Enski boltinn

Góður dagur fyrir Chelsea, Newcastle, Stoke og Everton - úrslitin í enska

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Newcastle-menn voru gulir og glaðir í dag.
Newcastle-menn voru gulir og glaðir í dag. Vísir/Getty
Fjórir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni klukkan þrjú og stærstu fréttirnar eru að Chelsea náði fjögurra stiga forskoti á toppnum þökk sé tapi Arsenal á móti Stoke. Það var lítið skorað framan af leikjunum en mörkin létu sjá sig í seinni hálfleikjum leikjanna.

Liðsmenn Newcastle sóttu þrjú stig Hull og unnu 4-1 sigur á heimamönnum en þetta var annar sigur Newcastle í röð eftir mjög dapurt gengi í fyrstu þremur leikjum sínum eftir að félagsskiptaglugginn lokaði.

Moussa Sissoko skoraði tvö mörk fyrir Newcastle-liðið og Loic Remy sem skoraði sigurmarkið á móti Aston Villa um síðustu helgi var einnig á skotskónum í dag.

Romelu Lukaku var enn á ný hetja Everton-manna þegar hann skoraði sigurmarkið á móti West Ham níu mínútum fyrir leikslok. Markið skoraði hann að sjálfsögðu eftir stoðsendingu frá Leighton Baines.

Þjóðverjinn Andre Schurrle skoraði þrennu fyrir Chelsea í 3-1 sigri liðsins á botnliði Fulham á Craven Cottage í ensku úrvalsdeildinni í dag. Andre Schurrle skoraði öll þrjú mörkin sín á síðustu 40 mínútum leiksins en þessi sigur þýðir að Chelsea er komið með fjögurra stiga forskot á toppnum því Arsenal tapaði á sama tíma á móti Stoke City.

Stoke er erfitt heim að sækja og því fengu Arsenal-menn enn á ný að kynnast í dag þegar Stoke vann 1-0 sigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Jon Walters skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu. Þetta er mikið áfall fyrir Arsenal-liðið og gæti verið afdrifaríkt í baráttu liðsins um enska meistaratitilinn.



Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í dag:

Everton - West Ham    1-0

1-0 Romelu Lukaku (81.)

Fulham - Chelsea    1-3

0-1 Andre Schurrle (52.), 0-2 Andre Schurrle (65.), 0-3 Andre Schurrle (69.), 1-3 Jonny Heitinga (74.)

Hull City - Newcastle    1-4

0-1 Moussa Sissoko (10.), 0-2 Loic Remy (42.), 1-2 Curtis Davies (46.), 1-3 Moussa Sissoko (55.), 1-4 Vurnon Anita (90.)

Stoke City - Arsenal    1-0

1-0 Jon Walters, víti (76.)

Romelu Lukaku var hetja Everton.Vísir/Getty
Það sauð upp úr á milli David Meyler hjá Hull og Alan Pardew stjóra Newcastle.Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Pardew skallaði mótherja - myndband og myndir

Framkoma Alan Pardew, knattspyrnustjóra Newcastle, í dag setti skugga fyrir frábæran 4-1 sigur liðsins á Hull í ensku úrvalsdeildinni. Pardew fékk rautt spjald fyrir að skalla David Meyler, miðjumann Hull.

Mourinho: Ég sagði ekki eitt orð við þá í hálfleik

Lærisveinar Jose Mourinho í Chelsea eru komnir með fjögurra stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-1 sigur á Fulham í Craven Cottage í dag. Öll mörk Chelsea komu í seinni hálfleiknum.

Suarez skoraði eitt og lagði upp tvö - Liverpool í annað sætið

Liverpool vann sinn fjórða leik í röð í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar Luis Suarez og félagar sóttu þrjú stig til Southampton. Liverpool vann Southampton 3-0 og komst þar með upp fyrir Arsenal og Manchester City og alla leið upp í annað sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×