Varar plötusnúða við prettum Ólöf Skaftadóttir skrifar 8. apríl 2014 09:40 Intro Beats Fréttablaðið/Valli „Ég var bókaður að spila á skemmtistað í Las Vegas. Samskiptin fóru tiltölulega eðlilega fram, þar til á síðustu metrunum þegar ég var beðinn um að leggja út fyrir fluginu, en það var þá sem viðvörunarbjöllur fór að hringja,“ segir plötusnúðurinn Ársæll Þór Ingvason, betur þekktur sem IntroBeats, en hann lenti í klónum á fremur nýstárlegri svikamyllu á netinu á dögunum. „Já, þetta var ágætlega skipulagt hjá þeim. Það var stelpa, Veronica Fisher, sem hafði fyrst samband við mig í gegnum Facebook og sagðist hafa verið að túra um Evrópu og haft viðkomu á Íslandi. Þannig hefði hún fengið mitt nafn í hendurnar og verið hrifin af því sem ég væri að gera í tónlist,“ útskýrir Ársæll, og segist enga ástæðu hafa haft fyrir að taka hana ekki alvarlega. „Hún fór að spyrjast fyrir um dagsetningar, hvenær ég væri laus og svona eins og gengur. Svo urðum við vinir á Skype og þar ræddi einhver sem hún kallaði yfirmann sinn við mig, Cy Brad Waits, og gerði mér tilboð. Hann ætlaði að borga mér 1.200 dollara fyrir að spila þarna þrjú kvöld, ásamt því að borga hótel og flug fyrir mig og gest. Ég var bara ánægður með þetta og grunaði ekki neitt.“ Síðan fór viðvörunarbjöllum að hringja. „Þau fóru að hafa samband oftar og biðja mig um að leggja út fyrir fluginu, 90 þúsund krónur á mann, út af einhverju máli með einhver kreditkort sem ég skildi ekki alveg. Þau sögðust samt myndu redda mér ódýrara flugi í gegnum American Airlines, sem náttúrulega flýgur ekki á milli Las Vegas og Keflavíkur, þannig að ég fór að efast,“ segir Ársæll, og hlær, en hann komst þá að því að vinur hans sem fæst við plötusnúðamennsku hafði lent í sama fólki. „Við bárum saman bækur okkar og komumst að því að hvorugur okkar er að fara til Vegas! Því miður,“ bætir hann við og varar aðra í stéttinni við því að lenda í klóm svikara á netinu. „Við komumst líka að því að Veronica Fisher er persóna úr sjónvarpsþáttunum Shameless US,“ segir Ársæll að lokum og hlær. Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Sjá meira
„Ég var bókaður að spila á skemmtistað í Las Vegas. Samskiptin fóru tiltölulega eðlilega fram, þar til á síðustu metrunum þegar ég var beðinn um að leggja út fyrir fluginu, en það var þá sem viðvörunarbjöllur fór að hringja,“ segir plötusnúðurinn Ársæll Þór Ingvason, betur þekktur sem IntroBeats, en hann lenti í klónum á fremur nýstárlegri svikamyllu á netinu á dögunum. „Já, þetta var ágætlega skipulagt hjá þeim. Það var stelpa, Veronica Fisher, sem hafði fyrst samband við mig í gegnum Facebook og sagðist hafa verið að túra um Evrópu og haft viðkomu á Íslandi. Þannig hefði hún fengið mitt nafn í hendurnar og verið hrifin af því sem ég væri að gera í tónlist,“ útskýrir Ársæll, og segist enga ástæðu hafa haft fyrir að taka hana ekki alvarlega. „Hún fór að spyrjast fyrir um dagsetningar, hvenær ég væri laus og svona eins og gengur. Svo urðum við vinir á Skype og þar ræddi einhver sem hún kallaði yfirmann sinn við mig, Cy Brad Waits, og gerði mér tilboð. Hann ætlaði að borga mér 1.200 dollara fyrir að spila þarna þrjú kvöld, ásamt því að borga hótel og flug fyrir mig og gest. Ég var bara ánægður með þetta og grunaði ekki neitt.“ Síðan fór viðvörunarbjöllum að hringja. „Þau fóru að hafa samband oftar og biðja mig um að leggja út fyrir fluginu, 90 þúsund krónur á mann, út af einhverju máli með einhver kreditkort sem ég skildi ekki alveg. Þau sögðust samt myndu redda mér ódýrara flugi í gegnum American Airlines, sem náttúrulega flýgur ekki á milli Las Vegas og Keflavíkur, þannig að ég fór að efast,“ segir Ársæll, og hlær, en hann komst þá að því að vinur hans sem fæst við plötusnúðamennsku hafði lent í sama fólki. „Við bárum saman bækur okkar og komumst að því að hvorugur okkar er að fara til Vegas! Því miður,“ bætir hann við og varar aðra í stéttinni við því að lenda í klóm svikara á netinu. „Við komumst líka að því að Veronica Fisher er persóna úr sjónvarpsþáttunum Shameless US,“ segir Ársæll að lokum og hlær.
Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Sjá meira