„Ef maður á enga mömmu fer maður til Argentínu“ Birta Björnsdóttir skrifar 15. nóvember 2014 11:00 Börnin á leikskólanum Álfaheiði í Kópavogi styrkja vin sinn Lúkas, sem býr í einu barnaþorpa SOS í Argentínu. Heljarinnar afmælisveisla fór fram á leikskólanum Álfaheiði í Kópavogi á dögunum. Afmælisbarnið var þó fjarri góðu gamni þar sem hann er búsettur í Argentínu. Afmælisbarnið heitir Lúkas og er sérlegur vinur barnanna á Álfaheiði. Lúkas býr í barnaþorpi á vegum SOS hjálparsamtakanna og hefur undanfarin ár notið mánaðarlegs styrks frá leikskólabörnunum góðu. „Já Lúkas er vinur okkar,“ segir Margrét Eva, leikskólanemi á Álfaheiði. „Hann býr í Argentínu, ef maður á enga mömmu fer maður til Argentínu,“ segir kollegi hennar, Níels Logi. Þó það séu blessunarlega ekki allir móðurlausir í Argentínu á það vissulega við um títtnefndan Lúkas sem býr í SOS barnaþorpi þar í landi og nýtur mánaðarlegs styrks frá börnum, starfsfólki og foreldrum á Álfaheiði. Leikskólinn er því svokallaður Sólblómaleikskóli. „SOS Barnaþorpin fóru á stað í haust með nýtt verkefni þar sem leikskólum landsins er boðið að gerast Sólblómaleikskólar. Um er að ræða verkefni að norskri fyrirmynd þar sem leikskólabörn fræðast um börn í öðrum löndum ásamt því að leggja sitt að mörkum til að gera heiminn að betri stað. Þá geta þau haldið Sólblómagleði ásamt því að eignast vin sem býr í SOS Barnaþorpi. Sólblómaverkefninu hefur verið tekið afar vel og nú þegar hafa yfir 20 leikskólar skráð sig á stuttum tíma,“ segir Sunna Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi SOS barnaþorpa. „Við söfnum pening í bauk fyrir hann,“ segir Margrét, einn nemenda á Álfaheiði. Og þau gera meira en það því nýlega sendu þau Lúkasi afmælis- og jólagjöf í pósti. „Við gáfum honum geisladisk og bol. Hann er orðinn unglingur,“ segir Ari Pablo. Sólblómaleikskólar fá efni frá SOS Barnaþorpunum þar sem sagt er frá börnum sem búa í þorpum. Saga þeirra er sögð ásamt því að lönd þeirra eru kynnt, matarmenning o.fl. Áhersla er lögð á að leikskólabörnin geti rætt um hvernig aðstæður SOS barnanna séu líkar eða ólíkar þeirra eigin. Efnið er einnig unnið með því markmiði að börnin kynnist og ræði um mismunandi fjölskylduform og heimilisaðstæður. Leikskólabörnin fræðast þannig um önnur lönd og aðra menningarheima og sjá hversu mikilvægt það er að bera virðingu fyrir öðrum þó svo að lifnaðarhættir og aðstæður séu öðruvísi en þau þekkja sjálf. Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Börnin á leikskólanum Álfaheiði í Kópavogi styrkja vin sinn Lúkas, sem býr í einu barnaþorpa SOS í Argentínu. Heljarinnar afmælisveisla fór fram á leikskólanum Álfaheiði í Kópavogi á dögunum. Afmælisbarnið var þó fjarri góðu gamni þar sem hann er búsettur í Argentínu. Afmælisbarnið heitir Lúkas og er sérlegur vinur barnanna á Álfaheiði. Lúkas býr í barnaþorpi á vegum SOS hjálparsamtakanna og hefur undanfarin ár notið mánaðarlegs styrks frá leikskólabörnunum góðu. „Já Lúkas er vinur okkar,“ segir Margrét Eva, leikskólanemi á Álfaheiði. „Hann býr í Argentínu, ef maður á enga mömmu fer maður til Argentínu,“ segir kollegi hennar, Níels Logi. Þó það séu blessunarlega ekki allir móðurlausir í Argentínu á það vissulega við um títtnefndan Lúkas sem býr í SOS barnaþorpi þar í landi og nýtur mánaðarlegs styrks frá börnum, starfsfólki og foreldrum á Álfaheiði. Leikskólinn er því svokallaður Sólblómaleikskóli. „SOS Barnaþorpin fóru á stað í haust með nýtt verkefni þar sem leikskólum landsins er boðið að gerast Sólblómaleikskólar. Um er að ræða verkefni að norskri fyrirmynd þar sem leikskólabörn fræðast um börn í öðrum löndum ásamt því að leggja sitt að mörkum til að gera heiminn að betri stað. Þá geta þau haldið Sólblómagleði ásamt því að eignast vin sem býr í SOS Barnaþorpi. Sólblómaverkefninu hefur verið tekið afar vel og nú þegar hafa yfir 20 leikskólar skráð sig á stuttum tíma,“ segir Sunna Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi SOS barnaþorpa. „Við söfnum pening í bauk fyrir hann,“ segir Margrét, einn nemenda á Álfaheiði. Og þau gera meira en það því nýlega sendu þau Lúkasi afmælis- og jólagjöf í pósti. „Við gáfum honum geisladisk og bol. Hann er orðinn unglingur,“ segir Ari Pablo. Sólblómaleikskólar fá efni frá SOS Barnaþorpunum þar sem sagt er frá börnum sem búa í þorpum. Saga þeirra er sögð ásamt því að lönd þeirra eru kynnt, matarmenning o.fl. Áhersla er lögð á að leikskólabörnin geti rætt um hvernig aðstæður SOS barnanna séu líkar eða ólíkar þeirra eigin. Efnið er einnig unnið með því markmiði að börnin kynnist og ræði um mismunandi fjölskylduform og heimilisaðstæður. Leikskólabörnin fræðast þannig um önnur lönd og aðra menningarheima og sjá hversu mikilvægt það er að bera virðingu fyrir öðrum þó svo að lifnaðarhættir og aðstæður séu öðruvísi en þau þekkja sjálf.
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira