Varar plötusnúða við prettum Ólöf Skaftadóttir skrifar 8. apríl 2014 09:40 Intro Beats Fréttablaðið/Valli „Ég var bókaður að spila á skemmtistað í Las Vegas. Samskiptin fóru tiltölulega eðlilega fram, þar til á síðustu metrunum þegar ég var beðinn um að leggja út fyrir fluginu, en það var þá sem viðvörunarbjöllur fór að hringja,“ segir plötusnúðurinn Ársæll Þór Ingvason, betur þekktur sem IntroBeats, en hann lenti í klónum á fremur nýstárlegri svikamyllu á netinu á dögunum. „Já, þetta var ágætlega skipulagt hjá þeim. Það var stelpa, Veronica Fisher, sem hafði fyrst samband við mig í gegnum Facebook og sagðist hafa verið að túra um Evrópu og haft viðkomu á Íslandi. Þannig hefði hún fengið mitt nafn í hendurnar og verið hrifin af því sem ég væri að gera í tónlist,“ útskýrir Ársæll, og segist enga ástæðu hafa haft fyrir að taka hana ekki alvarlega. „Hún fór að spyrjast fyrir um dagsetningar, hvenær ég væri laus og svona eins og gengur. Svo urðum við vinir á Skype og þar ræddi einhver sem hún kallaði yfirmann sinn við mig, Cy Brad Waits, og gerði mér tilboð. Hann ætlaði að borga mér 1.200 dollara fyrir að spila þarna þrjú kvöld, ásamt því að borga hótel og flug fyrir mig og gest. Ég var bara ánægður með þetta og grunaði ekki neitt.“ Síðan fór viðvörunarbjöllum að hringja. „Þau fóru að hafa samband oftar og biðja mig um að leggja út fyrir fluginu, 90 þúsund krónur á mann, út af einhverju máli með einhver kreditkort sem ég skildi ekki alveg. Þau sögðust samt myndu redda mér ódýrara flugi í gegnum American Airlines, sem náttúrulega flýgur ekki á milli Las Vegas og Keflavíkur, þannig að ég fór að efast,“ segir Ársæll, og hlær, en hann komst þá að því að vinur hans sem fæst við plötusnúðamennsku hafði lent í sama fólki. „Við bárum saman bækur okkar og komumst að því að hvorugur okkar er að fara til Vegas! Því miður,“ bætir hann við og varar aðra í stéttinni við því að lenda í klóm svikara á netinu. „Við komumst líka að því að Veronica Fisher er persóna úr sjónvarpsþáttunum Shameless US,“ segir Ársæll að lokum og hlær. Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
„Ég var bókaður að spila á skemmtistað í Las Vegas. Samskiptin fóru tiltölulega eðlilega fram, þar til á síðustu metrunum þegar ég var beðinn um að leggja út fyrir fluginu, en það var þá sem viðvörunarbjöllur fór að hringja,“ segir plötusnúðurinn Ársæll Þór Ingvason, betur þekktur sem IntroBeats, en hann lenti í klónum á fremur nýstárlegri svikamyllu á netinu á dögunum. „Já, þetta var ágætlega skipulagt hjá þeim. Það var stelpa, Veronica Fisher, sem hafði fyrst samband við mig í gegnum Facebook og sagðist hafa verið að túra um Evrópu og haft viðkomu á Íslandi. Þannig hefði hún fengið mitt nafn í hendurnar og verið hrifin af því sem ég væri að gera í tónlist,“ útskýrir Ársæll, og segist enga ástæðu hafa haft fyrir að taka hana ekki alvarlega. „Hún fór að spyrjast fyrir um dagsetningar, hvenær ég væri laus og svona eins og gengur. Svo urðum við vinir á Skype og þar ræddi einhver sem hún kallaði yfirmann sinn við mig, Cy Brad Waits, og gerði mér tilboð. Hann ætlaði að borga mér 1.200 dollara fyrir að spila þarna þrjú kvöld, ásamt því að borga hótel og flug fyrir mig og gest. Ég var bara ánægður með þetta og grunaði ekki neitt.“ Síðan fór viðvörunarbjöllum að hringja. „Þau fóru að hafa samband oftar og biðja mig um að leggja út fyrir fluginu, 90 þúsund krónur á mann, út af einhverju máli með einhver kreditkort sem ég skildi ekki alveg. Þau sögðust samt myndu redda mér ódýrara flugi í gegnum American Airlines, sem náttúrulega flýgur ekki á milli Las Vegas og Keflavíkur, þannig að ég fór að efast,“ segir Ársæll, og hlær, en hann komst þá að því að vinur hans sem fæst við plötusnúðamennsku hafði lent í sama fólki. „Við bárum saman bækur okkar og komumst að því að hvorugur okkar er að fara til Vegas! Því miður,“ bætir hann við og varar aðra í stéttinni við því að lenda í klóm svikara á netinu. „Við komumst líka að því að Veronica Fisher er persóna úr sjónvarpsþáttunum Shameless US,“ segir Ársæll að lokum og hlær.
Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira