„Ef maður á enga mömmu fer maður til Argentínu“ Birta Björnsdóttir skrifar 15. nóvember 2014 11:00 Börnin á leikskólanum Álfaheiði í Kópavogi styrkja vin sinn Lúkas, sem býr í einu barnaþorpa SOS í Argentínu. Heljarinnar afmælisveisla fór fram á leikskólanum Álfaheiði í Kópavogi á dögunum. Afmælisbarnið var þó fjarri góðu gamni þar sem hann er búsettur í Argentínu. Afmælisbarnið heitir Lúkas og er sérlegur vinur barnanna á Álfaheiði. Lúkas býr í barnaþorpi á vegum SOS hjálparsamtakanna og hefur undanfarin ár notið mánaðarlegs styrks frá leikskólabörnunum góðu. „Já Lúkas er vinur okkar,“ segir Margrét Eva, leikskólanemi á Álfaheiði. „Hann býr í Argentínu, ef maður á enga mömmu fer maður til Argentínu,“ segir kollegi hennar, Níels Logi. Þó það séu blessunarlega ekki allir móðurlausir í Argentínu á það vissulega við um títtnefndan Lúkas sem býr í SOS barnaþorpi þar í landi og nýtur mánaðarlegs styrks frá börnum, starfsfólki og foreldrum á Álfaheiði. Leikskólinn er því svokallaður Sólblómaleikskóli. „SOS Barnaþorpin fóru á stað í haust með nýtt verkefni þar sem leikskólum landsins er boðið að gerast Sólblómaleikskólar. Um er að ræða verkefni að norskri fyrirmynd þar sem leikskólabörn fræðast um börn í öðrum löndum ásamt því að leggja sitt að mörkum til að gera heiminn að betri stað. Þá geta þau haldið Sólblómagleði ásamt því að eignast vin sem býr í SOS Barnaþorpi. Sólblómaverkefninu hefur verið tekið afar vel og nú þegar hafa yfir 20 leikskólar skráð sig á stuttum tíma,“ segir Sunna Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi SOS barnaþorpa. „Við söfnum pening í bauk fyrir hann,“ segir Margrét, einn nemenda á Álfaheiði. Og þau gera meira en það því nýlega sendu þau Lúkasi afmælis- og jólagjöf í pósti. „Við gáfum honum geisladisk og bol. Hann er orðinn unglingur,“ segir Ari Pablo. Sólblómaleikskólar fá efni frá SOS Barnaþorpunum þar sem sagt er frá börnum sem búa í þorpum. Saga þeirra er sögð ásamt því að lönd þeirra eru kynnt, matarmenning o.fl. Áhersla er lögð á að leikskólabörnin geti rætt um hvernig aðstæður SOS barnanna séu líkar eða ólíkar þeirra eigin. Efnið er einnig unnið með því markmiði að börnin kynnist og ræði um mismunandi fjölskylduform og heimilisaðstæður. Leikskólabörnin fræðast þannig um önnur lönd og aðra menningarheima og sjá hversu mikilvægt það er að bera virðingu fyrir öðrum þó svo að lifnaðarhættir og aðstæður séu öðruvísi en þau þekkja sjálf. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Börnin á leikskólanum Álfaheiði í Kópavogi styrkja vin sinn Lúkas, sem býr í einu barnaþorpa SOS í Argentínu. Heljarinnar afmælisveisla fór fram á leikskólanum Álfaheiði í Kópavogi á dögunum. Afmælisbarnið var þó fjarri góðu gamni þar sem hann er búsettur í Argentínu. Afmælisbarnið heitir Lúkas og er sérlegur vinur barnanna á Álfaheiði. Lúkas býr í barnaþorpi á vegum SOS hjálparsamtakanna og hefur undanfarin ár notið mánaðarlegs styrks frá leikskólabörnunum góðu. „Já Lúkas er vinur okkar,“ segir Margrét Eva, leikskólanemi á Álfaheiði. „Hann býr í Argentínu, ef maður á enga mömmu fer maður til Argentínu,“ segir kollegi hennar, Níels Logi. Þó það séu blessunarlega ekki allir móðurlausir í Argentínu á það vissulega við um títtnefndan Lúkas sem býr í SOS barnaþorpi þar í landi og nýtur mánaðarlegs styrks frá börnum, starfsfólki og foreldrum á Álfaheiði. Leikskólinn er því svokallaður Sólblómaleikskóli. „SOS Barnaþorpin fóru á stað í haust með nýtt verkefni þar sem leikskólum landsins er boðið að gerast Sólblómaleikskólar. Um er að ræða verkefni að norskri fyrirmynd þar sem leikskólabörn fræðast um börn í öðrum löndum ásamt því að leggja sitt að mörkum til að gera heiminn að betri stað. Þá geta þau haldið Sólblómagleði ásamt því að eignast vin sem býr í SOS Barnaþorpi. Sólblómaverkefninu hefur verið tekið afar vel og nú þegar hafa yfir 20 leikskólar skráð sig á stuttum tíma,“ segir Sunna Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi SOS barnaþorpa. „Við söfnum pening í bauk fyrir hann,“ segir Margrét, einn nemenda á Álfaheiði. Og þau gera meira en það því nýlega sendu þau Lúkasi afmælis- og jólagjöf í pósti. „Við gáfum honum geisladisk og bol. Hann er orðinn unglingur,“ segir Ari Pablo. Sólblómaleikskólar fá efni frá SOS Barnaþorpunum þar sem sagt er frá börnum sem búa í þorpum. Saga þeirra er sögð ásamt því að lönd þeirra eru kynnt, matarmenning o.fl. Áhersla er lögð á að leikskólabörnin geti rætt um hvernig aðstæður SOS barnanna séu líkar eða ólíkar þeirra eigin. Efnið er einnig unnið með því markmiði að börnin kynnist og ræði um mismunandi fjölskylduform og heimilisaðstæður. Leikskólabörnin fræðast þannig um önnur lönd og aðra menningarheima og sjá hversu mikilvægt það er að bera virðingu fyrir öðrum þó svo að lifnaðarhættir og aðstæður séu öðruvísi en þau þekkja sjálf.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira