Innlent

Bílvelta á Moldhaugnahálsi

Franskur ferðamaður, sem var farþegi í litlum jeppa, handleggsbrotnaði þegar jeppinn fór út af veginum á Moldhaugnahálsi, skammt norðan við Akureyri um kvöldmatarleytið í gærkvöldi.

Kona sem ók slapp ómeidd en jeppinn er gerónýtur eftir að hafa oltið margar veltur. Frakkinn dvaldi á sjúkrahúsinu á Akureyri í nótt en verður útskrifaður í dag. Konan sagðist hafa blindast af ljósum bíls, sem kom á móti, og við það misst stjórn á jeppanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×