Lífið

Mikil dulúð í kringum svani

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Málar birtuna í kringum svani - Aðalbjörg segist vera að færast frá þessu myndefni.
Málar birtuna í kringum svani - Aðalbjörg segist vera að færast frá þessu myndefni. fréttablaðið/gunnar
„Ég er alltaf að reyna að mála þetta sem er aðeins utan og ofan við það sem við upplifum, eitthvað aðeins stærra en það sem maður raunverulega sér,“ segir myndlistarkonan Aðalbjörg Þórðardóttir sem opnar sjöttu einkasýningu sína í Gallerí Fold á laugardaginn.

Aðalbjörg vann til American Art Awards verðlaunanna nú í haust og var valin ein af listamönnum mánaðarins í New York Art Magazine í sumar svo þessi sýning slær botninn í farsælt ár hjá henni.

Aðalbjörg hefur líka starfað sem grafískur hönnuður í tuttugu ár og hannaði meðal annars litríka svaninn, merkið fyrir Hinsegin daga. Það var eðlilegt framhald af málverkum hennar en hún hefur málað svani undanfarin ár.

„Það er svo ofboðslega mikið af sagnamynnum, ævintýrum og dulúð í kringum svani alls staðar sem þeir þekkjast, væntanlega vegna þess að þeir eru svo fagrir og tignarlegir. Það er eitthvað yfirskilvitlegt í kringum þá sem ég hef reynt að fanga – birtuna í kringum þá. Þessi sýning er að vísu með talsvert af svönum en ég er svolítið að færast frá því myndefni,“ segir Aðalbjörg. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×