Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti væntanlegt frumvarp fyrir þingmönnum stjórnarflokkanna í kvöld sem felur í sér umtalsverðar breytingar á gildandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar voru boðaðir á trúnaðarfund í kvöld þar sem efni frumvarpsins var kynnt.
Fréttastofa RÚV greinir frá. Frumvarpið hefur ekki verið lagt fyrir ríkisstjórn og ríkir mikill trúnaður um efni þess. Sigmundur boðaði nýtt frumvarp um fiskveiðistjórnunarkerfið í stefnuræðu sinni á Alþingi þann 10. september.
Nýtt kvótafrumvarp kynnt stjórnarþingmönnum
Bjarki Ármannsson skrifar
