Innlent

Seinkar eða frestast þitt flug?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Verkfallsaðgerðir yfirvofandi hjá starfsmönnum vallarins.
Verkfallsaðgerðir yfirvofandi hjá starfsmönnum vallarins. visir/gva
Verkfallsaðgerðir flugvallastarfsmanna á Keflavíkurflugvelli hófust klukkan fjögur í nótt og lauk þeim klukkan níu en starfsmenn vallarins hafa boðað til verkfallsaðgerða næstu vikur.

Næsti samningafundur í kjaradeilunni verður á fimmtudag.

Viðlíka aðgerðir og í morgun hafa verið boðaðar þann 23. og 25. apríl en svo verður blásið til  allsherjar verkfalls þann 30. apríl, ef ekki semst fyrir þann tíma.

Ef fólk á pantað flug á umræddum dögum gæti flug þeirra annaðhvort frestast eða orðið töluverð seinkun á þeim.


Tengdar fréttir

Vinna hafin á ný á Keflavíkurflugvelli

Vinnustöðvun er nú lokið á Keflavíkurflugvelli en verkfallsaðgerðir flugvallastarfsmanna á Keflavíkurflugvelli hófust klukkan fjögur í nótt og lauk þeim klukkan níu.

Allt flug stöðvast í fyrramálið

Allt flug mun liggja niðri á milli klukkan fjögur og níu í fyrramálið og kemur það til með að snerta um fjögur þúsund farþega.

Vinnustöðvun á Keflavíkurflugvelli

Brottför sjö véla Icelandair frá Bandaríkjunum og Kanada var frestað ytra um þrjár klukkustundir vegna verkfallsaðgerða flugvallastarfsmanna á Keflavíkurflugvelli, sem hófust klukkan fjögur í nótt og standa til klukkan níu.

Allt stefnir í verkfall á þriðjudag

Samninganefndir Isavia og flugmálastarfsmanna funduðu í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag. 400 flugmálastarfsmenn hafa boðað til fimm klukkustunda verkfallsagerða næstkomandi þriðjudag.

Áttatíu brottfarir og lendingar í Keflavík innan verkfallstímans

Þrjú skæruverkföll flugvallarstarfsmanna gætu sett úr skorðum áttatíu lendingar og brottfarir í utanlandsflugi auk röskunar á innanlandsflugi. Isavia og flugfélögin gera áætlun til að lágmarka truflunina sem gæti orðið ennþá meiri í lok apríl.

Út fyrir kassann í flugvalladeilu

"Það var lagt upp með að spóla aðeins til baka og hugsa út fyrir kassann,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, um samningafund í gær í kjaradeilu við Isavia.

Formaður flugvallarstarfsmanna gagnrýnir yfirstjórnina fyrir hörku

Formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins kveðst vonast eftir stefnubreytingu með stjórnarskiptum hjá Isavia í dag. Hann segir litla starfsánægju vera á Keflavíkurflugvelli. Starfsfólk vilji hlut í miklum arði einokunarfyrirtækisins Isavia ohf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×