Byggir Simpsons-hús úr legó með syninum Baldvin Þormóðsson skrifar 3. júlí 2014 13:30 Feðgarnir eiga stórt verkefni fyrir höndum. „Veðurspáin átti alveg sinn hlut í þessum kaupum,“ segir leikstjórinn Ragnar Hansson en hann festi kaup á glæsilegri Lego-útgáfu af hinu víðfræga Simpsons-húsi sem hann ætlar að dunda sér við að smíða ásamt syni sínum Hrappi. „Við erum náttúrulega Simpsons-fjölskylda, ég er algjör Hómer,“ segir Ragnar en hann á einmitt einn son, tvær yngri stelpur og segist einnig hafa einn Flanders í sínu lífi þar sem ein dóttirin bendir alltaf á Flanders-fígúruna og kallar hana Gunna frænda. „Það er náttúrulega Gunnar Hansson, bróðir minn,“ segir hann og hlær. Ragnar er mikill aðdáandi Simpsons-þáttanna en þættirnir hófu göngu sína þegar Ragnar var á aldur við son sinn Hrapp. „Ég ólst bara upp við þetta,“ segir Ragnar. „Þetta er þáttaröð sem hefur mótað húmor minnar kynslóðar. Ég hef verið að gera mikið af gríni og gamanþáttum sjálfur og það kemur alveg fyrir að maður fattar eftir eitthvert verkefni, vó, ég held ég hafi ómeðvitað stolið þessu frá Simpsons.“ Ragnar hefur einnig gaman af klassískum Lego-smíðum en hann hefur ekki sjálfur átt leikfang af því tagi frá því að hann var ungur. „Ég viðurkenni að ég hef kannski getað verið smá pirrandi í kringum son minn þegar hann er að byggja, að hjálpa honum,“ segir Ragnar. „En nú get ég endurgoldið honum greiðann með því að hann byggi með mér.“Feðgarnir Homer Simpson (Ragnar) ásamt syninum Bart (Hrappi). Feðgarnir eiga stórt verkefni fyrir höndum.„Worst. Movie. Ever“ Þann 17. desember árið 1989 var fyrsti þátturinn um Simpson-fjölskylduna sýndur. 552 þættir í 25 seríum hafa síðan þá verið framleiddir. 150 mismunandi persónur hafa birst í þáttaröðunum. Ragnar Hansson segir Comic Book Guyvera í uppáhaldi. „Mér finnst svo gaman að tala og skrifa eins og hann,“ segir Ragnar. „Worst. Movie. Ever.“ Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira
„Veðurspáin átti alveg sinn hlut í þessum kaupum,“ segir leikstjórinn Ragnar Hansson en hann festi kaup á glæsilegri Lego-útgáfu af hinu víðfræga Simpsons-húsi sem hann ætlar að dunda sér við að smíða ásamt syni sínum Hrappi. „Við erum náttúrulega Simpsons-fjölskylda, ég er algjör Hómer,“ segir Ragnar en hann á einmitt einn son, tvær yngri stelpur og segist einnig hafa einn Flanders í sínu lífi þar sem ein dóttirin bendir alltaf á Flanders-fígúruna og kallar hana Gunna frænda. „Það er náttúrulega Gunnar Hansson, bróðir minn,“ segir hann og hlær. Ragnar er mikill aðdáandi Simpsons-þáttanna en þættirnir hófu göngu sína þegar Ragnar var á aldur við son sinn Hrapp. „Ég ólst bara upp við þetta,“ segir Ragnar. „Þetta er þáttaröð sem hefur mótað húmor minnar kynslóðar. Ég hef verið að gera mikið af gríni og gamanþáttum sjálfur og það kemur alveg fyrir að maður fattar eftir eitthvert verkefni, vó, ég held ég hafi ómeðvitað stolið þessu frá Simpsons.“ Ragnar hefur einnig gaman af klassískum Lego-smíðum en hann hefur ekki sjálfur átt leikfang af því tagi frá því að hann var ungur. „Ég viðurkenni að ég hef kannski getað verið smá pirrandi í kringum son minn þegar hann er að byggja, að hjálpa honum,“ segir Ragnar. „En nú get ég endurgoldið honum greiðann með því að hann byggi með mér.“Feðgarnir Homer Simpson (Ragnar) ásamt syninum Bart (Hrappi). Feðgarnir eiga stórt verkefni fyrir höndum.„Worst. Movie. Ever“ Þann 17. desember árið 1989 var fyrsti þátturinn um Simpson-fjölskylduna sýndur. 552 þættir í 25 seríum hafa síðan þá verið framleiddir. 150 mismunandi persónur hafa birst í þáttaröðunum. Ragnar Hansson segir Comic Book Guyvera í uppáhaldi. „Mér finnst svo gaman að tala og skrifa eins og hann,“ segir Ragnar. „Worst. Movie. Ever.“
Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira