Enski boltinn

Messan: Alltaf gott að skora | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
„Hér minnir Gylfi aftur á sig. Setjum við hann þá ekki aftur í byrjunarliðið næst,“ sagði Guðmundur Benediktsson í Messunni í gær um Gylfa Þór Sigurðsson sem kom inn á sem varamaður hjá Tottenham í gærkvöldi og skoraði á móti Sunderland.

„Takturinn hefur verið þannig hjá Tim Sherwood. Þeir sem koma inn á og skora hafa dottið í liðið. Það er alveg hundleiðinlegt að koma inn á sem varamaður en það bjargar alveg svakalega miklu að skora þó svo það sé fimmta markið,“ sagði BjarniGuðjónsson og Hjörvar Hafliðason tók undir það.

„Það er alltaf gott að bæta við marki á ferilskrána. Menn horfa mikið á það hver skorar og svona og þá er ekkert verið að spá í því hvort það hafi verið skorað í 5-1 sigri á móti Sunderland.“

Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Messan: Furðulegur dómur á Upton Park | Myndband

Messumenn ræða tvö atvik sem komu upp í leik Liverpool og West Ham á sunnudaginn þar sem West Ham jafnaði leikinn með umdeildu marki og Liverpool fékk svo umdeilda vítaspyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×