Erlent

Tígrísdýr gengur laust nærri Disneylandi í París

Atli Ísleifsson skrifar
Enn liggur ekki fyrir hvaðan tigrisdýrið kemur.
Enn liggur ekki fyrir hvaðan tigrisdýrið kemur.
Lögregla í París hefur afgirt svæði eftir að tilkynning barst um tígrisdýr sem gengur laust nærri í hverfi nærri Disneylandi í París.

Tilkynning barst lögreglu í morgun frá manni sem tók eftir tígrisdýrinu við tennisvöll nærri Seine-et-Marne, um níukílómetrum frá Disneylandi. Þyrlur eru notaðar við leitina.

Að sögn AP fréttastofunnar segja talsmenn Disneyland að ekki séu nein tígrisdýr að finna í skemmtigarðinum, en enn liggur ekki fyrir hvaðan tigrisdýrið kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×