Býr til karlmannlegri hreindýrajólaóróa Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 17. nóvember 2014 09:30 Jóhannes handsaumar borðana í óróann sjálfur. Vísir/Valli „Mig langaði svolítið að gera mótsvar við dönsku jólaóróunum. Það eru alltaf englar, jólatré eða snjókarlar,“ segir Jóhannes Arnljóts Ottósson, gullsmiður og skartgripahönnuður sem er búinn að hanna íslenskan jólaóróa. Óróinn er hannaður undir heiti NOX skartgripalínunnar. „Ég kem frá Hornafirði og þar er mikið af hreindýrum og ég elst upp við að sjá þau og þaðan kemur innblásturinn fyrir óróann. Hugmyndin kom fyrir tveimur árum og ég byrjaði að teikna hann í janúar í fyrra,“ segir hann, en á óróanum, sem er úr gull- eða silfurhúðuðu sinki, er hreindýr.NOX jólaóróinnVisirÓróinn hangir í svörtum silkiborða, framan á honum stendur „Gleðileg jól“ á öllum norðurlandamálunum og aftan á er þýska, spænska og enska, en Jóhannes saumar borðana sjálfur. „Ég er búinn að sitja sveittur við saumavélina á milli þess sem ég parketlegg hérna heima hjá mér,“ segir hann. Óróana segir hann höfða til allra, en hann hefur tekið eftir því að yngri kynslóðin er hrifin af óróunum og þá sérstaklega strákarnir. „Á honum er hreindýr sem kannski höfðar meira til karlmannanna, en þeir eru yfirleitt ekki að eltast við jólaóróana. Fólki finnst þetta ferskara og er hrifið af því að safna einhverju sem amma og mamma myndu kannski ekki safna. Ég vildi líka hafa borðann svartan, ekki rauðan eða grænan eins og oft er,“ segir hann. Óróinn kemur í svartri, silkiklæddri öskju og í henni fylgir saga tengd óróanum og stefnir Jóhannes að því að gera nýjan óróa fyrir hvert ár. Jólafréttir Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Sjá meira
„Mig langaði svolítið að gera mótsvar við dönsku jólaóróunum. Það eru alltaf englar, jólatré eða snjókarlar,“ segir Jóhannes Arnljóts Ottósson, gullsmiður og skartgripahönnuður sem er búinn að hanna íslenskan jólaóróa. Óróinn er hannaður undir heiti NOX skartgripalínunnar. „Ég kem frá Hornafirði og þar er mikið af hreindýrum og ég elst upp við að sjá þau og þaðan kemur innblásturinn fyrir óróann. Hugmyndin kom fyrir tveimur árum og ég byrjaði að teikna hann í janúar í fyrra,“ segir hann, en á óróanum, sem er úr gull- eða silfurhúðuðu sinki, er hreindýr.NOX jólaóróinnVisirÓróinn hangir í svörtum silkiborða, framan á honum stendur „Gleðileg jól“ á öllum norðurlandamálunum og aftan á er þýska, spænska og enska, en Jóhannes saumar borðana sjálfur. „Ég er búinn að sitja sveittur við saumavélina á milli þess sem ég parketlegg hérna heima hjá mér,“ segir hann. Óróana segir hann höfða til allra, en hann hefur tekið eftir því að yngri kynslóðin er hrifin af óróunum og þá sérstaklega strákarnir. „Á honum er hreindýr sem kannski höfðar meira til karlmannanna, en þeir eru yfirleitt ekki að eltast við jólaóróana. Fólki finnst þetta ferskara og er hrifið af því að safna einhverju sem amma og mamma myndu kannski ekki safna. Ég vildi líka hafa borðann svartan, ekki rauðan eða grænan eins og oft er,“ segir hann. Óróinn kemur í svartri, silkiklæddri öskju og í henni fylgir saga tengd óróanum og stefnir Jóhannes að því að gera nýjan óróa fyrir hvert ár.
Jólafréttir Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Sjá meira