Enski boltinn

Mourinho: Ég sagði ekki eitt orð við þá í hálfleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andre Schurrle var í stuði í dag.
Andre Schurrle var í stuði í dag. Vísir/Getty
Lærisveinar Jose Mourinho í Chelsea eru komnir með fjögurra stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-1 sigur á Fulham í Craven Cottage í dag. Öll mörk Chelsea komu í seinni hálfleiknum.

„Ég sagði ekki eitt orð við þá í hálfleik. Ég labbaði inn í klefann og labbaði síðan út. Ég veit ekki hvort einhver annar sagði eitthvað því ég var ekki í klefanum. Seinni hálfleikurinn var gott svar við verstu frammistöðu liðsins á tímabilinu," sagði Jose Mourinho við BBC.

„Seinni hálfleikurinn var ein besta frammistaða liðsins á tímabilinu. Við hreyfðum mjög boltann vel. Ég hefði viljað gera ellefu breytingar í hálfleik en þar sem ég mátti aðeins gera þrjár skiptiungar þá breytti ég engu," sagði Mourinho.

„Núna höfum við fjórum stigum meira en Arsenal. Forskotið á City er falskt því eftir þeir vinna þá tvo leiki sem þeir eiga inni þá komast þeir á toppinn. Við erum ennþá á eftir þeim," sagði Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×