2014 07:00 Kári fagnar með félögum sínum á Wembley. vísir/getty „Þetta gat ekki endað betur, við fengum á okkur klaufaleg mörk í fyrri hálfleik þar sem við gerðum einföld mistök í vörninni en við náðum að snúa þessu okkur í hag í seinni,“ sagði Kári Árnason, miðvörður Rotherham United og íslenska landsliðsins, ánægður við Fréttablaðið þegar blaðamaður náði á hann í gær. Alls var 43.401 manns á pöllunum á hinum glæsilega Wembley á sunnudaginn, þar á meðal nánustu ættingjar Kára, og fengu þeir að fagna með sínum manni. „Það eru ekki margir Íslendingar sem hafa náð að lyfta bikar á Wembley þótt þetta sé neðrideildarbikar. Völlurinn var frábær og umgjörðin í kring um þetta gerði þetta að einstakri lífsreynslu,“ sagði Kári. Úrslitin réðust ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni þar sem okkar maður fékk ekki að spreyta sig. „Það er algjör skandall að ég var ekki númer eitt að taka vítaspyrnuna. Ég vildi taka fyrsta vítið. Hann setti mig númer sex, hann treysti ekki hafsentinum sínum. Við skulum segja að hann hafi treyst á mig þegar allt var undir,“ sagði Kári léttur.Stærsta stundin á ferlinum Kári vann tvöfalt í Svíþjóð, sænsku úrvalsdeildina og sænska bikarinn, með Djurgården árið 2005 en sigurinn á sunnudaginn var honum sætari. „Þetta var skemmtilegra, það er allt miklu stærra og meira hérna í Englandi og betur fylgst með fótboltanum. Þetta er búið að vera ótrúlega langt tímabil, einhverjir ellefu mánuðir þar sem við spilum eitthvað um sextíu leiki og gott að enda þetta á þennan hátt. Það eru tveir leikir fram undan og svo bíður verðskulduð hvíld. Ég neita því ekki að maður er svolítið lúinn,“ sagði Kári sem missir af fagnaðarlátum liðsins vegna leikja sem eru fram undan með íslenska landsliðinu. „Það er opin rúta sem keyrir um stórbæinn Rotherham og það verður örugglega góð stemning rétt eins og í gær.“Tvær deildir á tveimur árum Árangur Rotherham undanfarin tvö ár er stórkostlegur en liðið fór upp um tvær deildir á tveimur árum undir stjórn Steves Evans. „Ég vissi þegar ég kom til liðsins að þetta væri möguleiki, Steve fékk aðallega til sín leikmenn sem hafa verið í kringum Championship deildina og hefur liðið lítið breyst á milli ára. Við erum ekkert besta fótboltalið í heimi en við gefumst aldrei upp. Við lentum oft undir á tímabilinu en náðum oftast að snúa þessu okkur í hag. Það var í raun merkilegt hvað andinn í hópnum skilaði okkur langt,“ sagði Kári sem verður samningslaus í sumar. Undanfarnar vikur hefur einbeitingin verið á leikjunum sem fram undan voru og hefur hann lítið hugsað út í hvað framtíðin ber í skauti sér. „Ég fæ að vita ef eitthvað gerist og ég veit að það eru einhverjar þreifingar búnar að vera í gangi en ekkert eitthvað sem ég er tilbúinn að greina frá að svo stöddu. Mér líður vel hér en það er aldrei að vita hvað gerist í framtíðinni. Gengi liðsins undanfarna mánuði hefur verið mikil lyftistöng fyrir félagið og fyrir samfélagið í Rotherham. Það er gaman að allir eru að fylgjast með liðinu, það er kominn nýr völlur og vonandi getur þetta hjálpað liðinu aftur upp í fyrri hæðir,“ sagði Kári Árnason kampakátur. Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Sjá meira
„Þetta gat ekki endað betur, við fengum á okkur klaufaleg mörk í fyrri hálfleik þar sem við gerðum einföld mistök í vörninni en við náðum að snúa þessu okkur í hag í seinni,“ sagði Kári Árnason, miðvörður Rotherham United og íslenska landsliðsins, ánægður við Fréttablaðið þegar blaðamaður náði á hann í gær. Alls var 43.401 manns á pöllunum á hinum glæsilega Wembley á sunnudaginn, þar á meðal nánustu ættingjar Kára, og fengu þeir að fagna með sínum manni. „Það eru ekki margir Íslendingar sem hafa náð að lyfta bikar á Wembley þótt þetta sé neðrideildarbikar. Völlurinn var frábær og umgjörðin í kring um þetta gerði þetta að einstakri lífsreynslu,“ sagði Kári. Úrslitin réðust ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni þar sem okkar maður fékk ekki að spreyta sig. „Það er algjör skandall að ég var ekki númer eitt að taka vítaspyrnuna. Ég vildi taka fyrsta vítið. Hann setti mig númer sex, hann treysti ekki hafsentinum sínum. Við skulum segja að hann hafi treyst á mig þegar allt var undir,“ sagði Kári léttur.Stærsta stundin á ferlinum Kári vann tvöfalt í Svíþjóð, sænsku úrvalsdeildina og sænska bikarinn, með Djurgården árið 2005 en sigurinn á sunnudaginn var honum sætari. „Þetta var skemmtilegra, það er allt miklu stærra og meira hérna í Englandi og betur fylgst með fótboltanum. Þetta er búið að vera ótrúlega langt tímabil, einhverjir ellefu mánuðir þar sem við spilum eitthvað um sextíu leiki og gott að enda þetta á þennan hátt. Það eru tveir leikir fram undan og svo bíður verðskulduð hvíld. Ég neita því ekki að maður er svolítið lúinn,“ sagði Kári sem missir af fagnaðarlátum liðsins vegna leikja sem eru fram undan með íslenska landsliðinu. „Það er opin rúta sem keyrir um stórbæinn Rotherham og það verður örugglega góð stemning rétt eins og í gær.“Tvær deildir á tveimur árum Árangur Rotherham undanfarin tvö ár er stórkostlegur en liðið fór upp um tvær deildir á tveimur árum undir stjórn Steves Evans. „Ég vissi þegar ég kom til liðsins að þetta væri möguleiki, Steve fékk aðallega til sín leikmenn sem hafa verið í kringum Championship deildina og hefur liðið lítið breyst á milli ára. Við erum ekkert besta fótboltalið í heimi en við gefumst aldrei upp. Við lentum oft undir á tímabilinu en náðum oftast að snúa þessu okkur í hag. Það var í raun merkilegt hvað andinn í hópnum skilaði okkur langt,“ sagði Kári sem verður samningslaus í sumar. Undanfarnar vikur hefur einbeitingin verið á leikjunum sem fram undan voru og hefur hann lítið hugsað út í hvað framtíðin ber í skauti sér. „Ég fæ að vita ef eitthvað gerist og ég veit að það eru einhverjar þreifingar búnar að vera í gangi en ekkert eitthvað sem ég er tilbúinn að greina frá að svo stöddu. Mér líður vel hér en það er aldrei að vita hvað gerist í framtíðinni. Gengi liðsins undanfarna mánuði hefur verið mikil lyftistöng fyrir félagið og fyrir samfélagið í Rotherham. Það er gaman að allir eru að fylgjast með liðinu, það er kominn nýr völlur og vonandi getur þetta hjálpað liðinu aftur upp í fyrri hæðir,“ sagði Kári Árnason kampakátur.
Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Sjá meira