Innlent

Rjúpnaskytta fannst látin

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Í fjallendinu vestan Langavatns í Borgarbyggð var síðdegis í gær komið að látnum manni. Maðurinn hafði verið á rjúpnaveiðum ásamt þremur öðrum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Félagar mannsins höfðu ekki heyrt frá honum í nokkurn tíma og hófu leit að honum. Komu þeir að honum þar sem hann hafði hnigið niður. Var hringt eftir aðstoð og gerð tilraun til endurlífgunar sem ekki bar árangur.

Lögreglan í Borgarfirði og Dölum fór á vettvang ásamt björgunarsveitarmönnum. Komu þeir líki hins látna til byggða. Maðurinn var á 62. aldursári. Ekki er hægt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×